Viðunandi framfærsla og lífskjör Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 6. október 2023 13:00 Ég býð mig fram til formanns ÖBÍ réttindasamtaka á aðalfundi samtakanna núna um helgina. Fimmta áherslumálið mitt er viðunandi framfærsla og lífskjör Fyrsta heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna er „Engin fátækt“, en þar segir að útrýma eigi fátækt í allri sinni mynd, alls staðar. Aðalinntak heimsmarkmiðanna er að engir einstaklingar eða hópar verði skildir eftir. Nú stendur yfir mikil vinna við nýtt kerfi almannatrygginga. Það er mikilvægt að rödd fatlaðs fólks sé áberandi, með tækifæri þeirra sem leiðarljós. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks á að vera rauður þráður í gegnum þá vinnu. Framfærsla er grundvöllur lífs. Staðan er sú að margt fatlað fólk og öryrkjar, fær ekki að vinna eftir getu og áhuga án þess að verða fyrir skerðingum. Það að veikjast, fatlast eða fæðast fatlaður er ekki skömm þess sem hana ber og er örorka hvorki valkvæð né eftirsóknarverð. Fatlað fólk og öryrkjar eiga að hafa sömu tækifæri til að lifa mannsæmandi lífi til jafns við aðra. Við getum ekki sætt okkur við sem samfélag, aukna fátækt og stéttaskiptingu þar sem æ fleiri geta til dæmis ekki boðið börnum sínum þátttöku í íþrótta-, félags- eða tómstundastarfi. Við getum ekki kallað samfélagið okkar velferðar- og jafnréttissamfélag nema allir njóti mannsæmandi lífs og enginn sé skilinn eftir í í fátækt. Ég vil leiða þá vinnu þar sem við sýnum stjórnvöldum fram á að betri lausnir eru fyrir hendi. Að við tryggjum rétt fatlaðs fólks og öryrkja til viðunandi lífskjara og til sífellt batnandi lífsskilyrða. Fimm áherslumál mín í formannskjöri ÖBÍ Íslenskt stjórnvöld þurfa að grípa fyrr inn í hjá fötluðum börnum. Burt með biðlista og tryggjum að enginn dragist aftur úr. Hvergi verði gefið eftir í þeirri kröfu að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Besti árangur næst með góðri samvinnu og samtali við stjórnvöld, stofnanir og samfélagið. Við stöndum á staðreyndum og stefnumálum – en ekki í stríði. ÖBÍ þarf að starfa vel með sínum aðildarfélögum og hlusta á þeirra sjónarmið. Inngilding fatlaðs fólks á vinnumarkað er lykilatriði – með atvinnulífi og verkalýðshreyfingunni vinnum við gegn fordómum og með aukinni þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu. Í okkur felast tækifæri og ávinningur. Framfærsla er grundvöllur lífs. Við getum ekki sætt okkur við sem samfélag, aukna fátækt og stéttaskiptingu sem hefur áhrif á öll. Höfundur er lögfræðingur og í kjöri til formanns ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Ýr Ingólfsdóttir Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Ég býð mig fram til formanns ÖBÍ réttindasamtaka á aðalfundi samtakanna núna um helgina. Fimmta áherslumálið mitt er viðunandi framfærsla og lífskjör Fyrsta heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna er „Engin fátækt“, en þar segir að útrýma eigi fátækt í allri sinni mynd, alls staðar. Aðalinntak heimsmarkmiðanna er að engir einstaklingar eða hópar verði skildir eftir. Nú stendur yfir mikil vinna við nýtt kerfi almannatrygginga. Það er mikilvægt að rödd fatlaðs fólks sé áberandi, með tækifæri þeirra sem leiðarljós. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks á að vera rauður þráður í gegnum þá vinnu. Framfærsla er grundvöllur lífs. Staðan er sú að margt fatlað fólk og öryrkjar, fær ekki að vinna eftir getu og áhuga án þess að verða fyrir skerðingum. Það að veikjast, fatlast eða fæðast fatlaður er ekki skömm þess sem hana ber og er örorka hvorki valkvæð né eftirsóknarverð. Fatlað fólk og öryrkjar eiga að hafa sömu tækifæri til að lifa mannsæmandi lífi til jafns við aðra. Við getum ekki sætt okkur við sem samfélag, aukna fátækt og stéttaskiptingu þar sem æ fleiri geta til dæmis ekki boðið börnum sínum þátttöku í íþrótta-, félags- eða tómstundastarfi. Við getum ekki kallað samfélagið okkar velferðar- og jafnréttissamfélag nema allir njóti mannsæmandi lífs og enginn sé skilinn eftir í í fátækt. Ég vil leiða þá vinnu þar sem við sýnum stjórnvöldum fram á að betri lausnir eru fyrir hendi. Að við tryggjum rétt fatlaðs fólks og öryrkja til viðunandi lífskjara og til sífellt batnandi lífsskilyrða. Fimm áherslumál mín í formannskjöri ÖBÍ Íslenskt stjórnvöld þurfa að grípa fyrr inn í hjá fötluðum börnum. Burt með biðlista og tryggjum að enginn dragist aftur úr. Hvergi verði gefið eftir í þeirri kröfu að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Besti árangur næst með góðri samvinnu og samtali við stjórnvöld, stofnanir og samfélagið. Við stöndum á staðreyndum og stefnumálum – en ekki í stríði. ÖBÍ þarf að starfa vel með sínum aðildarfélögum og hlusta á þeirra sjónarmið. Inngilding fatlaðs fólks á vinnumarkað er lykilatriði – með atvinnulífi og verkalýðshreyfingunni vinnum við gegn fordómum og með aukinni þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu. Í okkur felast tækifæri og ávinningur. Framfærsla er grundvöllur lífs. Við getum ekki sætt okkur við sem samfélag, aukna fátækt og stéttaskiptingu sem hefur áhrif á öll. Höfundur er lögfræðingur og í kjöri til formanns ÖBÍ réttindasamtaka.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar