Skokkarinn lagði Reykjavíkurborg með minnsta mun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. október 2023 16:14 Hringtorg við Ánanaust í Vesturbæ Reykjavíkur. Hlaupastígurinn var hluti af hlaupaleið mannsins úr vinnunni. Vísir/Vilhelm Starfsmaður Reykjavíkurborgar á rétt á slysabótum vegna slyss sem varð þegar hann hljóp heim til sín úr vinnunni. Þrír dómarar Hæstaréttar voru á þessari skoðun en tveir á móti. Þótt skokkarinn hefði ekki farið stystu leið heim þá hefði hún ekki verið úr hófi löng og réttlætanleg þar sem leiðin var um göngustíga. Það var árið 2018 sem ekið var á starfsmanninn á gangbraut við Ánanaust nærri Granda í Reykjavík. Hann hafði gert samgöngusamning við Reykjavíkurborg sem fól í sér að hann lofaði að nota vistvænan samgöngumáta á leið til og frá vinnu. Starfsmaðurinn kaus að ganga til vinnu frá heimili sínu á Hagamel og í vinnuna í Laugardal. Á heimleiðinni skokkaði hann rúmlega níu kílómetra leið frá vinnustaðnum í Laugardal, eftir göngustíg á Sæbraut, út á Eiðistorg á Seltjarnarnesi og svo þaðan að heimili sínu við Hagamel. Borgin taldi leiðina óeðlilega Maðurinn fór fram á greiðslu slysabóta vegna líkamstjóns úr hendi borgarinnar en deilt var um hvort að við uppgjör skyldi fara eftir reglum um slys í starfi eða utan starfs. Reykjavíkurborg taldi manninn ekki geta talist hafa verið á eðlilegri leið frá vinnu að heimili heldur verið að sinna heilsurækt eða áhugamáli í frítíma. Borgin var sýknuð af kröfu mannsins í héraði en Landsréttur sneri hins vegar dómnum og var Reykjavíkurborg dæmd til að greiða manninum 5,7 milljónir króna. Borgin sóttist í kjölfarið eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Sératkvæði dómara Meirihluti Hæstaréttar komst að þeirri niðurstöðu að greiða bæri starfsmanninum bætur á grundvelli reglna um slys sem starfsmenn verða fyrir í starfi þar sem talið var að hann hefði verið á eðlilegri leið frá vinnustað til heimilis þegar hann varð fyrir slysinu. Enda hafi leiðin sem hann hljóp ekki verið úr hófi löng og ekkert rof orðið á ferð hans. Gefa yrði þeim sem kjósa að hlaupa eða ganga milli vinnustaðar og heimilis svigrúm til að velja sér leið sem henti þeim ferðamáta. Það kæmi ekki fram í reglum um slys að starfsmenn borgarinnar yrðu að velja stystu eða beinustu leið. Starfsmaðurinn hefði kosið að hlaupa á göngu- og hlaupastígum fremur en gangstéttum umferðargatna. Tveir dómenda, Benedikt Bogason og Karl Axelsson, skiluðu sératkvæði og töldu að slysið hefði verið réttilega gert upp á grundvelli reglna um slys sem starfsmenn verða fyrir utan starfs þar sem sú leið sem starfsmaðurinn kaus að fara hefði ekki verið nauðsynlegur liður í ferð hans milli vinnustaðar og heimilis. Dómsmál Vinnuslys Reykjavík Hlaup Tryggingar Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira
Það var árið 2018 sem ekið var á starfsmanninn á gangbraut við Ánanaust nærri Granda í Reykjavík. Hann hafði gert samgöngusamning við Reykjavíkurborg sem fól í sér að hann lofaði að nota vistvænan samgöngumáta á leið til og frá vinnu. Starfsmaðurinn kaus að ganga til vinnu frá heimili sínu á Hagamel og í vinnuna í Laugardal. Á heimleiðinni skokkaði hann rúmlega níu kílómetra leið frá vinnustaðnum í Laugardal, eftir göngustíg á Sæbraut, út á Eiðistorg á Seltjarnarnesi og svo þaðan að heimili sínu við Hagamel. Borgin taldi leiðina óeðlilega Maðurinn fór fram á greiðslu slysabóta vegna líkamstjóns úr hendi borgarinnar en deilt var um hvort að við uppgjör skyldi fara eftir reglum um slys í starfi eða utan starfs. Reykjavíkurborg taldi manninn ekki geta talist hafa verið á eðlilegri leið frá vinnu að heimili heldur verið að sinna heilsurækt eða áhugamáli í frítíma. Borgin var sýknuð af kröfu mannsins í héraði en Landsréttur sneri hins vegar dómnum og var Reykjavíkurborg dæmd til að greiða manninum 5,7 milljónir króna. Borgin sóttist í kjölfarið eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Sératkvæði dómara Meirihluti Hæstaréttar komst að þeirri niðurstöðu að greiða bæri starfsmanninum bætur á grundvelli reglna um slys sem starfsmenn verða fyrir í starfi þar sem talið var að hann hefði verið á eðlilegri leið frá vinnustað til heimilis þegar hann varð fyrir slysinu. Enda hafi leiðin sem hann hljóp ekki verið úr hófi löng og ekkert rof orðið á ferð hans. Gefa yrði þeim sem kjósa að hlaupa eða ganga milli vinnustaðar og heimilis svigrúm til að velja sér leið sem henti þeim ferðamáta. Það kæmi ekki fram í reglum um slys að starfsmenn borgarinnar yrðu að velja stystu eða beinustu leið. Starfsmaðurinn hefði kosið að hlaupa á göngu- og hlaupastígum fremur en gangstéttum umferðargatna. Tveir dómenda, Benedikt Bogason og Karl Axelsson, skiluðu sératkvæði og töldu að slysið hefði verið réttilega gert upp á grundvelli reglna um slys sem starfsmenn verða fyrir utan starfs þar sem sú leið sem starfsmaðurinn kaus að fara hefði ekki verið nauðsynlegur liður í ferð hans milli vinnustaðar og heimilis.
Dómsmál Vinnuslys Reykjavík Hlaup Tryggingar Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira