Börn mega ekki falla á milli skips og bryggju Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 2. október 2023 09:01 Ég heiti Alma Ýr Ingólfsdóttir, ég hef starfað í sjö ár sem lögfræðingur og sérfræðingur í málefnum og réttindum fatlaðs fólks á skrifstofu ÖBÍ. Ég býð mig fram til formanns ÖBÍ réttindasamtaka á aðalfundi samtakanna núna í október. Ég hef sýnt það í mínu starfi að ég get starfað og náð árangri í að vinna fyrir hagsmunum fatlaðs fólks. Á næstu dögum mun ég kynna mínar megináherslur nái ég kjöri sem formaður. Megináherslur Íslenskt stjórnvöld þurfa að grípa fyrr inn í hjá fötluðum börnum. Burt með biðlista og tryggjum að enginn dragist aftur úr. Hvergi verði gefið eftir í þeirri kröfu að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna umréttindi fatlaðs fólks. Besti árangur næst með góðri samvinnu og samtali við stjórnvöld, stofnanir og samfélagið. Við stöndum á staðreyndum og stefnumálum – en ekki í stríði. ÖBÍ þarf að starfa vel með sínum aðildarfélögum og hlusta á þeirra sjónarmið. Inngilding fatlaðs fólks á vinnumarkað er lykilatriði – með atvinnulífi og verkalýðshreyfingunni vinnum við gegn fordómum og með aukinni þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu. Í okkur felast tækifæri og ávinningur. Skilningur stjórnvalda á fötlun innan skortir. Ósýnileg fötlun og langvinnir sjúkdómar virðast ekki teljast með. Því þarf að breyta. Framfærsla er grundvöllur lífs. Við getum ekki sætt okkur við sem samfélag, aukna fátækt og stéttaskiptingu sem hefur áhrif á öll. Fyrsta áherslumálið mitt eru málefni fatlaðra barna og ungmenna Við þurfum að tryggja snemmtæka íhlutun fyrir börnin okkar og grípa inn í áður en í óefni er komið, tryggja tækifæri fatlaðra barna, ungmenna og ungs fólks til jafns við aðra. Við verðum að berjast gegn allt of löngum biðlistum og tryggja skilning á nauðsyn þjónustunnar, sem kemur í veg fyrir að börnin okkar heltist úr lest jafnaldra sinna. Slíkt hefur alvarlegar afleiðingar. Ólíðandi er að börn séu að bíða í allt að tvö ár eftir tiltekinni greiningu en eftir greiningu tekur við annars konar bið eftir viðeigandi þjónustu. Líðan, ástand og óvissa getur haft óafturkræfar afleiðingar fyrir börnin sem og fjölskyldur þeirra. Við eigum sögu um fötluð börn sem stjórnvöld sinntu ekki sem skildi og urðu síðar viðfangsefni annarra kerfa og samfélagsins. Við eigum ekki að samþykkja samfélag þar sem viðgengst að börn falli á milli skips og bryggju á endalausum biðlista eftir greiningu, eftir meðferð, eða viðeigandi stuðningi. Höfundur er lögfræðingur og í kjöri til formanns ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Félagasamtök Alma Ýr Ingólfsdóttir Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Ég heiti Alma Ýr Ingólfsdóttir, ég hef starfað í sjö ár sem lögfræðingur og sérfræðingur í málefnum og réttindum fatlaðs fólks á skrifstofu ÖBÍ. Ég býð mig fram til formanns ÖBÍ réttindasamtaka á aðalfundi samtakanna núna í október. Ég hef sýnt það í mínu starfi að ég get starfað og náð árangri í að vinna fyrir hagsmunum fatlaðs fólks. Á næstu dögum mun ég kynna mínar megináherslur nái ég kjöri sem formaður. Megináherslur Íslenskt stjórnvöld þurfa að grípa fyrr inn í hjá fötluðum börnum. Burt með biðlista og tryggjum að enginn dragist aftur úr. Hvergi verði gefið eftir í þeirri kröfu að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna umréttindi fatlaðs fólks. Besti árangur næst með góðri samvinnu og samtali við stjórnvöld, stofnanir og samfélagið. Við stöndum á staðreyndum og stefnumálum – en ekki í stríði. ÖBÍ þarf að starfa vel með sínum aðildarfélögum og hlusta á þeirra sjónarmið. Inngilding fatlaðs fólks á vinnumarkað er lykilatriði – með atvinnulífi og verkalýðshreyfingunni vinnum við gegn fordómum og með aukinni þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu. Í okkur felast tækifæri og ávinningur. Skilningur stjórnvalda á fötlun innan skortir. Ósýnileg fötlun og langvinnir sjúkdómar virðast ekki teljast með. Því þarf að breyta. Framfærsla er grundvöllur lífs. Við getum ekki sætt okkur við sem samfélag, aukna fátækt og stéttaskiptingu sem hefur áhrif á öll. Fyrsta áherslumálið mitt eru málefni fatlaðra barna og ungmenna Við þurfum að tryggja snemmtæka íhlutun fyrir börnin okkar og grípa inn í áður en í óefni er komið, tryggja tækifæri fatlaðra barna, ungmenna og ungs fólks til jafns við aðra. Við verðum að berjast gegn allt of löngum biðlistum og tryggja skilning á nauðsyn þjónustunnar, sem kemur í veg fyrir að börnin okkar heltist úr lest jafnaldra sinna. Slíkt hefur alvarlegar afleiðingar. Ólíðandi er að börn séu að bíða í allt að tvö ár eftir tiltekinni greiningu en eftir greiningu tekur við annars konar bið eftir viðeigandi þjónustu. Líðan, ástand og óvissa getur haft óafturkræfar afleiðingar fyrir börnin sem og fjölskyldur þeirra. Við eigum sögu um fötluð börn sem stjórnvöld sinntu ekki sem skildi og urðu síðar viðfangsefni annarra kerfa og samfélagsins. Við eigum ekki að samþykkja samfélag þar sem viðgengst að börn falli á milli skips og bryggju á endalausum biðlista eftir greiningu, eftir meðferð, eða viðeigandi stuðningi. Höfundur er lögfræðingur og í kjöri til formanns ÖBÍ réttindasamtaka.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun