DeSantis og Christie gagnrýndu Trump fyrir að vera fjarri góðu gamni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. september 2023 06:43 Aðrar kappræður Repúblikanaflokksins fyrir forvalið fóru fram í gærkvöldi. Getty/Justin Sullivan Sjö frambjóðendur í forvali Repúblikana fyrir forsetakosningarnar á næsta ári mættust í kappræðum í gærkvöldi. Donald Trump var ekki þeirra á meðal og var gagnrýndur fyrir að taka ekki þátt. Þetta eru aðrar kappræður frambjóðenda Repúblikanaflokksins en Trump tók ekki heldur þátt í þeim fyrstu. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, var meðal þeirra sem vakti máls á fjarveru Trump og sagði hann fjarri góðu gamni. „Hann ætti að vera hér á þessu sviði í kvöld. Hann skuldar ykkur að verja frammistöðu sína,“ sagði ríkisstjórinn, sem hingað til hefur haldið aftur af sér þegar kemur að því að gagnrýna Trump. Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey, sagði Trump óttast kjósendur. „Þú ert ekki hér vegna þess að þú ert hræddur við að mæta og verja framgöngu þína. Þú ert að koma þér hjá þessu,“ sagði Christie, sem var áður meðal helstu stuðningsmanna Trump en er nú meðal fremstu gagnrýnenda hans innan Repúblikanaflokksins. Donald Trump is 'missing in action': Ron DeSantis https://t.co/QhPWbDJDfP— Fox News (@FoxNews) September 28, 2023 DeSantis, sem þykir einna líklegastur til að eiga raunhæfan möguleika á því að skáka Trump í forvalinu, var spurður að því hvernig hann hygðist fara að því; hvað hann teldi sig þurfa að gera til að vinna upp forskotið sem Trump virðist hafa í skoðanakönnunum. „Skoðanakannanir kjósa ekki forseta,“ svaraði DeSantis. „Kjósendur kjósa forseta. Og við ætlum að bera þetta undir fólkið í þessum ríkjum sem kjósa fyrst,“ sagði hann. Þrátt fyrir að Trump eigi nú yfir höfði sér fjölda ákæra í fjórum sakamálum nýtur hann enn lang mests stuðnings af forsetaefnum Repúblikanaflokksins. Samkvæmt nýlegri könnun NBC News nýtur Trump stuðnings 59 prósent þeirra sem teljast líklegir til að kjósa í forvalinu. Asa Hutchinson, fyrrverandi ríkisstjóri Arkansas, var ekki meðal þeirra sem tóku þátt í kappræðunum í gær þar sem hann uppfyllti ekki skilyrði landstjórnar Repúblikanaflokksins um lágmarksfylgi í skoðanakönnunum. Hann hyggst engu að síður halda áfram kosningabaráttu sinni, ekki síst til að berjast gegn Donald Trump. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Þetta eru aðrar kappræður frambjóðenda Repúblikanaflokksins en Trump tók ekki heldur þátt í þeim fyrstu. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, var meðal þeirra sem vakti máls á fjarveru Trump og sagði hann fjarri góðu gamni. „Hann ætti að vera hér á þessu sviði í kvöld. Hann skuldar ykkur að verja frammistöðu sína,“ sagði ríkisstjórinn, sem hingað til hefur haldið aftur af sér þegar kemur að því að gagnrýna Trump. Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey, sagði Trump óttast kjósendur. „Þú ert ekki hér vegna þess að þú ert hræddur við að mæta og verja framgöngu þína. Þú ert að koma þér hjá þessu,“ sagði Christie, sem var áður meðal helstu stuðningsmanna Trump en er nú meðal fremstu gagnrýnenda hans innan Repúblikanaflokksins. Donald Trump is 'missing in action': Ron DeSantis https://t.co/QhPWbDJDfP— Fox News (@FoxNews) September 28, 2023 DeSantis, sem þykir einna líklegastur til að eiga raunhæfan möguleika á því að skáka Trump í forvalinu, var spurður að því hvernig hann hygðist fara að því; hvað hann teldi sig þurfa að gera til að vinna upp forskotið sem Trump virðist hafa í skoðanakönnunum. „Skoðanakannanir kjósa ekki forseta,“ svaraði DeSantis. „Kjósendur kjósa forseta. Og við ætlum að bera þetta undir fólkið í þessum ríkjum sem kjósa fyrst,“ sagði hann. Þrátt fyrir að Trump eigi nú yfir höfði sér fjölda ákæra í fjórum sakamálum nýtur hann enn lang mests stuðnings af forsetaefnum Repúblikanaflokksins. Samkvæmt nýlegri könnun NBC News nýtur Trump stuðnings 59 prósent þeirra sem teljast líklegir til að kjósa í forvalinu. Asa Hutchinson, fyrrverandi ríkisstjóri Arkansas, var ekki meðal þeirra sem tóku þátt í kappræðunum í gær þar sem hann uppfyllti ekki skilyrði landstjórnar Repúblikanaflokksins um lágmarksfylgi í skoðanakönnunum. Hann hyggst engu að síður halda áfram kosningabaráttu sinni, ekki síst til að berjast gegn Donald Trump.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira