Ærin verkefni vetrarins Bryndís Haraldsdóttir skrifar 30. september 2023 12:01 Þingveturinn er hafinn. Þingmenn hafa að frá þingsetningu keppst við að leggja fram þau mál sem þeir hafa unnið að í sumar og strax hefur fjöldi þingmannamála verið lagður fyrir þingið. Ráðherrar mæta jafnframt með þingmálaskrár sínar og eru þessa daganna að kynna þær fyrir viðkomandi þingnefndum. Ljóst er að metnaður ráðherra er mikill, en reynslan sínir okkur að ekki koma öll mál fram til þingsins og þaðan af síður næst að afgreiða þau öll. Almenningur telur eðlilega að þingsalurinn sem sýnt er svo reglulega frá í fréttum sé þungamiðja þingstarfanna en svo er alls ekki. Raunverulega vinnan fer öll fram í þingnefndunum þar sem þingmenn kynna sér málin til hlítar, fjöldi umsagna berst um málin og margir gestir koma og fylgja umsögnum sínum eftir. Í nefndunum á sér stað fagleg og pólitísk vinna, sem svo birtist í þingsal þegar málin koma aftur til umræðu og atkvæðagreiðslu. Þegar fréttamenn hafa spurt mig hver ég telji stóru málin verða á þessum þingvetri þá hef ég sagt að efnahagsmálin séu allt umlykjandi. Mikilvægast núna fyrir alla, bæði heimilin og atvinnulífið, er að ná niður verðbólgu. Á þinginu birtist það helst í fjárlagafrumvarpinu þar sem gerð er rík krafa til aðhalds í ríkisrekstrinum. Ráðherrar þurfa að vera duglegir að forgangsraða í sínum málaflokkum og þingið verður að veita raunverulegt aðhald, bæði ráðherrum og undirstofnunum ráðuneytanna. Festa, raunsæi og mannúð í málefnum fólks á flótta En án efa munu mörg mál verða afgreidd á yfirstandandi þingi sem hafa veruleg áhrif á íslenskt samfélag. Okkar sem sitjum í allsherjar- og menntmálanefnd bíður fjöldi mála frá dómsmálaráðherra, mennta- og barnamálaráðherra, ráðherra háskólamála, forsætisráðherra og menningarráðherra. Segja má að málefni dómsmálaráðherra hafi verið allt um lykjandi á síðasta þingvetri í nefndinni og báru þar hæst mikilvægar breytingar á útlendingalögum sem loksins fengu afgreiðslu þingsins. Breytingarnar eiga að auka skilvirkni í kerfinu og koma í veg fyrir misnotkun. Þær breytingar sem gerðar voru á lögunum eru nú að koma fram í kerfinu og sitt sýnist hverjum um það eins og gengur. Það er einörð skoðun mín að það sé mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að læra af reynslu nágrannaþjóðanna og eðlilegt að kerfið sé sambærilegt því sem þar þekkist. Dómsmálaráðherra hefur boðað frekari breytingar á lögunum og við munum takast á við þennan málaflokk af festu og mannúð. Fjöldi fólks hefur leitað til Íslands á síðustu misserum og flestir fengið hér skjól. Nú er mikilvægt að við einbeitum okkar að því að hugsa vel um það fólk sem þegar hefur fengið vernd og aðstoða það fólk tilþátttöku í íslensku samfélagi. Setjum menntamálin á oddinn Menntakerfið spilar risastórt hlutverk í þegar kemur að góðri aðlögun að íslensku samfélagi. Rúmlega 10 þúsund börn á grunnskólaaldri eru af erlendum uppruna. Framtíð þeirra og tækifæri hér á landi eru að stórum hluta undir því komin hvernig okkur tekst til við menntun þeirra. Þetta er að sjálfsögðu gríðarlega krefjandi verkefni fyrir skólana okkar, sérstaklega þar sem verkefni skólanna eru ærin fyrir. Almennt eru íslenskir grunnskólar að vinna þrekvirki á hverjum degi, en þrátt fyrir það er námsárangur íslenskra barna ekki nægjanlega góður í alþjóðlegum samanburði. Grunnskólarnir eru vel fjármagnaðir í alþjóðlegum samanburði og því er lausnin ekki fólgin í auknu fjármagni. Nauðsynlegt er að bæta árangur grunnskólanema námslega, en einnig eru vísbendingar um að andlegri líðan ungmenna sé ábótavant. Vitað er að drengir eiga sérstaklega erfitt uppdráttar í skólakerfinu og við verðum að finna leiðir til þess að koma betur til móts við þá. Á sama tíma er kvíði ungra stúlkna í hæstu hæðum. Að mínu viti eru þetta mikilvægustu verkefni okkar á næstu misserum, að hlúa að börnunum okkar og að við finnum leiðir til að bjóða þeim upp á framúrskarandi menntakerfi. Það er von mín að þingheimur geti sameinast um að setja þessi mikilvægu mál á oddinn á komandi þingvetri. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Bryndís Haraldsdóttir Flóttafólk á Íslandi Skóla - og menntamál Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þingveturinn er hafinn. Þingmenn hafa að frá þingsetningu keppst við að leggja fram þau mál sem þeir hafa unnið að í sumar og strax hefur fjöldi þingmannamála verið lagður fyrir þingið. Ráðherrar mæta jafnframt með þingmálaskrár sínar og eru þessa daganna að kynna þær fyrir viðkomandi þingnefndum. Ljóst er að metnaður ráðherra er mikill, en reynslan sínir okkur að ekki koma öll mál fram til þingsins og þaðan af síður næst að afgreiða þau öll. Almenningur telur eðlilega að þingsalurinn sem sýnt er svo reglulega frá í fréttum sé þungamiðja þingstarfanna en svo er alls ekki. Raunverulega vinnan fer öll fram í þingnefndunum þar sem þingmenn kynna sér málin til hlítar, fjöldi umsagna berst um málin og margir gestir koma og fylgja umsögnum sínum eftir. Í nefndunum á sér stað fagleg og pólitísk vinna, sem svo birtist í þingsal þegar málin koma aftur til umræðu og atkvæðagreiðslu. Þegar fréttamenn hafa spurt mig hver ég telji stóru málin verða á þessum þingvetri þá hef ég sagt að efnahagsmálin séu allt umlykjandi. Mikilvægast núna fyrir alla, bæði heimilin og atvinnulífið, er að ná niður verðbólgu. Á þinginu birtist það helst í fjárlagafrumvarpinu þar sem gerð er rík krafa til aðhalds í ríkisrekstrinum. Ráðherrar þurfa að vera duglegir að forgangsraða í sínum málaflokkum og þingið verður að veita raunverulegt aðhald, bæði ráðherrum og undirstofnunum ráðuneytanna. Festa, raunsæi og mannúð í málefnum fólks á flótta En án efa munu mörg mál verða afgreidd á yfirstandandi þingi sem hafa veruleg áhrif á íslenskt samfélag. Okkar sem sitjum í allsherjar- og menntmálanefnd bíður fjöldi mála frá dómsmálaráðherra, mennta- og barnamálaráðherra, ráðherra háskólamála, forsætisráðherra og menningarráðherra. Segja má að málefni dómsmálaráðherra hafi verið allt um lykjandi á síðasta þingvetri í nefndinni og báru þar hæst mikilvægar breytingar á útlendingalögum sem loksins fengu afgreiðslu þingsins. Breytingarnar eiga að auka skilvirkni í kerfinu og koma í veg fyrir misnotkun. Þær breytingar sem gerðar voru á lögunum eru nú að koma fram í kerfinu og sitt sýnist hverjum um það eins og gengur. Það er einörð skoðun mín að það sé mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að læra af reynslu nágrannaþjóðanna og eðlilegt að kerfið sé sambærilegt því sem þar þekkist. Dómsmálaráðherra hefur boðað frekari breytingar á lögunum og við munum takast á við þennan málaflokk af festu og mannúð. Fjöldi fólks hefur leitað til Íslands á síðustu misserum og flestir fengið hér skjól. Nú er mikilvægt að við einbeitum okkar að því að hugsa vel um það fólk sem þegar hefur fengið vernd og aðstoða það fólk tilþátttöku í íslensku samfélagi. Setjum menntamálin á oddinn Menntakerfið spilar risastórt hlutverk í þegar kemur að góðri aðlögun að íslensku samfélagi. Rúmlega 10 þúsund börn á grunnskólaaldri eru af erlendum uppruna. Framtíð þeirra og tækifæri hér á landi eru að stórum hluta undir því komin hvernig okkur tekst til við menntun þeirra. Þetta er að sjálfsögðu gríðarlega krefjandi verkefni fyrir skólana okkar, sérstaklega þar sem verkefni skólanna eru ærin fyrir. Almennt eru íslenskir grunnskólar að vinna þrekvirki á hverjum degi, en þrátt fyrir það er námsárangur íslenskra barna ekki nægjanlega góður í alþjóðlegum samanburði. Grunnskólarnir eru vel fjármagnaðir í alþjóðlegum samanburði og því er lausnin ekki fólgin í auknu fjármagni. Nauðsynlegt er að bæta árangur grunnskólanema námslega, en einnig eru vísbendingar um að andlegri líðan ungmenna sé ábótavant. Vitað er að drengir eiga sérstaklega erfitt uppdráttar í skólakerfinu og við verðum að finna leiðir til þess að koma betur til móts við þá. Á sama tíma er kvíði ungra stúlkna í hæstu hæðum. Að mínu viti eru þetta mikilvægustu verkefni okkar á næstu misserum, að hlúa að börnunum okkar og að við finnum leiðir til að bjóða þeim upp á framúrskarandi menntakerfi. Það er von mín að þingheimur geti sameinast um að setja þessi mikilvægu mál á oddinn á komandi þingvetri. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun