Danskir ellilífeyrisþegar mala gull á megrunarlyfjum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. október 2023 13:29 Novo Nordisk er verðmætasta fyrirtæki Evrópu og Danir njóta vel. EPA-EFE/LISELOTTE SABROE Ofsagróði danska lyfjafyrirtækisins Novo Nordisk vegna sölu þess á megrunalyfinu Wegovy mun hafa gríðarleg áhrif á efnahagslegan uppgang í Danmörku og mikinn gróða í för með sér fyrir fjölmarga Dani sem eru hluthafar í fyrirtækinu. Hagfræðingur segir þó ýmsar hættur felast í ástandinu fyrir efnahag Dana. Þetta kemur fram í umfjöllun Reuters fréttaveitunnar sem gerir ofsagróða NovoNordisk að umfjöllunarefni sínu. Þar er haft eftir danska hagfræðingnum Lars Christensen að það sé í raun líkt og Danir hafi fundið gull. Eins og fram hefur komið njóta lyfin gríðarlegra vinsælda og er Novo Nordisk nú verðmætasta fyrirtæki Evrópu. Wegovy er notað sem meðferð við sykursýki 2 og offitu en lyfið dregur úr hungurtilfinningu þannig að fólk borðar minna. Lyf fyrirtækisins Ozempic og Saxenda hafa svipaða virkni og njóta einnig gríðarlegra vinsælda. „Við höfum einfaldlega fundið gullæð,“ hefur Reuters eftir Lars Christiansen, hagfræðingi. Hann segir dönsku þjóðina njóta ávaxta hagnaðar fyrirtækisins sérstaklega mikið þar sem gríðarlegur fjöldi landsmanna eigi hlut í fyrirtækinu. „En í því er jafnframt fólgin gríðarlega mikil áhætta. Bæði vegna þess að um er að ræða stærsta fyrirtækið á hlutabréfamarkaði en líka út af áhrifum þess á samfélagið okkar,“ hefur Reuters eftir hagfræðingnum. Hann segir áhrif velgengni fyrirtækisins á danskt samfélag ótvíræð og nefnir sem dæmi fjölda eldri borgara sem séu hluthafar í fyrirtækinu. Hlutabréf í fyrirtækinu hafa þrefaldast í verði síðan megrunarlyfið kom út í júní 2021. Danmörk Heilbrigðismál Lyf Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun Reuters fréttaveitunnar sem gerir ofsagróða NovoNordisk að umfjöllunarefni sínu. Þar er haft eftir danska hagfræðingnum Lars Christensen að það sé í raun líkt og Danir hafi fundið gull. Eins og fram hefur komið njóta lyfin gríðarlegra vinsælda og er Novo Nordisk nú verðmætasta fyrirtæki Evrópu. Wegovy er notað sem meðferð við sykursýki 2 og offitu en lyfið dregur úr hungurtilfinningu þannig að fólk borðar minna. Lyf fyrirtækisins Ozempic og Saxenda hafa svipaða virkni og njóta einnig gríðarlegra vinsælda. „Við höfum einfaldlega fundið gullæð,“ hefur Reuters eftir Lars Christiansen, hagfræðingi. Hann segir dönsku þjóðina njóta ávaxta hagnaðar fyrirtækisins sérstaklega mikið þar sem gríðarlegur fjöldi landsmanna eigi hlut í fyrirtækinu. „En í því er jafnframt fólgin gríðarlega mikil áhætta. Bæði vegna þess að um er að ræða stærsta fyrirtækið á hlutabréfamarkaði en líka út af áhrifum þess á samfélagið okkar,“ hefur Reuters eftir hagfræðingnum. Hann segir áhrif velgengni fyrirtækisins á danskt samfélag ótvíræð og nefnir sem dæmi fjölda eldri borgara sem séu hluthafar í fyrirtækinu. Hlutabréf í fyrirtækinu hafa þrefaldast í verði síðan megrunarlyfið kom út í júní 2021.
Danmörk Heilbrigðismál Lyf Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira