… hver er á bakvakt? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar 26. september 2023 16:00 Bakvaktir í almennu velferðarsamfélagi eru hverjum einasta þegna þess lífsnauðsynlegar. Það eru bakvaktir á sjúkrahúsum, auk þess eru líka starfandi hjúkrunar -og læknalið sjúkrastofnunum á vöktum allan sólarhringinn. Bakvaktir eru hjá lögreglu, slökkviliði, almannavörnum, björgunarsveitum, sveitastjórnarfólki þegar almannahætta steðjar að samfélaginu með einhverjum hætti. Þarna er kannski komin “þriðja vaktin” sú sem yfir okkur vakir og við treystum á. Fólkið á bakvöktum og í allri vaktavinnunni tekur á móti öllu fólki sem til þess leita, kyn, staða, stétt, hneigð skiptir engu máli. Allir eru jafnir. EN einn hópur er skilin útundan og miða ég við það sem ég þekki til. Það er táknmálsfólkið og um þá brotalöm ætla ég að fjalla hér. Kannski gleymdist þetta atriði eða kannski mun það opna augu þeirra sem völdin hafa og verða til þess að skref í átt til hins betra og réttlátari bakvaktar fyrir okkur táknmálsfólkið verði tekin, við finnum fyrir ákveðnu öryggi og því mun verða fagnað. Fyrir aðeins nokkrum árum síðan þá gátum við táknmálsfólkið treyst á að ef við þyrftum svo ólukkulega að leita til bráðamóttöku að táknmálstúlkur komi og það er vel skilyrt í lögum um réttindi sjúklinga að við eigum skýlausan rétt á táknmálstúlki í samskiptum okkar við lækna og hjúkrunarfólk um sjúkdóm/veikindi okkar. En svo var breytt (ekki lögunum heldur pöntunarferlið að fá táknmálstúlk) og Neyðarlínan 112 tók yfir að sjá um að annast táknmálstúlka pantanir sem komu utan almenns dagvinnutíma á virkum dögum. Pöntun um táknmálstúlk varð að berast frá sjúkrastofnunni. Það gekk ekki mjög vel og þar sem við getum sjálf sent sms skilaboð á 112 þá getum við líka óskað eftir táknmálstúlk. Þetta gerist aðallega þegar við erum stödd á Bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Neyðarlínuteymi 112 hefur yfir að ráða lista yfir táknmálstúlka sem geta svarað fyrirspurninni/pöntun frá Neyðarlínuteyminu og mætt á bráðamóttökuna. Fyrirvari er oft engin og hafa táknmálstúlkar því alveg val hvort þeir verði við beiðninni eða svara ekki og mæta ekki. Þeim er engin skylda gerð að svara. Þeir eru EKKI Á BAKVAKT. Þeim er ekki greidd nein laun fyrir að vera á bakvakt. Í stuttu máli þá er enginn táknmálstúlkur á bakvakt. Það er hið versta mál fyrir táknmálsfólkið og elur bara af sér ójafnræði og óöryggi. Þarna er táknmálsfólk sett í mjög óþægilegar aðstæður. Það er óþægilegt að mæta eftir dagvinnutíma á bráðamóttöku axlarbrotin með mögulega blæðingu í hnakka/höfuð eftir fall og fá engan táknmálstúlk til að geta átt samskipti og skilið allt sem læknirinn/hjúkrunarfólkið er að segja og jafnvel geta líka sagt líðan manns sjálfs á táknmáli, því máli sem manni er tamast og getur tjáð sig sem mest á og notar dagsdaglega í öllum samskiptum sínum. Þarna eru læknar og hjúkrunarfólk líka sett í óþægilegar aðstæður; að geta ekki átt góð og réttlát samskipti við sjúkling sinn og verið viss um að leiðbeiningar/ráðleggingar um lyf, aðgerð, meðferð og eftirfylgni séu skiljanlegar. Þarna í þessu ferli má sjá að lög um réttindi sjúklinga og ferli að fá táknmálstúlk eru ekki í takt. Þetta er sem sagt óviðunandi ástand fyrir alla sem að þessu koma. Það er alveg á hreinu að þetta þarf að bæta og það er örugglega hægt að gera það með einu pennastriki. Kannski er þetta eitthvað sem er falið óréttlæti í samfélaginu sem þarfnast úrbóta. Þannig að við þá sem hafa völdin og geta lagað þetta segi ég bara: “Lagið þetta!” ykkur verður ekki meint af því. Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Bakvaktir í almennu velferðarsamfélagi eru hverjum einasta þegna þess lífsnauðsynlegar. Það eru bakvaktir á sjúkrahúsum, auk þess eru líka starfandi hjúkrunar -og læknalið sjúkrastofnunum á vöktum allan sólarhringinn. Bakvaktir eru hjá lögreglu, slökkviliði, almannavörnum, björgunarsveitum, sveitastjórnarfólki þegar almannahætta steðjar að samfélaginu með einhverjum hætti. Þarna er kannski komin “þriðja vaktin” sú sem yfir okkur vakir og við treystum á. Fólkið á bakvöktum og í allri vaktavinnunni tekur á móti öllu fólki sem til þess leita, kyn, staða, stétt, hneigð skiptir engu máli. Allir eru jafnir. EN einn hópur er skilin útundan og miða ég við það sem ég þekki til. Það er táknmálsfólkið og um þá brotalöm ætla ég að fjalla hér. Kannski gleymdist þetta atriði eða kannski mun það opna augu þeirra sem völdin hafa og verða til þess að skref í átt til hins betra og réttlátari bakvaktar fyrir okkur táknmálsfólkið verði tekin, við finnum fyrir ákveðnu öryggi og því mun verða fagnað. Fyrir aðeins nokkrum árum síðan þá gátum við táknmálsfólkið treyst á að ef við þyrftum svo ólukkulega að leita til bráðamóttöku að táknmálstúlkur komi og það er vel skilyrt í lögum um réttindi sjúklinga að við eigum skýlausan rétt á táknmálstúlki í samskiptum okkar við lækna og hjúkrunarfólk um sjúkdóm/veikindi okkar. En svo var breytt (ekki lögunum heldur pöntunarferlið að fá táknmálstúlk) og Neyðarlínan 112 tók yfir að sjá um að annast táknmálstúlka pantanir sem komu utan almenns dagvinnutíma á virkum dögum. Pöntun um táknmálstúlk varð að berast frá sjúkrastofnunni. Það gekk ekki mjög vel og þar sem við getum sjálf sent sms skilaboð á 112 þá getum við líka óskað eftir táknmálstúlk. Þetta gerist aðallega þegar við erum stödd á Bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Neyðarlínuteymi 112 hefur yfir að ráða lista yfir táknmálstúlka sem geta svarað fyrirspurninni/pöntun frá Neyðarlínuteyminu og mætt á bráðamóttökuna. Fyrirvari er oft engin og hafa táknmálstúlkar því alveg val hvort þeir verði við beiðninni eða svara ekki og mæta ekki. Þeim er engin skylda gerð að svara. Þeir eru EKKI Á BAKVAKT. Þeim er ekki greidd nein laun fyrir að vera á bakvakt. Í stuttu máli þá er enginn táknmálstúlkur á bakvakt. Það er hið versta mál fyrir táknmálsfólkið og elur bara af sér ójafnræði og óöryggi. Þarna er táknmálsfólk sett í mjög óþægilegar aðstæður. Það er óþægilegt að mæta eftir dagvinnutíma á bráðamóttöku axlarbrotin með mögulega blæðingu í hnakka/höfuð eftir fall og fá engan táknmálstúlk til að geta átt samskipti og skilið allt sem læknirinn/hjúkrunarfólkið er að segja og jafnvel geta líka sagt líðan manns sjálfs á táknmáli, því máli sem manni er tamast og getur tjáð sig sem mest á og notar dagsdaglega í öllum samskiptum sínum. Þarna eru læknar og hjúkrunarfólk líka sett í óþægilegar aðstæður; að geta ekki átt góð og réttlát samskipti við sjúkling sinn og verið viss um að leiðbeiningar/ráðleggingar um lyf, aðgerð, meðferð og eftirfylgni séu skiljanlegar. Þarna í þessu ferli má sjá að lög um réttindi sjúklinga og ferli að fá táknmálstúlk eru ekki í takt. Þetta er sem sagt óviðunandi ástand fyrir alla sem að þessu koma. Það er alveg á hreinu að þetta þarf að bæta og það er örugglega hægt að gera það með einu pennastriki. Kannski er þetta eitthvað sem er falið óréttlæti í samfélaginu sem þarfnast úrbóta. Þannig að við þá sem hafa völdin og geta lagað þetta segi ég bara: “Lagið þetta!” ykkur verður ekki meint af því. Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar