Ólafur segir ráðleggingar Ásgeirs aðhlátursefni Jakob Bjarnar skrifar 21. september 2023 10:30 Ólafur spyr hvar í heiminum það myndi gerast að seðlabankastjórar bjóði upp á ráðleggingar til lánþega, hvernig best sé að þeir hagi sínu lánasafni? vísir/vilhelm Hagfræðingurinn Ólafur Margeirsson telur Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóra vera úti á túni með ráðleggingar sínar til húsnæðiseigenda og lánasýslu þeirra. Ásgeir hvetur lántakendur til að skoða þá lánsmöguleika sem til staðar eru varðandi lánsskilmála; tímalengd lána, greiðslubyrgð þeirra, mögulega blanda lánum og fara í eitthvað verðtryggt. Þetta er algjör viðsnúningur hjá seðlabankastjóra sem ráðlagði fólki fyrir nokkrum misserum að forðast verðtryggð lán. Hann segir að í mikilli verðbólgu eins og nú er breytist allar forsendur hratt. Ólafur fer um þessar ráðleggingar Ásgeirs hinum háðuglegustu orðum: „Í fréttum er það helst að Christine Lagarde, seðlabankastjóri Evrópu, ráðfærði íbúum evrulandanna hvers konar íbúðalán þeir skyldu taka… Augljóslega dytti Lagarde þetta aldrei í hug, enda ekki í hennar verkahring né viðeigandi.“ Ólafur segir að hann og félagi hans, sem býr í einu Evrulandanna, hafa verið að hlæja að þessum möguleika. Nánast syndsamlegt megi heita að seðlabankastjóri Íslands telji það í sínum verkahring að ráðfæra fólki hvernig lán það skuli taka. „Sérstaklega er það undarlegt ef ráðleggingarnar ýta undir að lántakar komi sér undan áhrifunum af hærri stýrivöxtum. Því augljóslega er það svo að því meira sem verðtryggð lán eru notuð, því minni áhrif hafa vaxtabreytingar Seðlabankans, og því meira þarf að hækka vexti þegar allt kemur til alls.“ Ólafur segir vert að hafa í hug að það sé bókstaflega tilgangurinn með stýrivaxtabreytingum að hafa áhrif á greiðslubyrði lántaka með það að markmiði að ná verðbólgu niður. „Að seðlabankastjóri veiti svo fólki ráðgjöf um hvernig sé best að komast undan slíkum stýrivaxtabreytingum er undarlegt í besta falli og viðvaningslegt í versta falli,“ segir Ólafur. Seðlabankinn Verðlag Íslenskir bankar Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Ásgeir hvetur lántakendur til að skoða þá lánsmöguleika sem til staðar eru varðandi lánsskilmála; tímalengd lána, greiðslubyrgð þeirra, mögulega blanda lánum og fara í eitthvað verðtryggt. Þetta er algjör viðsnúningur hjá seðlabankastjóra sem ráðlagði fólki fyrir nokkrum misserum að forðast verðtryggð lán. Hann segir að í mikilli verðbólgu eins og nú er breytist allar forsendur hratt. Ólafur fer um þessar ráðleggingar Ásgeirs hinum háðuglegustu orðum: „Í fréttum er það helst að Christine Lagarde, seðlabankastjóri Evrópu, ráðfærði íbúum evrulandanna hvers konar íbúðalán þeir skyldu taka… Augljóslega dytti Lagarde þetta aldrei í hug, enda ekki í hennar verkahring né viðeigandi.“ Ólafur segir að hann og félagi hans, sem býr í einu Evrulandanna, hafa verið að hlæja að þessum möguleika. Nánast syndsamlegt megi heita að seðlabankastjóri Íslands telji það í sínum verkahring að ráðfæra fólki hvernig lán það skuli taka. „Sérstaklega er það undarlegt ef ráðleggingarnar ýta undir að lántakar komi sér undan áhrifunum af hærri stýrivöxtum. Því augljóslega er það svo að því meira sem verðtryggð lán eru notuð, því minni áhrif hafa vaxtabreytingar Seðlabankans, og því meira þarf að hækka vexti þegar allt kemur til alls.“ Ólafur segir vert að hafa í hug að það sé bókstaflega tilgangurinn með stýrivaxtabreytingum að hafa áhrif á greiðslubyrði lántaka með það að markmiði að ná verðbólgu niður. „Að seðlabankastjóri veiti svo fólki ráðgjöf um hvernig sé best að komast undan slíkum stýrivaxtabreytingum er undarlegt í besta falli og viðvaningslegt í versta falli,“ segir Ólafur.
Seðlabankinn Verðlag Íslenskir bankar Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira