Fjölga myndavélum og nýta sér gervigreindartækni betur Atli Ísleifsson skrifar 3. október 2023 08:19 Gunnar Strömmer, dómsmálaráðherra Svíþjóðar. EPA Sænsk yfirvöld munu ráðast í sérstaka „eftirlitsmyndavélasókn“ og notast verður við gervigreind í auknum mæli í baráttunni við að glæpagengin og kveða niður þá ofbeldisöldu sem nú ríður yfir Svíþjóð. Þetta sagði Gunnar Strömmer, dómsmálaráðherra Svíþjóðar, á blaðamannafundi í morgun þar sem hann var mættur ásamt fulltrúum frá hinum stjórnarflokkunum og stuðningsflokki stjórnarinnar, Svíþjóðardemókrötum. „Myndavélarnar gegna lykilhlutverki í svona stöðu,“ sagði Strömmer. Hann sagði að eftirlitsmyndavélum muni fjölga mikið og þá verði þeim lagabreytingum sem ráðast þurfi í í tengslum við eftirlitsmyndavélar hraðað. Myndavélum lögreglu í almannarýminu verði þannig fjölgað um 2.500 á næsta ári, í stað 1.600 líkt og fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. „Í því umhverfi þar sem sífellt færri þora að ræða við lögreglu er þörfin á tæknilegum sönnunargögnum mikil og skiptir sköpum. Við höfum séð að öryggismyndavélar gegna lykilhlutverki,“ sagði Strömmer. Ráðherrann sagði sömuleiðis þær lagabreytingar sem ráðast þurfi í muni skila sér í að hægt verði að nýta gervigreind til að bera kennsl á einstaklinga á upptökum þannig að auðveldara verði að hafa uppi á glæpamönnum. Sjálfvirkur aflestur á bílnúmerum verður einnig nýtt tól sem muni nýtast lögreglu. Lagabreytingar fela einnig í sér að lögregla mun fá auknar heimildir til að nýta dróna og aðgang að upptökum úr vegamyndavélum samgönguyfirvalda. Svíþjóð Tengdar fréttir Baráttan við glæpagengin: Börn taka fjögur ár á kassann til að verða hundraðkall Afleiðingar átaka innan hins alræmda Foxtrot-glæpagengis og átaka liðsmanna þeirra við önnur glæpagengi hafa skotið Svíum skelk í bringu á síðustu mánuðum. Forsætisráðherra landsins segir ástandið fordæmalaust og stöðuna grafalvarlega. Stigmögnun árása glæpagengja er svo mikil að Svíum er fyrir löngu hætt að standa á sama. Börn afplána með glöðu geði fjögur ár í fangelsi til að afla sér virðingar. 29. september 2023 14:26 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Þetta sagði Gunnar Strömmer, dómsmálaráðherra Svíþjóðar, á blaðamannafundi í morgun þar sem hann var mættur ásamt fulltrúum frá hinum stjórnarflokkunum og stuðningsflokki stjórnarinnar, Svíþjóðardemókrötum. „Myndavélarnar gegna lykilhlutverki í svona stöðu,“ sagði Strömmer. Hann sagði að eftirlitsmyndavélum muni fjölga mikið og þá verði þeim lagabreytingum sem ráðast þurfi í í tengslum við eftirlitsmyndavélar hraðað. Myndavélum lögreglu í almannarýminu verði þannig fjölgað um 2.500 á næsta ári, í stað 1.600 líkt og fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. „Í því umhverfi þar sem sífellt færri þora að ræða við lögreglu er þörfin á tæknilegum sönnunargögnum mikil og skiptir sköpum. Við höfum séð að öryggismyndavélar gegna lykilhlutverki,“ sagði Strömmer. Ráðherrann sagði sömuleiðis þær lagabreytingar sem ráðast þurfi í muni skila sér í að hægt verði að nýta gervigreind til að bera kennsl á einstaklinga á upptökum þannig að auðveldara verði að hafa uppi á glæpamönnum. Sjálfvirkur aflestur á bílnúmerum verður einnig nýtt tól sem muni nýtast lögreglu. Lagabreytingar fela einnig í sér að lögregla mun fá auknar heimildir til að nýta dróna og aðgang að upptökum úr vegamyndavélum samgönguyfirvalda.
Svíþjóð Tengdar fréttir Baráttan við glæpagengin: Börn taka fjögur ár á kassann til að verða hundraðkall Afleiðingar átaka innan hins alræmda Foxtrot-glæpagengis og átaka liðsmanna þeirra við önnur glæpagengi hafa skotið Svíum skelk í bringu á síðustu mánuðum. Forsætisráðherra landsins segir ástandið fordæmalaust og stöðuna grafalvarlega. Stigmögnun árása glæpagengja er svo mikil að Svíum er fyrir löngu hætt að standa á sama. Börn afplána með glöðu geði fjögur ár í fangelsi til að afla sér virðingar. 29. september 2023 14:26 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Baráttan við glæpagengin: Börn taka fjögur ár á kassann til að verða hundraðkall Afleiðingar átaka innan hins alræmda Foxtrot-glæpagengis og átaka liðsmanna þeirra við önnur glæpagengi hafa skotið Svíum skelk í bringu á síðustu mánuðum. Forsætisráðherra landsins segir ástandið fordæmalaust og stöðuna grafalvarlega. Stigmögnun árása glæpagengja er svo mikil að Svíum er fyrir löngu hætt að standa á sama. Börn afplána með glöðu geði fjögur ár í fangelsi til að afla sér virðingar. 29. september 2023 14:26