Biden segir Trump og stuðningsmenn hans beina ógn við lýðræðið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. september 2023 08:06 MAGA stendur fyrir Make America Great Again, sem voru kosningaslagorð Donald Trump þegar hann var kjörinn forseti. AP/Evan Vucci Joe Biden Bandaríkjaforseti segir Bandaríkin standa á krossgötum og að MAGA-hreyfing Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sé bein ógn við lýðræði landsins. „Það er dálítið hættulegt að gerast í Bandaríkjunum,“ sagði Biden í Phoenix í Arizona í gær. „Það er öfgahreyfing sem deilir ekki grundvallargildum lýðræðis okkar; MAGA-hreyfingin... Við stöndum frammi fyrir sögulegri prófraun,“ sagði forsetinn. Hann sagði alla Bandaríkjamenn standa frammi fyrir þeirri spurningu hvað þeir þyrftu að gera til að bjarga lýðræðinu. Þrátt fyrir að nefna Trump aðeins einu sinni á nafn tókst honum að gera skýran greinarmun á stjórnunarstíl þeirra tveggja. Lýðræðið snérist um að valið væri í höndum fólksins; ekki í höndum einvaldsins, auðmagnsins eða hinna valdamiklu. Burtséð frá hvaða því hvaða flokki fólk tilheyrði þá þýddi þetta frjálsar og sanngjarnar kosningar og að menn virtu niðurstöðurnar, hvort sem þeir ynnu eða töpuðu. „Þetta þýðir að þú getur ekki bara elskað landið þitt þegar þú vinnur,“ sagði Biden. „Lýðræði þýðir að hafna og fordæma pólitískt ofbeldi. Óháð flokkapólitík þá er slíkt ofbeldi aldrei, aldrei, aldrei ásættanlegt í Bandaríkjunum. Það er ólýðræðislegt og má aldrei verða normalíserað til að öðlast pólitískt vald,“ sagði forsetinn og var augljóslega að vísa til árásarinnar inn í þinghúsið í Washington. Biden sagði engar ýkjur að lýðræðið væri í hættu og að hættan á ofbeldi væri enn yfirvofandi. Hann vísaði meðal annars til hótana gegn Mark Milley, yfirmanni herforingjaráðsins, sem Trump sagði á dögunum að hefði gerst sekur um landráð. „Í hreinskilni sagt þá hafa þessir MAGA-öfgamenn ekki hundsvit á því sem þeir eru að tala um,“ sagði Biden. Hann minntist Repúblikanans John McCain heitins, sem var harður andstæðingur Trump en vann oftsinnis með Biden þrátt fyrir að síðarnefndi væri Demókrati. Biden sagði Repúblikanaflokkinn nú drifinn áfram að MAGA-hugsjónum og að ekkert rúm væri fyrir samstarf þvert á flokka. Öfgahugsjónir MAGA-manna myndu kollvarpa innviðum Bandaríkjanna ef þær kæmust til framkvæmda. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
„Það er dálítið hættulegt að gerast í Bandaríkjunum,“ sagði Biden í Phoenix í Arizona í gær. „Það er öfgahreyfing sem deilir ekki grundvallargildum lýðræðis okkar; MAGA-hreyfingin... Við stöndum frammi fyrir sögulegri prófraun,“ sagði forsetinn. Hann sagði alla Bandaríkjamenn standa frammi fyrir þeirri spurningu hvað þeir þyrftu að gera til að bjarga lýðræðinu. Þrátt fyrir að nefna Trump aðeins einu sinni á nafn tókst honum að gera skýran greinarmun á stjórnunarstíl þeirra tveggja. Lýðræðið snérist um að valið væri í höndum fólksins; ekki í höndum einvaldsins, auðmagnsins eða hinna valdamiklu. Burtséð frá hvaða því hvaða flokki fólk tilheyrði þá þýddi þetta frjálsar og sanngjarnar kosningar og að menn virtu niðurstöðurnar, hvort sem þeir ynnu eða töpuðu. „Þetta þýðir að þú getur ekki bara elskað landið þitt þegar þú vinnur,“ sagði Biden. „Lýðræði þýðir að hafna og fordæma pólitískt ofbeldi. Óháð flokkapólitík þá er slíkt ofbeldi aldrei, aldrei, aldrei ásættanlegt í Bandaríkjunum. Það er ólýðræðislegt og má aldrei verða normalíserað til að öðlast pólitískt vald,“ sagði forsetinn og var augljóslega að vísa til árásarinnar inn í þinghúsið í Washington. Biden sagði engar ýkjur að lýðræðið væri í hættu og að hættan á ofbeldi væri enn yfirvofandi. Hann vísaði meðal annars til hótana gegn Mark Milley, yfirmanni herforingjaráðsins, sem Trump sagði á dögunum að hefði gerst sekur um landráð. „Í hreinskilni sagt þá hafa þessir MAGA-öfgamenn ekki hundsvit á því sem þeir eru að tala um,“ sagði Biden. Hann minntist Repúblikanans John McCain heitins, sem var harður andstæðingur Trump en vann oftsinnis með Biden þrátt fyrir að síðarnefndi væri Demókrati. Biden sagði Repúblikanaflokkinn nú drifinn áfram að MAGA-hugsjónum og að ekkert rúm væri fyrir samstarf þvert á flokka. Öfgahugsjónir MAGA-manna myndu kollvarpa innviðum Bandaríkjanna ef þær kæmust til framkvæmda.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira