Messi sagði ungum leikmanni Inter að ganga meira Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. október 2023 23:31 Messi er þekktur fyrir að spara hlaupin fyrir þau augnablik þegar hann er með boltann við tærnar. Lintao Zhang/Getty Images Lionel Messi er án alls efa einn albesti knattspyrnumaður sögunnar og mögulega einn besti íþróttamaður sögunnar sömuleiðis. Það kom því verulega á óvart þegar David Beckham opinberaði hvaða ráð Messi gaf ungum leikmönnum Inter Miami á dögunum. Messi sagði ungum leikmönnum Inter að ganga meira Hinn 36 ára gamli Messi spilar með Inter Miami í MLS-deildinni í Bandaríkjunum eftir að hafa gert garðinn frægan í Katalóníu áður en haldið var til Parísar. Undir lok veru sinnar hjá Barcelona, sem og með landsliði Argentínu, var Messi talinn ganga fullmikið á meðan leik stóð. Það kom þó ekki að sök þar sem Barcelona vann hvern titilinn á fætur öðrum þökk sé hetjudáðum Messi. Sömu sögu var ekki að segja um landsliðsferil hans, það er fyrr en í desember á síðasta ári. Þá var Messi mættu til París Saint-Germain og farinn að ganga enn meira á meðan leik stóð. Hann hélt því áfram með landsliðinu en það kom ekki að sök þar sem Argentína fór alla leið og stóð uppi sem heimsmeistari eftir ævintýralegan sigur á Frakklandi í úrslitum. The coldest walk in football history #Messi pic.twitter.com/4gGr1VdkQi— Ankur (@AnkurMessi_) August 18, 2023 Það var svo síðasta sumar sem Messi fór til Inter á Miami. Hann hefur spilað frábærlega með liðinu og lyft því verulega upp. Hann er þó enn gangandi á meðan leik stendur og það var einmitt ráð hans til ungra leikmanna, að ganga meira. Þetta opinberaði David Beckham, einn af eigendum félagins. Beckham sagði að einn af efnilegustu leikmönnum liðsins hafi verið spurður út í hvað væri besta ráð sem Messi hefði gefið honum. „Hann sagði mér að ganga meira, þá sér maður leikinn betur,“ á Messi að hafa sagt við drenginn. David Beckham says that Messi told one of the academy kids to 'walk more, because you see more' pic.twitter.com/S1UxEcUPY7— ESPN FC (@ESPNFC) October 4, 2023 Beckham sá fyndnu hliðina á þessu en vonast þó eflaust eftir að drengirnir í akademíu félagsins hætti ekki alfarið að hlaupa því það er ljóst að lið vinna ekki marga fótboltaleiki ef allir leikmenn liðsins spila á gönguhraða. Fótbolti Bandaríski fótboltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Sjá meira
Messi sagði ungum leikmönnum Inter að ganga meira Hinn 36 ára gamli Messi spilar með Inter Miami í MLS-deildinni í Bandaríkjunum eftir að hafa gert garðinn frægan í Katalóníu áður en haldið var til Parísar. Undir lok veru sinnar hjá Barcelona, sem og með landsliði Argentínu, var Messi talinn ganga fullmikið á meðan leik stóð. Það kom þó ekki að sök þar sem Barcelona vann hvern titilinn á fætur öðrum þökk sé hetjudáðum Messi. Sömu sögu var ekki að segja um landsliðsferil hans, það er fyrr en í desember á síðasta ári. Þá var Messi mættu til París Saint-Germain og farinn að ganga enn meira á meðan leik stóð. Hann hélt því áfram með landsliðinu en það kom ekki að sök þar sem Argentína fór alla leið og stóð uppi sem heimsmeistari eftir ævintýralegan sigur á Frakklandi í úrslitum. The coldest walk in football history #Messi pic.twitter.com/4gGr1VdkQi— Ankur (@AnkurMessi_) August 18, 2023 Það var svo síðasta sumar sem Messi fór til Inter á Miami. Hann hefur spilað frábærlega með liðinu og lyft því verulega upp. Hann er þó enn gangandi á meðan leik stendur og það var einmitt ráð hans til ungra leikmanna, að ganga meira. Þetta opinberaði David Beckham, einn af eigendum félagins. Beckham sagði að einn af efnilegustu leikmönnum liðsins hafi verið spurður út í hvað væri besta ráð sem Messi hefði gefið honum. „Hann sagði mér að ganga meira, þá sér maður leikinn betur,“ á Messi að hafa sagt við drenginn. David Beckham says that Messi told one of the academy kids to 'walk more, because you see more' pic.twitter.com/S1UxEcUPY7— ESPN FC (@ESPNFC) October 4, 2023 Beckham sá fyndnu hliðina á þessu en vonast þó eflaust eftir að drengirnir í akademíu félagsins hætti ekki alfarið að hlaupa því það er ljóst að lið vinna ekki marga fótboltaleiki ef allir leikmenn liðsins spila á gönguhraða.
Fótbolti Bandaríski fótboltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Sjá meira