Klingjandi málmur og hvellandi bjalla Árný Björg Blandon skrifar 2. október 2023 10:31 Mikið rosalega er erfitt að sitja undir öllum þáttum og fréttapistlum þar sem verið er að ræða við ráðherra og þingmenn stjórnarflokkana. Ég segi oft upphátt við skerminn sem þau birtast á „Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af þér og þínu fólki því launin þín standa vel undir öllum kröfum, þörfum og óskum“. Þetta eru manneskjurnar sem kosnar eru til að standa með samlöndum sínum og sjá til þess að enginn líði skort, en gera það ekki fyrir alla. Bara suma og þessir sumir eru yfirleitt fólk sem hefur ekki áhyggjur af framtíðinni fjárhagslega og eru í góðum málum.En, þau eru ekki síst kosin til að sjá um að fólk í þessu landi komist af skammarlaust. Hafi húsnæði, geti borgað húsnæðislánin og átt afgang fyrir allt hitt. Matinn, sjúkrakostnað, tómstundir barnanna sinna, geta boðið fólki í mat, ferðast um, bæði innanlands og utan ofl. Á það ekki að vera hið eðlilegasta líf?Allt þetta upptalda hér fyrir ofan hefur ríkisstjórnin sjálf engar áhyggjur af því að við greiðum þeim meira en nóg til að njóta þess alls og rúmlega það.Ég er alls ekki á móti því að ráðherrar og þingmenn fái góð laun. En, mismunurinn er svo gríðarlegur hjá þeim og mörgum sem greiða þeim launin með sköttunum sínum sem eru að sliga allt of marga.Þau geta haldið stór matarboð, farið í glæsiferðir til útlanda, leyft börnunum sínum að njóta þess að læra það sem hugurinn girnist, greitt sjúkrakostnaðinn þegar þarf og ég væri ekki hissa þótt þau ættu sín húsnæði skuldlaust og bíla fyrir hvern og einn sem er með bílpróf á heimilinu. Sumir geta ekki einu sinni verslað sér eina bifreið fyrir sitt heimili.Það er stór hluti Íslendinga sem líður rosalega illa og hefur það ekki gott. Þau þurfa að horfa á skertu launin sín, ofurháuskattana sem færa þau niður í ástand sem þau ráða ekki við. Að hafa í sig og á, vera áhyggjulaus og frjáls. Að þurfa ekki að horfa í augu barnanna sinna og segja „Nei, við höfum ekki efni á því“.Margt ungt fólk sem loksins gátu keypt sér íbúð en gæti það ekki í dag, hefur nú áhyggjur af því að geta ekki borgað húsnæðislánin án þess að þeirra daglega viðurværi skerðist því vextir hafa hækkað fram úr öllu hófi og getu til að borga þau ásamt því að lifa þokkalegu lífi. Áhyggjur af því að missa húsnæðið sitt veldur mörgum kvíða og skerðir þannig lífsgæðin.Sagt er af ráðherrum að vanskil af húsnæðislánum hafi ekki aukist. Svona setningar eru klingjandi málmur og hvellandi bjalla því fólk er að reyna að standa sig gagnvart afborgunum til bankanna til að halda í húsnæðið sitt. Á móti þurfa þau að skera niður ýmislegt sem þau voru vön að geta eða langar til að gera en verða nú að skoða hverja krónu. Hætta að fara á leiksýningar, í bíó, sund, út að borða, utanlandsferðir, halda upp á afmæli og allt hitt. Það er orðinn lúxus fyrir marga í dag. En ríkisstjórnin vill greinilega ekki sjá það. Bara að lánin séu greidd, þá er allt í fínu lagi frá þeirra hálfu séð.Það er sama hver málin eru, hvað er rætt, hvernig talað er um að gera nú eitthvað, einhvern tímann, fólk bíður eftir lausn og frelsi. Þau eru ábyrg, ríkisstjórnin,sem við eigum að geta treyst á.Öryrkjar og eldri borgarar sem eiga að fá að lifa sem best og öruggast, hafa það mjög mörg sem verst. Það er ekki eðlilegt og býr til ljóta stéttaskiptingu í landinu okkar og er algjört sinnuleysi og ábyrgðarleysi af hendi ríkisstjórnarinnar.Ég spyr mig oft, hvernig sofa þessir ráðamenn og konur á nóttunni? Og hvernig geta þau ekki skammast sín fyrir neðan allar hellur fyrir kosningaloforð sem eru gefin fyrir kosningar og fólk lítur til. Loforðin sem skipta þau mestu máli verða flest að engu. Svik, prettir, græðgi og blinda verða leiðandi afl.Í dag skoðar maður að kjósa ekki eða skila auðu til að mótmæla og koma þeim skilaboðum til flokkanna að það virðist vera sama hver þeirra kemst í stjórn, þeir falla allir í sömu gryfju þegar sest er í stólana. Þau bregðast fólkinu sem treysti á þau.Þetta er ástand sem Góða bókin, Biblían, kallar „klingjandi málm og hvellandi bjöllu“. Ærandi og óþolandi. Höfundur starfar við textaritun og þýðingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árný Björg Blandon Mest lesið Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið rosalega er erfitt að sitja undir öllum þáttum og fréttapistlum þar sem verið er að ræða við ráðherra og þingmenn stjórnarflokkana. Ég segi oft upphátt við skerminn sem þau birtast á „Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af þér og þínu fólki því launin þín standa vel undir öllum kröfum, þörfum og óskum“. Þetta eru manneskjurnar sem kosnar eru til að standa með samlöndum sínum og sjá til þess að enginn líði skort, en gera það ekki fyrir alla. Bara suma og þessir sumir eru yfirleitt fólk sem hefur ekki áhyggjur af framtíðinni fjárhagslega og eru í góðum málum.En, þau eru ekki síst kosin til að sjá um að fólk í þessu landi komist af skammarlaust. Hafi húsnæði, geti borgað húsnæðislánin og átt afgang fyrir allt hitt. Matinn, sjúkrakostnað, tómstundir barnanna sinna, geta boðið fólki í mat, ferðast um, bæði innanlands og utan ofl. Á það ekki að vera hið eðlilegasta líf?Allt þetta upptalda hér fyrir ofan hefur ríkisstjórnin sjálf engar áhyggjur af því að við greiðum þeim meira en nóg til að njóta þess alls og rúmlega það.Ég er alls ekki á móti því að ráðherrar og þingmenn fái góð laun. En, mismunurinn er svo gríðarlegur hjá þeim og mörgum sem greiða þeim launin með sköttunum sínum sem eru að sliga allt of marga.Þau geta haldið stór matarboð, farið í glæsiferðir til útlanda, leyft börnunum sínum að njóta þess að læra það sem hugurinn girnist, greitt sjúkrakostnaðinn þegar þarf og ég væri ekki hissa þótt þau ættu sín húsnæði skuldlaust og bíla fyrir hvern og einn sem er með bílpróf á heimilinu. Sumir geta ekki einu sinni verslað sér eina bifreið fyrir sitt heimili.Það er stór hluti Íslendinga sem líður rosalega illa og hefur það ekki gott. Þau þurfa að horfa á skertu launin sín, ofurháuskattana sem færa þau niður í ástand sem þau ráða ekki við. Að hafa í sig og á, vera áhyggjulaus og frjáls. Að þurfa ekki að horfa í augu barnanna sinna og segja „Nei, við höfum ekki efni á því“.Margt ungt fólk sem loksins gátu keypt sér íbúð en gæti það ekki í dag, hefur nú áhyggjur af því að geta ekki borgað húsnæðislánin án þess að þeirra daglega viðurværi skerðist því vextir hafa hækkað fram úr öllu hófi og getu til að borga þau ásamt því að lifa þokkalegu lífi. Áhyggjur af því að missa húsnæðið sitt veldur mörgum kvíða og skerðir þannig lífsgæðin.Sagt er af ráðherrum að vanskil af húsnæðislánum hafi ekki aukist. Svona setningar eru klingjandi málmur og hvellandi bjalla því fólk er að reyna að standa sig gagnvart afborgunum til bankanna til að halda í húsnæðið sitt. Á móti þurfa þau að skera niður ýmislegt sem þau voru vön að geta eða langar til að gera en verða nú að skoða hverja krónu. Hætta að fara á leiksýningar, í bíó, sund, út að borða, utanlandsferðir, halda upp á afmæli og allt hitt. Það er orðinn lúxus fyrir marga í dag. En ríkisstjórnin vill greinilega ekki sjá það. Bara að lánin séu greidd, þá er allt í fínu lagi frá þeirra hálfu séð.Það er sama hver málin eru, hvað er rætt, hvernig talað er um að gera nú eitthvað, einhvern tímann, fólk bíður eftir lausn og frelsi. Þau eru ábyrg, ríkisstjórnin,sem við eigum að geta treyst á.Öryrkjar og eldri borgarar sem eiga að fá að lifa sem best og öruggast, hafa það mjög mörg sem verst. Það er ekki eðlilegt og býr til ljóta stéttaskiptingu í landinu okkar og er algjört sinnuleysi og ábyrgðarleysi af hendi ríkisstjórnarinnar.Ég spyr mig oft, hvernig sofa þessir ráðamenn og konur á nóttunni? Og hvernig geta þau ekki skammast sín fyrir neðan allar hellur fyrir kosningaloforð sem eru gefin fyrir kosningar og fólk lítur til. Loforðin sem skipta þau mestu máli verða flest að engu. Svik, prettir, græðgi og blinda verða leiðandi afl.Í dag skoðar maður að kjósa ekki eða skila auðu til að mótmæla og koma þeim skilaboðum til flokkanna að það virðist vera sama hver þeirra kemst í stjórn, þeir falla allir í sömu gryfju þegar sest er í stólana. Þau bregðast fólkinu sem treysti á þau.Þetta er ástand sem Góða bókin, Biblían, kallar „klingjandi málm og hvellandi bjöllu“. Ærandi og óþolandi. Höfundur starfar við textaritun og þýðingar.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun