Leyfin og tíminn Jóna Bjarnadóttir skrifar 6. október 2023 10:01 Ferli leyfisveitinga vegna orkuvinnslu er í ólestri. Afgreiðsla leyfa tekur allt of langan tíma. Eðlilegur eða æskilegur afgreiðslutími hefur sjaldnast verið skilgreindur fyrirfram og stofnun eða stjórnvaldi því nánast í sjálfsvald sett hversu langan tíma afgreiðslan tekur. Við þurfum skýrar málsmeðferðarreglur sem hvíla á skýrri lagastoð. Og við þurfum að hætta að senda sömu gögnin oft til sömu aðila sem gefa ítrekað umsögn um sama verkefnið. Við hjá Landsvirkjun vitum af langri reynslu að frá því að við kynnum virkjunaráform og þar til virkjun verður að veruleika líða fjölmörg ár. Þeim tíma er svo sannarlega ekki öllum illa varið. Mikilvægt er að eiga formlegt samtal við hagaðila um útfærslur þar sem öll hafa tækifæri til að koma sjónarmiðum á framfæri. Ferlið skilar okkur alltaf dýrmætum ábendingum um hvernig draga megi úr neikvæðum áhrifum á umhverfi og náttúru og hvernig auka megi jákvæð samfélagsleg áhrif. Hin hliðin á löngu leyfisveitingaferli er að mánuðum og árum er hreinlega kastað á glæ á meðan verkefni bíða þess að stjórnvöld og stofnanir ljúki umfjöllun um þau. Fjölmargir aðilar koma að leyfisveitingum, veita umsagnir og koma með ábendingar um það sem betur má fara. Ferlið er að sama skapi afskaplega endurtekningasamt, við sendum sömu eða mjög sambærileg gögn inn til margra og má segja að sami leikurinn sé leikinn margoft, því oftast fara sömu aðilar yfir sömu gögnin, annað hvort sem leyfisveitendur eða umsagnaraðilar. Ferlið er gríðarlega flókið og umfangsmikið fyrir alla þátttakendur þess, stofnanir, sveitarfélög og hagaðila. 12 ár í besta falli Helstu stoðirnar undir byggingu virkjunar, hvort sem er vegna virkjunar vatns, vinds eða jarðvarma, eru rammaáætlun, mat á umhverfisáhrifum og skipulag sveitarfélaga, þá bætist virkjunarleyfi Orkustofnunar við og loks framkvæmdaleyfi sveitarfélaga. Ef allt gengur eins og best verður á kosið miðað við núverandi lög og reglur þá getur þetta ferli skemmst tekið um 12 ár, þ.e. frá því að virkjun er lögð inn til umfjöllunar í rammaáætlun og þar til hún er gangsett. Það tekur sem sagt 3 kjörtímabil að undirbúa og byggja virkjun eins og kerfið okkar er byggt upp núna. Á því tímabili geta setið þrjár mismunandi ríkisstjórnir og þrjár mismunandi sveitarstjórnir. Það má hins vegar ekki hafa í för með sér að þrisvar sinnum þurfi að hefja ferlið að nýju, með tilheyrandi töfum. Tafirnar hafa verið ærnar upp á síðkastið, það hefur hægst á stjórnsýslunni, vinnsla erinda tekur sífellt lengri tíma og í þeim tilvikum sem lög þó kveða á um ákveðna tímafresti hefur verið farið langt fram yfir þá. Tökum vatnsaflsvirkjunina Hvammsvirkjun og vindmyllulundinn Búrfellslund sem dæmi: Hvammsvirkjun var fyrst lögð fram til umfjöllunar í rammaáætlun árið 1999, eða fyrir 24 árum. Hún hefur nú farið í gegnum ferlið þrisvar sinnum og alltaf verið raðað í orkunýtingarflokk af verkefnistjórn og faghópum. Mati á umhverfisáhrifum lauk með úrskurði ráðherra árið 2004. Árið 2008 vorum við komin svo langt að bjóða út vélbúnað, en efnahagshrun og sú staðreynd að áform Alcan um stækkun í Straumsvík gengu ekki eftir leiddu til samdráttar í eftirspurn. Ekki var hægt að setja undirbúning Hvammsvirkjunar aftur á skrið þegar efnahagsástandið fór að batna þar sem Alþingi setti virkjunina í biðflokk á meðan könnuð voru betur áhrif á laxinn í Þjórsá. Niðurstaða þeirrar vinnu var að réttlætanlegt væri að færa virkjunina í orkunýtingarflokk á nýjan leik og það var gert 2015. Þá hófst leyfisumsóknarferlið á ný. Virkjunin var þá þegar komin á aðalskipulag sveitarfélaganna en fara þurfti í nýtt mat á umhverfisáhrifum að hluta. Ferlið hefur að mestu gengið eftir áætlun en þó verður að geta þess að Skipulagsstofnun tók auka 4 mánuði í að afgreiða álit um umhverfismatið og Orkustofnun, sem afgreiðir virkjunarleyfi alla jafna á 4 mánuðum, tók af einhverjum ástæðum rúma 18 mánuði að þessu sinni. Enn er beðið lokaleyfanna sem til þarf og þá loks er hægt að ráðast í byggingu virkjunarinnar sem tekur a.m.k. þrjú ár. Hvammsvirkjun tekur vonandi til starfa áður en liðnir eru 3 áratugir frá því að hún kom fyrst til umfjöllunar í rammaáætlun. Búrfellslundur var lagður inn til umfjöllunar í rammaáætlun árið 2013, fyrir 10 árum. Við sóttum strax um leyfi til rannsókna á svæðinu og hófum mat á umhverfisáhrifum, með það í huga að vinna okkur í haginn og stytta undirbúningstímann. Þar fór hins vegar svo að Alþingi afgreiddi ekki rammaáætlun í 5 ár svo í stað þess að niðurstaða lægi fyrir 2017 var það ekki fyrr en árið 2022. Búrfellslundur var þá settur í orkunýtingarflokk. Við vonuðumst til að skipulagsmál gengju hratt og vel, en vegna deilna sveitarfélaga við ríkið um tekjuskiptingu hafa orðið tafir þar. Ekki er hægt að veita virkjunar- eða framkvæmdaleyfi fyrr en virkjunin hefur verið staðfest á skipulagi. Sú töf sem þegar hefur orðið mun seinka framkvæmdum um heilt ár. Spaðar vindmyllanna verða vonandi farnir að snúast undir árslok 2026. Stefnan skýr en framkvæmdin ekki Orkuþörf til náinnar framtíðar verður ekki uppfyllt nema með nýjum virkjunum samhliða bættri nýtingu auðlinda. Aukið framboð raforku er nauðsynlegt til að tryggja orkuöryggi, ná loftslagsmarkmiðum og knýja áfram orkuskipti. Einnig til að mæta vaxandi orkuþörf samfélagsins, fólksfjölgun og grænni atvinnuuppbyggingu. Stjórnvöld hafa samþykkt stefnu um sjálfbæra orkuframtíð Íslands 2050, sett metnaðarfull markmið um að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti árið 2040 og um samdrátt í losun til ársins 2030. Það er ekki mikill tími til stefnu og því mikilvægt að halda vel á spöðunum því undirbúningur og uppbygging virkjana er vandasamt verk sem tekur langan tíma. Stefna stjórnvalda er skýr, en á sama tíma hefur afgreiðslutími leyfa lengst svo um munar á síðustu árum án þess að breytingar á lögum eða reglum hafi stuðlað að þeim töfum. Við eigum að gera miklar kröfur um vönduð vinnubrögð við virkjun endurnýjanlegu orkunnar okkar. Það er hins vegar engan veginn eðlilegt að sá undirbúningur taki jafn langan tíma og raun ber vitni fyrir virkjunarkosti sem hafa verið samþykktir af Alþingi í orkunýtingarflokk. Nánar verður fjallað um leyfisveitingamál vegna virkjana á Haustfundi Landsvirkjunar miðvikudaginn 11. október, sjá Landsvirkjun.is Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Bjarnadóttir Landsvirkjun Orkumál Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ferli leyfisveitinga vegna orkuvinnslu er í ólestri. Afgreiðsla leyfa tekur allt of langan tíma. Eðlilegur eða æskilegur afgreiðslutími hefur sjaldnast verið skilgreindur fyrirfram og stofnun eða stjórnvaldi því nánast í sjálfsvald sett hversu langan tíma afgreiðslan tekur. Við þurfum skýrar málsmeðferðarreglur sem hvíla á skýrri lagastoð. Og við þurfum að hætta að senda sömu gögnin oft til sömu aðila sem gefa ítrekað umsögn um sama verkefnið. Við hjá Landsvirkjun vitum af langri reynslu að frá því að við kynnum virkjunaráform og þar til virkjun verður að veruleika líða fjölmörg ár. Þeim tíma er svo sannarlega ekki öllum illa varið. Mikilvægt er að eiga formlegt samtal við hagaðila um útfærslur þar sem öll hafa tækifæri til að koma sjónarmiðum á framfæri. Ferlið skilar okkur alltaf dýrmætum ábendingum um hvernig draga megi úr neikvæðum áhrifum á umhverfi og náttúru og hvernig auka megi jákvæð samfélagsleg áhrif. Hin hliðin á löngu leyfisveitingaferli er að mánuðum og árum er hreinlega kastað á glæ á meðan verkefni bíða þess að stjórnvöld og stofnanir ljúki umfjöllun um þau. Fjölmargir aðilar koma að leyfisveitingum, veita umsagnir og koma með ábendingar um það sem betur má fara. Ferlið er að sama skapi afskaplega endurtekningasamt, við sendum sömu eða mjög sambærileg gögn inn til margra og má segja að sami leikurinn sé leikinn margoft, því oftast fara sömu aðilar yfir sömu gögnin, annað hvort sem leyfisveitendur eða umsagnaraðilar. Ferlið er gríðarlega flókið og umfangsmikið fyrir alla þátttakendur þess, stofnanir, sveitarfélög og hagaðila. 12 ár í besta falli Helstu stoðirnar undir byggingu virkjunar, hvort sem er vegna virkjunar vatns, vinds eða jarðvarma, eru rammaáætlun, mat á umhverfisáhrifum og skipulag sveitarfélaga, þá bætist virkjunarleyfi Orkustofnunar við og loks framkvæmdaleyfi sveitarfélaga. Ef allt gengur eins og best verður á kosið miðað við núverandi lög og reglur þá getur þetta ferli skemmst tekið um 12 ár, þ.e. frá því að virkjun er lögð inn til umfjöllunar í rammaáætlun og þar til hún er gangsett. Það tekur sem sagt 3 kjörtímabil að undirbúa og byggja virkjun eins og kerfið okkar er byggt upp núna. Á því tímabili geta setið þrjár mismunandi ríkisstjórnir og þrjár mismunandi sveitarstjórnir. Það má hins vegar ekki hafa í för með sér að þrisvar sinnum þurfi að hefja ferlið að nýju, með tilheyrandi töfum. Tafirnar hafa verið ærnar upp á síðkastið, það hefur hægst á stjórnsýslunni, vinnsla erinda tekur sífellt lengri tíma og í þeim tilvikum sem lög þó kveða á um ákveðna tímafresti hefur verið farið langt fram yfir þá. Tökum vatnsaflsvirkjunina Hvammsvirkjun og vindmyllulundinn Búrfellslund sem dæmi: Hvammsvirkjun var fyrst lögð fram til umfjöllunar í rammaáætlun árið 1999, eða fyrir 24 árum. Hún hefur nú farið í gegnum ferlið þrisvar sinnum og alltaf verið raðað í orkunýtingarflokk af verkefnistjórn og faghópum. Mati á umhverfisáhrifum lauk með úrskurði ráðherra árið 2004. Árið 2008 vorum við komin svo langt að bjóða út vélbúnað, en efnahagshrun og sú staðreynd að áform Alcan um stækkun í Straumsvík gengu ekki eftir leiddu til samdráttar í eftirspurn. Ekki var hægt að setja undirbúning Hvammsvirkjunar aftur á skrið þegar efnahagsástandið fór að batna þar sem Alþingi setti virkjunina í biðflokk á meðan könnuð voru betur áhrif á laxinn í Þjórsá. Niðurstaða þeirrar vinnu var að réttlætanlegt væri að færa virkjunina í orkunýtingarflokk á nýjan leik og það var gert 2015. Þá hófst leyfisumsóknarferlið á ný. Virkjunin var þá þegar komin á aðalskipulag sveitarfélaganna en fara þurfti í nýtt mat á umhverfisáhrifum að hluta. Ferlið hefur að mestu gengið eftir áætlun en þó verður að geta þess að Skipulagsstofnun tók auka 4 mánuði í að afgreiða álit um umhverfismatið og Orkustofnun, sem afgreiðir virkjunarleyfi alla jafna á 4 mánuðum, tók af einhverjum ástæðum rúma 18 mánuði að þessu sinni. Enn er beðið lokaleyfanna sem til þarf og þá loks er hægt að ráðast í byggingu virkjunarinnar sem tekur a.m.k. þrjú ár. Hvammsvirkjun tekur vonandi til starfa áður en liðnir eru 3 áratugir frá því að hún kom fyrst til umfjöllunar í rammaáætlun. Búrfellslundur var lagður inn til umfjöllunar í rammaáætlun árið 2013, fyrir 10 árum. Við sóttum strax um leyfi til rannsókna á svæðinu og hófum mat á umhverfisáhrifum, með það í huga að vinna okkur í haginn og stytta undirbúningstímann. Þar fór hins vegar svo að Alþingi afgreiddi ekki rammaáætlun í 5 ár svo í stað þess að niðurstaða lægi fyrir 2017 var það ekki fyrr en árið 2022. Búrfellslundur var þá settur í orkunýtingarflokk. Við vonuðumst til að skipulagsmál gengju hratt og vel, en vegna deilna sveitarfélaga við ríkið um tekjuskiptingu hafa orðið tafir þar. Ekki er hægt að veita virkjunar- eða framkvæmdaleyfi fyrr en virkjunin hefur verið staðfest á skipulagi. Sú töf sem þegar hefur orðið mun seinka framkvæmdum um heilt ár. Spaðar vindmyllanna verða vonandi farnir að snúast undir árslok 2026. Stefnan skýr en framkvæmdin ekki Orkuþörf til náinnar framtíðar verður ekki uppfyllt nema með nýjum virkjunum samhliða bættri nýtingu auðlinda. Aukið framboð raforku er nauðsynlegt til að tryggja orkuöryggi, ná loftslagsmarkmiðum og knýja áfram orkuskipti. Einnig til að mæta vaxandi orkuþörf samfélagsins, fólksfjölgun og grænni atvinnuuppbyggingu. Stjórnvöld hafa samþykkt stefnu um sjálfbæra orkuframtíð Íslands 2050, sett metnaðarfull markmið um að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti árið 2040 og um samdrátt í losun til ársins 2030. Það er ekki mikill tími til stefnu og því mikilvægt að halda vel á spöðunum því undirbúningur og uppbygging virkjana er vandasamt verk sem tekur langan tíma. Stefna stjórnvalda er skýr, en á sama tíma hefur afgreiðslutími leyfa lengst svo um munar á síðustu árum án þess að breytingar á lögum eða reglum hafi stuðlað að þeim töfum. Við eigum að gera miklar kröfur um vönduð vinnubrögð við virkjun endurnýjanlegu orkunnar okkar. Það er hins vegar engan veginn eðlilegt að sá undirbúningur taki jafn langan tíma og raun ber vitni fyrir virkjunarkosti sem hafa verið samþykktir af Alþingi í orkunýtingarflokk. Nánar verður fjallað um leyfisveitingamál vegna virkjana á Haustfundi Landsvirkjunar miðvikudaginn 11. október, sjá Landsvirkjun.is Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar