Hvaða snillingur fann þetta upp? Jón Daníelsson skrifar 30. september 2023 20:00 Dóttir mín er fíkill. Eftir nokkur ár á götunni fékk hún úthlutað íbúð hjá Félagsbústöðum. Hún fékk skráningu sem öryrki og af því leiðir að TR greiðir henni mánaðarlega eitthvað yfir 300 þúsund á mánuði inn á bankareikning til frjálsrar ráðstöfunar. Þessir peningar duga vel til að greiða lága húsaleigu, sem hún gerir auðvitað ekki. Hún er fíkill. Það sem eftir verður dugar ljómandi vel til að greiða reikninga fyrir rafmagn og hita, sem hún gerir auðvitað ekki. Hún er fíkill. Fyrir þessa peninga er líka gert ráð fyrir að hún kaupi sér eitthvað að éta, sem hún gerir sjaldnast. Hún er fíkill. Fimmtudaginn 28. september var hún útskrifuð af Landspítalanum með lögregluvaldi. Hún fékk með sér göngugrind, sem átti víst að gegna því hlutverki að styðja hana upp stigann að leiguíbúðinni hjá Félagsbústöðum, sem er á fjórðu hæð í lyftulausu húsi. Þegar ég nefndi þetta við doktorinn, sneri hann sér að fíklinum í sjúkrarúminu og sagði: „Heldurðu að þú getir ekki hökt upp stigann.“ Ég heyrði ekkert spurningarmerki í röddinni. Undanfarinn mánuð hef ég reynt að fá þessa dóttur mína flutta í íbúð, þar sem hún gæti mögulega komist inn með aðstöð göngugrindar. Ég var ekki virtur viðlits, fyrr en sama dag og lögreglan færði hana út af Landspítalunum í hjólastól, sem öryggisvörður gerði síðan upptækan. Þennan sama dag gekk ég inn í starfsstöð Velverferðarráðs Reykjavíkur, settist niður og tilkynnti að út færi ég ekki án skýringa. Ég var búinn að tala við vegg í vel á annan mánuð. Þegar mér var nú loksins nóg boðið og fór í þetta setuverkfall, kom í ljós að auðvitað er biðlisti eftir íbúðaskiptum. Og þótt formleg umsókn liggi fyrir, kemst dóttir mín ekki einu sinni á þann biðlista fyrr en hún er búin að gera upp milljónaskuld sína við Félagsbústaði. Með hvaða peningum? Ef við reynum að draga þetta saman og máta við veruleikann, sýnist mér að aðferðafræðin sem við beitum til að þjónusta fárveika fíkla sé nokkurn veginn þessi: Við sjáum þeim ekki fyrir húsnæði, rafmagni né upphitun. Við gefum þeim ekki að éta. Og við sjáum þeim að sjálfsögðu ekki fyrir fíkniefnum. En við afhendum þeim fúslega peninga til að fíkniefnakaupa á svörtum markaði. Nú mega allir verða eins hissa og þeir vilja á þeirri sérvisku fíkla að kaupa sér dóp fyrir húsaleigu- og matarpeningana. Útborgunin frá TR dugar fíklunum að vísu ekki nema í nokkra daga. Eftir það þurfa þeir að sjá fyrir brýnustu lífsnauðsynjum sínum – sem að sjálfsögðu eru fíkniefnin - með ýmiskonar minniháttar verktakastarfsemi svo sem þjófnaði, innbrotum eða vændi. En það er allt í besta lagi, því við höfum líka byggt upp þetta fína fangelsiskerfi. Að vísu lenda fíklarnir líka á biðlista þar. Maður tekur auðvitað ofan fyrir þeim snillingi sem fann upp þetta kerfi. Hver var það eiginlega? Veit það einhver? Höfundur er aldraður faðir miðaldra fíkils. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Sjá meira
Dóttir mín er fíkill. Eftir nokkur ár á götunni fékk hún úthlutað íbúð hjá Félagsbústöðum. Hún fékk skráningu sem öryrki og af því leiðir að TR greiðir henni mánaðarlega eitthvað yfir 300 þúsund á mánuði inn á bankareikning til frjálsrar ráðstöfunar. Þessir peningar duga vel til að greiða lága húsaleigu, sem hún gerir auðvitað ekki. Hún er fíkill. Það sem eftir verður dugar ljómandi vel til að greiða reikninga fyrir rafmagn og hita, sem hún gerir auðvitað ekki. Hún er fíkill. Fyrir þessa peninga er líka gert ráð fyrir að hún kaupi sér eitthvað að éta, sem hún gerir sjaldnast. Hún er fíkill. Fimmtudaginn 28. september var hún útskrifuð af Landspítalanum með lögregluvaldi. Hún fékk með sér göngugrind, sem átti víst að gegna því hlutverki að styðja hana upp stigann að leiguíbúðinni hjá Félagsbústöðum, sem er á fjórðu hæð í lyftulausu húsi. Þegar ég nefndi þetta við doktorinn, sneri hann sér að fíklinum í sjúkrarúminu og sagði: „Heldurðu að þú getir ekki hökt upp stigann.“ Ég heyrði ekkert spurningarmerki í röddinni. Undanfarinn mánuð hef ég reynt að fá þessa dóttur mína flutta í íbúð, þar sem hún gæti mögulega komist inn með aðstöð göngugrindar. Ég var ekki virtur viðlits, fyrr en sama dag og lögreglan færði hana út af Landspítalunum í hjólastól, sem öryggisvörður gerði síðan upptækan. Þennan sama dag gekk ég inn í starfsstöð Velverferðarráðs Reykjavíkur, settist niður og tilkynnti að út færi ég ekki án skýringa. Ég var búinn að tala við vegg í vel á annan mánuð. Þegar mér var nú loksins nóg boðið og fór í þetta setuverkfall, kom í ljós að auðvitað er biðlisti eftir íbúðaskiptum. Og þótt formleg umsókn liggi fyrir, kemst dóttir mín ekki einu sinni á þann biðlista fyrr en hún er búin að gera upp milljónaskuld sína við Félagsbústaði. Með hvaða peningum? Ef við reynum að draga þetta saman og máta við veruleikann, sýnist mér að aðferðafræðin sem við beitum til að þjónusta fárveika fíkla sé nokkurn veginn þessi: Við sjáum þeim ekki fyrir húsnæði, rafmagni né upphitun. Við gefum þeim ekki að éta. Og við sjáum þeim að sjálfsögðu ekki fyrir fíkniefnum. En við afhendum þeim fúslega peninga til að fíkniefnakaupa á svörtum markaði. Nú mega allir verða eins hissa og þeir vilja á þeirri sérvisku fíkla að kaupa sér dóp fyrir húsaleigu- og matarpeningana. Útborgunin frá TR dugar fíklunum að vísu ekki nema í nokkra daga. Eftir það þurfa þeir að sjá fyrir brýnustu lífsnauðsynjum sínum – sem að sjálfsögðu eru fíkniefnin - með ýmiskonar minniháttar verktakastarfsemi svo sem þjófnaði, innbrotum eða vændi. En það er allt í besta lagi, því við höfum líka byggt upp þetta fína fangelsiskerfi. Að vísu lenda fíklarnir líka á biðlista þar. Maður tekur auðvitað ofan fyrir þeim snillingi sem fann upp þetta kerfi. Hver var það eiginlega? Veit það einhver? Höfundur er aldraður faðir miðaldra fíkils.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun