Jón Steinar tekur upp hanskann Sævar Þór Jónsson skrifar 29. september 2023 07:31 Nú á dögunum birti Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, gagnrýni á fréttaflutning RÚV í tengslum við dóm Héraðsdóms Reykjaness í máli nokkru þar sem sakborningi var ekki gerð refsing sökum ósakhæfis. Fréttaflutningurinn var í raun viðtal við brotaþola í málinu en málið varðaði gróft og ítrekað ofbeldi í nánu sambandi. Þess má geta að dómurinn vakti athygli fleiri fjölmiðla og var fjallað um hann á nokkrum stöðum. Umfjöllun RÚV var meira í ætt við það sem kalla má umfjöllun af mannlegum toga (e. human interest) heldur en beinn fréttaflutningur. Gagnrýni Jóns Steinars laut að því að umfjöllunin hafi verið einhliða út frá upplifun og sjónarhóli brotaþola, ekki hafi verið gætt þess að fjalla um forsendur dómsins, einkum ástæður þess að sakborningi var ekki dæmd refsing og, eins og hann sjálfur komst að orði, hafi sjálfsagt flestir talið að mannvonsku dómarans hafi verið um að kenna að manninum var ekki refsað. Kastaði Jón Steinar meira að segja fram þeirri spurningu hvort þetta félli undir það sem kallað er æsifréttamennska. Með þessu finnst mér verið að slá ryki í augu lesenda og beina sjónum þeirra frá því sem viðtalið er raunverulega að fjalla um, sem er bágborin staða brotaþola í réttarvörslukerfinu. Þótt Hæstaréttardómarinn fyrrverandi hafi séð sig knúinn til þess að taka upp hanskann fyrir fyrrverandi kollega og benda á forsendur þess að refsing var ekki dæmd, þá finnst mér það ekki vera aðalatriðið. Dómarinn dæmir eftir lögunum en álitaefnið er hvort lögin séu rétt og sanngjörn. Eða nánar tiltekið í þessu tilviki hvort réttarstaða brotaþola, einkum í ofbeldis- og kynferðisbrotum, sé nægilega tryggði í núgildandi lögum. Upprunalega voru mannréttindi lögfest í því skyni að vernda borgarana fyrir afskiptum ríkisvaldsins. Mannréttindakafli stjórnarskrárinnar lýðveldisins Íslands er af sömu rót sprottinn. Í þeim anda þróuðust reglur um réttláta málsmeðferð fyrir dómi en fókus þeirra reglna hefur frá upphafi verið á réttarstöðu þess aðila sem borinn er sökum og að hann fái réttláta meðferð. Sakborningur á rétt á verjanda, aðgang að gögnum, hann getur fengið niðurstöðu neðra dómstigs endurskoðaða af öðru dómstigi o.s.frv. Þessar reglur eiga auðvitað rétt á sér og eru óumdeildar. Þolendur afbrota aftur á móti njóta ekki sömu stöðu í réttarvörslukerfinu. Staða þeirra er takmörkuð og sýnir aðstöðu þeirra oft lítinn skilning. Brotaþolar eru ekki aðilar að sakamáli og njóta þarf af leiðandi ekki sömu réttinda og sökunautur. Brotaþoli hefur ekki sama rétt til aðgangs að gögnum málsins, hann má heldur ekki tjá sig munnlega fyrir dómi um kröfur ákæruvaldsins og hendur hans eru að mestu leyti bundnar við einkaréttarlegar kröfur hans, hafi hann þær á annað borð uppi. Hér er verið að tala um bótakröfu sem að réttargæslumenn brotaþola gera öllu jafna. Þá hefur brotaþoli almennt lítið um það að segja hvort ákæra sé gefin út eða hvort sýknudómi í héraði sé áfrýjað til æðri dóms. Upplifun brotaþola er oft sú að þeir hafi lítið vægi og enn minni áhrif á meðferð sakamála – máls sem snýst um atvik í lífi brotaþolans sjálfs og sem hefur, einkum í tilviki ofbeldis- og kynferðisbrota, haft áhrif á líf hans með afgerandi hætti. Þolandinn er vanmáttugur og bjargráðalaus. Ekki bætir út skák að miskabætur til handa brotaþolum eru afar lágar hér á landi. Upplifun brotaþola getur því stundum verið sú að þeir séu afgangsstærð í réttarvörslukerfinu og þeir upplifa hvorki sanngirni né að réttlætið hafi náð fram að ganga. Annar fyrrverandi Hæstaréttardómari, Hjördís Björk Hákonardóttir, skrifaði um traust til dómstóla í aðsendri grein sem birtist í Kjarnanum árið 2020. Tilefnið var mæling þjóðarpúls Gallups á trausti almennings til dómstóla. Þótt Hjördísi hafi þótt niðurstöður þjóðarpúlsins óverðskuldaðar þá tók hún fram að ásýnd hafi áhrif á traust og ásýnd skipti máli. Í því samhengi vísar hún til orðanna að ekki sé fullnægjandi að réttlætis sé í raun gætt heldur verði það einnig að sjást. Í maí 2019 gerði Hildar Fjólu Antonsdóttur greinargerð um leiðir til að styrkja réttarstöðu brotaþola sem unnin var fyrir stýrihóp forsætisráðherra um heildstæðar úrbætur að því er varðar kynferðislegt ofbeldi. Í greinargerðinni var vakið máls á framangreindum atriðum og gerðar tillögur til úrbóta. Sumt af því hefur gengið eftir en ekki allt. Það er afar brýnt að áfram verði unnið að úrbótum á þessu sviði. Lögin eiga að tryggja réttlæti og traust almennings til dómstóla helst í hendur við það hversu réttlætið er sýnilegt. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Dómstólar Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Sjá meira
Nú á dögunum birti Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, gagnrýni á fréttaflutning RÚV í tengslum við dóm Héraðsdóms Reykjaness í máli nokkru þar sem sakborningi var ekki gerð refsing sökum ósakhæfis. Fréttaflutningurinn var í raun viðtal við brotaþola í málinu en málið varðaði gróft og ítrekað ofbeldi í nánu sambandi. Þess má geta að dómurinn vakti athygli fleiri fjölmiðla og var fjallað um hann á nokkrum stöðum. Umfjöllun RÚV var meira í ætt við það sem kalla má umfjöllun af mannlegum toga (e. human interest) heldur en beinn fréttaflutningur. Gagnrýni Jóns Steinars laut að því að umfjöllunin hafi verið einhliða út frá upplifun og sjónarhóli brotaþola, ekki hafi verið gætt þess að fjalla um forsendur dómsins, einkum ástæður þess að sakborningi var ekki dæmd refsing og, eins og hann sjálfur komst að orði, hafi sjálfsagt flestir talið að mannvonsku dómarans hafi verið um að kenna að manninum var ekki refsað. Kastaði Jón Steinar meira að segja fram þeirri spurningu hvort þetta félli undir það sem kallað er æsifréttamennska. Með þessu finnst mér verið að slá ryki í augu lesenda og beina sjónum þeirra frá því sem viðtalið er raunverulega að fjalla um, sem er bágborin staða brotaþola í réttarvörslukerfinu. Þótt Hæstaréttardómarinn fyrrverandi hafi séð sig knúinn til þess að taka upp hanskann fyrir fyrrverandi kollega og benda á forsendur þess að refsing var ekki dæmd, þá finnst mér það ekki vera aðalatriðið. Dómarinn dæmir eftir lögunum en álitaefnið er hvort lögin séu rétt og sanngjörn. Eða nánar tiltekið í þessu tilviki hvort réttarstaða brotaþola, einkum í ofbeldis- og kynferðisbrotum, sé nægilega tryggði í núgildandi lögum. Upprunalega voru mannréttindi lögfest í því skyni að vernda borgarana fyrir afskiptum ríkisvaldsins. Mannréttindakafli stjórnarskrárinnar lýðveldisins Íslands er af sömu rót sprottinn. Í þeim anda þróuðust reglur um réttláta málsmeðferð fyrir dómi en fókus þeirra reglna hefur frá upphafi verið á réttarstöðu þess aðila sem borinn er sökum og að hann fái réttláta meðferð. Sakborningur á rétt á verjanda, aðgang að gögnum, hann getur fengið niðurstöðu neðra dómstigs endurskoðaða af öðru dómstigi o.s.frv. Þessar reglur eiga auðvitað rétt á sér og eru óumdeildar. Þolendur afbrota aftur á móti njóta ekki sömu stöðu í réttarvörslukerfinu. Staða þeirra er takmörkuð og sýnir aðstöðu þeirra oft lítinn skilning. Brotaþolar eru ekki aðilar að sakamáli og njóta þarf af leiðandi ekki sömu réttinda og sökunautur. Brotaþoli hefur ekki sama rétt til aðgangs að gögnum málsins, hann má heldur ekki tjá sig munnlega fyrir dómi um kröfur ákæruvaldsins og hendur hans eru að mestu leyti bundnar við einkaréttarlegar kröfur hans, hafi hann þær á annað borð uppi. Hér er verið að tala um bótakröfu sem að réttargæslumenn brotaþola gera öllu jafna. Þá hefur brotaþoli almennt lítið um það að segja hvort ákæra sé gefin út eða hvort sýknudómi í héraði sé áfrýjað til æðri dóms. Upplifun brotaþola er oft sú að þeir hafi lítið vægi og enn minni áhrif á meðferð sakamála – máls sem snýst um atvik í lífi brotaþolans sjálfs og sem hefur, einkum í tilviki ofbeldis- og kynferðisbrota, haft áhrif á líf hans með afgerandi hætti. Þolandinn er vanmáttugur og bjargráðalaus. Ekki bætir út skák að miskabætur til handa brotaþolum eru afar lágar hér á landi. Upplifun brotaþola getur því stundum verið sú að þeir séu afgangsstærð í réttarvörslukerfinu og þeir upplifa hvorki sanngirni né að réttlætið hafi náð fram að ganga. Annar fyrrverandi Hæstaréttardómari, Hjördís Björk Hákonardóttir, skrifaði um traust til dómstóla í aðsendri grein sem birtist í Kjarnanum árið 2020. Tilefnið var mæling þjóðarpúls Gallups á trausti almennings til dómstóla. Þótt Hjördísi hafi þótt niðurstöður þjóðarpúlsins óverðskuldaðar þá tók hún fram að ásýnd hafi áhrif á traust og ásýnd skipti máli. Í því samhengi vísar hún til orðanna að ekki sé fullnægjandi að réttlætis sé í raun gætt heldur verði það einnig að sjást. Í maí 2019 gerði Hildar Fjólu Antonsdóttur greinargerð um leiðir til að styrkja réttarstöðu brotaþola sem unnin var fyrir stýrihóp forsætisráðherra um heildstæðar úrbætur að því er varðar kynferðislegt ofbeldi. Í greinargerðinni var vakið máls á framangreindum atriðum og gerðar tillögur til úrbóta. Sumt af því hefur gengið eftir en ekki allt. Það er afar brýnt að áfram verði unnið að úrbótum á þessu sviði. Lögin eiga að tryggja réttlæti og traust almennings til dómstóla helst í hendur við það hversu réttlætið er sýnilegt. Höfundur er lögmaður.
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar