Frú Ragnheiður á ferðinni í 14 ár Sólveig Gísladóttir skrifar 6. október 2023 12:01 14 ár eru liðin síðan sjálfboðaliðar Frú Ragnheiðar keyrðu af stað á fyrstu vakt verkefnisins, en nafnið Frú Ragnheiður er til heiðurs Ragnheiðar Guðmundsdóttur, sem var ein af stofnendum kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins. Fyrstu árin fór starfsemin fram í hjólhýsi sem keyrði um götur höfuðborgarsvæðisins tvö kvöld í viku. Síðan þá hefur verkefnið stækkað ört en í dag er það starfrækt á þremur stöðum á landinu; höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og á Suðurnesjum. Hjólhýsið heyrir sögunni til en þjónustan er í dag rekin í sérútbúnum bílum þar sem sjálfboðaliðar standa vaktina sex kvöld vikunnar og þjónusta árlega um 700 manns. Skaðaminnkandi hugmyndafræði leggur áherslu á að mæta einstaklingum á þeim stað sem þau eru með bæði skilning og virðingu að leiðarljósi og veita notendamiðaða þjónustu. Þannig hafa þau sem nýta sér þjónustu Frú Ragnheiðar tekið þátt í þróun og mótun verkefnisins í gegnum árin. Frú Ragnheiður þjónustar bæði stóran og fjölbreyttan hóp þar sem flest eiga það sameiginlegt að kljást við þungan og flókinn vímuefnavanda og/eða heimilisleysi. Samfélagið hefur í gegnum árin átt erfitt með að horfast í augu við þá staðreynd að á litla Íslandi séu einstaklingar sem glíma við vanda sem þennan og hefur oft og tíðum lokað augum sínum gagnvart þeim og um leið ýtt hópnum út á jaðar samfélagsins. Hræðsla og fordómar virðast oft hafa fengið að stýra ferðinni en náungakærleikur og mannúð hafa orðið eftir eða gleymst — en flest þeirra sem leita til Frú Ragnheiðar tala reglulega um að upplifa sig sjaldan eða aldrei samþykkt af samfélaginu. Eitt meginmarkmið Frú Ragnheiðar hefur frá upphafi verið að fólk upplifi einmitt þennan náungakærleika og mannúð en það er magnað að heyra fólk tala um það traust og öryggi sem myndast hefur aftan í sendiferðabíl. Traust og öryggi sem byggt er á hlustun, skilningi og fordómalausu viðmóti sjálfboðaliða. Skaðaminnkun hefur hægt og rólega rutt sér til rúms, samfélagið um leið orðið skilningsríkara gagnvart stöðu þeirra einstaklinga sem glíma við vímuefnavanda og heimilisleysi og æ fleiri gera sér grein fyrir gagnsemi skaðaminnkandi nálgunar. Undanfarið hefur borið meira á að einstaklingar sem tilheyra þessum jaðarsetta hópi hafa stigið fram, látið í sér heyra og barist fyrir sínu plássi og tilverurétti. Að þeirra þörfum sé mætt og þau fái nauðsynlega þjónustu eins og önnur, þrátt fyrir vímuefnanotkun sína. Einstaklingar hafa stigið fram í fjölmiðlum og sýnt skýrt fram á það mikla úrræðaleysi sem þau standa frammi fyrir og þá einkum sára vöntun á starfandi neyslurými í landinu. Staðan í dag er nefnilega sú að þau sem glíma við heimilisleysi hafa í fá hús að venda yfir daginn og þar með engan öruggan stað til að vera á né stað til að nota vímuefnin sín. Þau neyðast til að berskjalda sig í almenningsrýmum og nota þar vímuefni í ótryggum og óhreinum aðstæðum. Líkt og í Frú Ragnheiði, þar sem notendamiðuð þjónusta og notendasamráð hefur verið haft að leiðarljósi í 14 ár, skulum við hlusta á rödd þeirra sem þurfa brýnast á þjónustunni að halda og opna staðbundið, varanlegt neyslurými sem allra fyrst. Við hlökkum til að þróa skaðaminnkandi þjónustu enn frekar á komandi árum og þökkum um leið það traust sem notendur þjónustu Frú Ragnheiðar hafa sýnt okkur daglega síðastliðin 14 ár. Sjálfboðaliðum verkefnisins þökkum við sérstaklega fyrir að standa alltaf vaktina og samfélaginu fyrir ómetanlegan stuðning. Bjartsýn lítum við fram á veginn og á komandi ár. Áfram skaðaminnkun! Höfundur er verkefnastýra í Frú Ragnheiði, skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins á Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
14 ár eru liðin síðan sjálfboðaliðar Frú Ragnheiðar keyrðu af stað á fyrstu vakt verkefnisins, en nafnið Frú Ragnheiður er til heiðurs Ragnheiðar Guðmundsdóttur, sem var ein af stofnendum kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins. Fyrstu árin fór starfsemin fram í hjólhýsi sem keyrði um götur höfuðborgarsvæðisins tvö kvöld í viku. Síðan þá hefur verkefnið stækkað ört en í dag er það starfrækt á þremur stöðum á landinu; höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og á Suðurnesjum. Hjólhýsið heyrir sögunni til en þjónustan er í dag rekin í sérútbúnum bílum þar sem sjálfboðaliðar standa vaktina sex kvöld vikunnar og þjónusta árlega um 700 manns. Skaðaminnkandi hugmyndafræði leggur áherslu á að mæta einstaklingum á þeim stað sem þau eru með bæði skilning og virðingu að leiðarljósi og veita notendamiðaða þjónustu. Þannig hafa þau sem nýta sér þjónustu Frú Ragnheiðar tekið þátt í þróun og mótun verkefnisins í gegnum árin. Frú Ragnheiður þjónustar bæði stóran og fjölbreyttan hóp þar sem flest eiga það sameiginlegt að kljást við þungan og flókinn vímuefnavanda og/eða heimilisleysi. Samfélagið hefur í gegnum árin átt erfitt með að horfast í augu við þá staðreynd að á litla Íslandi séu einstaklingar sem glíma við vanda sem þennan og hefur oft og tíðum lokað augum sínum gagnvart þeim og um leið ýtt hópnum út á jaðar samfélagsins. Hræðsla og fordómar virðast oft hafa fengið að stýra ferðinni en náungakærleikur og mannúð hafa orðið eftir eða gleymst — en flest þeirra sem leita til Frú Ragnheiðar tala reglulega um að upplifa sig sjaldan eða aldrei samþykkt af samfélaginu. Eitt meginmarkmið Frú Ragnheiðar hefur frá upphafi verið að fólk upplifi einmitt þennan náungakærleika og mannúð en það er magnað að heyra fólk tala um það traust og öryggi sem myndast hefur aftan í sendiferðabíl. Traust og öryggi sem byggt er á hlustun, skilningi og fordómalausu viðmóti sjálfboðaliða. Skaðaminnkun hefur hægt og rólega rutt sér til rúms, samfélagið um leið orðið skilningsríkara gagnvart stöðu þeirra einstaklinga sem glíma við vímuefnavanda og heimilisleysi og æ fleiri gera sér grein fyrir gagnsemi skaðaminnkandi nálgunar. Undanfarið hefur borið meira á að einstaklingar sem tilheyra þessum jaðarsetta hópi hafa stigið fram, látið í sér heyra og barist fyrir sínu plássi og tilverurétti. Að þeirra þörfum sé mætt og þau fái nauðsynlega þjónustu eins og önnur, þrátt fyrir vímuefnanotkun sína. Einstaklingar hafa stigið fram í fjölmiðlum og sýnt skýrt fram á það mikla úrræðaleysi sem þau standa frammi fyrir og þá einkum sára vöntun á starfandi neyslurými í landinu. Staðan í dag er nefnilega sú að þau sem glíma við heimilisleysi hafa í fá hús að venda yfir daginn og þar með engan öruggan stað til að vera á né stað til að nota vímuefnin sín. Þau neyðast til að berskjalda sig í almenningsrýmum og nota þar vímuefni í ótryggum og óhreinum aðstæðum. Líkt og í Frú Ragnheiði, þar sem notendamiðuð þjónusta og notendasamráð hefur verið haft að leiðarljósi í 14 ár, skulum við hlusta á rödd þeirra sem þurfa brýnast á þjónustunni að halda og opna staðbundið, varanlegt neyslurými sem allra fyrst. Við hlökkum til að þróa skaðaminnkandi þjónustu enn frekar á komandi árum og þökkum um leið það traust sem notendur þjónustu Frú Ragnheiðar hafa sýnt okkur daglega síðastliðin 14 ár. Sjálfboðaliðum verkefnisins þökkum við sérstaklega fyrir að standa alltaf vaktina og samfélaginu fyrir ómetanlegan stuðning. Bjartsýn lítum við fram á veginn og á komandi ár. Áfram skaðaminnkun! Höfundur er verkefnastýra í Frú Ragnheiði, skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins á Íslands.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun