Hindranir heyrnarlausra María Jonny Jóhannsdóttir skrifar 7. október 2023 15:00 Ég er 57 ára heyrnarlaus kona. Fyrsta mál mitt er táknmál. Ég er notandi táknmálstúlks og þeir hafa gert lífið mitt auðveldara í samskiptum mínum við lækna, hjúkurnarfólk og aðra umönnunaraðila sem ég þarf. Ég er ekki bara heyrnarlaus heldur fæst ég við önnur veikindi og t.d. stoðkerfisvandamál og þarf því oft að leita á náðir t.d. eins og í morgun þá þurfti ég að eiga samskipti við Endurkomudeild Landspítalans Fossvogi G3. Með mér var sjálfstæður táknmálstúlkur frá túlkaþjónustu Túlkun og tal ehf. Fyrir mig sem manneskju sem þarf oft á táknmálstúlk að halda er mikilvægt að ég sjálf geti valið hver túlkar fyrir mig á hverjum tíma. Þetta eru mín mál varðandi heilsu mína og er ég mikið upp á heilbrigðiskerfið komin til að geta átt góð samskipti við þá sem mér sinna í heilbrigðiskerfinu almennt og með alla sína sérhæfingu sem varða veikindi mín. Eftir viðtalið í morgun þá var mér úthlutaður nýr tími í endurkomu. Ég tók hann og ég vildi líka að táknmálstúlkur yrði pantaður en svarið sem ég fékk við því var að „aðeins mætti panta táknmálstúlk frá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra (SHH)“ og hvergi annarstaðar. Það kom mér svolítið í opna skjöldu þar sem ég vil að fengin sé túlkur frá Túlkun og tal ehf. Túlkar sem þar vinna er með nákvæmlega sömu háskólamenntun og túlkar sem starfa á SHH. Túlkun og Tal ehf fær greitt fyrir heilbrigðistúlkun. Samt má ekki panta þá. Ég bara skil ekki þetta ósamræmi. Val mitt á mínum nauðsynlega táknmálstúlk er einkis virt. Val mitt sem einstaklingur er líka einkis virt, út af hindrunum. Ég er 57 ára og ég er ekki sú eina sem þarf að nota táknmálstúlk við alls konar athafnir og fundi og eins og hér er fjallað um sérstaklega heilbrigðiskerfið. Það eru fleiri en ég, samt engin þúsund einstaklingar. Við erum öll að eldast, ýmis mein farin að hrjá okkur og þurfum meira á heilbrigðisþjónustu að halda. Þannig að sú heilbrigðisþjónusta með táknmálstúlkin ætti að vera okkur í boði óhindruðu og miðuð að okkar þörfum. Það er streituvaldandi að þurfa að kljást við hindranir alla daga og geta aldrei fengið frið fyrir þeim. Streita er líka viðurkennd sem afleiðing margra sjúkdóma sumra jafnvel lífshættulegra. Það hefur tekið mikið á hjá okkur, þó svo ég tali aðeins yfir mína hönd hérna að þurfa eilíft að berjast fyrir sjálfsögðum réttindum mínum og þá sérstaklega þegar kemur mikilvægum málefnum eins og því sem varða heilsu og líf mitt. Þið sem þarna sjáið um þetta mættuð endilega laga þetta og gæta jafnræðis þ.e. að égh fái að ráða hver táknmálstúlkar fyrir mig og að SHH og Túlkun og tal ehf njóti líka jafnræðis og það sé ekki neitt „megum bara panta túlk hjá SHH“. Skoðið vel okkar vilja og hafið okkur með í ráðum. Höfundur er heyrnarlaus, með stoðkerfisvandamál/fötlun. Er notandi táknmálstúlkaþjónstu og vill að fulls jafnræði sé gætt hvarvetna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Táknmál Heilbrigðismál Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er 57 ára heyrnarlaus kona. Fyrsta mál mitt er táknmál. Ég er notandi táknmálstúlks og þeir hafa gert lífið mitt auðveldara í samskiptum mínum við lækna, hjúkurnarfólk og aðra umönnunaraðila sem ég þarf. Ég er ekki bara heyrnarlaus heldur fæst ég við önnur veikindi og t.d. stoðkerfisvandamál og þarf því oft að leita á náðir t.d. eins og í morgun þá þurfti ég að eiga samskipti við Endurkomudeild Landspítalans Fossvogi G3. Með mér var sjálfstæður táknmálstúlkur frá túlkaþjónustu Túlkun og tal ehf. Fyrir mig sem manneskju sem þarf oft á táknmálstúlk að halda er mikilvægt að ég sjálf geti valið hver túlkar fyrir mig á hverjum tíma. Þetta eru mín mál varðandi heilsu mína og er ég mikið upp á heilbrigðiskerfið komin til að geta átt góð samskipti við þá sem mér sinna í heilbrigðiskerfinu almennt og með alla sína sérhæfingu sem varða veikindi mín. Eftir viðtalið í morgun þá var mér úthlutaður nýr tími í endurkomu. Ég tók hann og ég vildi líka að táknmálstúlkur yrði pantaður en svarið sem ég fékk við því var að „aðeins mætti panta táknmálstúlk frá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra (SHH)“ og hvergi annarstaðar. Það kom mér svolítið í opna skjöldu þar sem ég vil að fengin sé túlkur frá Túlkun og tal ehf. Túlkar sem þar vinna er með nákvæmlega sömu háskólamenntun og túlkar sem starfa á SHH. Túlkun og Tal ehf fær greitt fyrir heilbrigðistúlkun. Samt má ekki panta þá. Ég bara skil ekki þetta ósamræmi. Val mitt á mínum nauðsynlega táknmálstúlk er einkis virt. Val mitt sem einstaklingur er líka einkis virt, út af hindrunum. Ég er 57 ára og ég er ekki sú eina sem þarf að nota táknmálstúlk við alls konar athafnir og fundi og eins og hér er fjallað um sérstaklega heilbrigðiskerfið. Það eru fleiri en ég, samt engin þúsund einstaklingar. Við erum öll að eldast, ýmis mein farin að hrjá okkur og þurfum meira á heilbrigðisþjónustu að halda. Þannig að sú heilbrigðisþjónusta með táknmálstúlkin ætti að vera okkur í boði óhindruðu og miðuð að okkar þörfum. Það er streituvaldandi að þurfa að kljást við hindranir alla daga og geta aldrei fengið frið fyrir þeim. Streita er líka viðurkennd sem afleiðing margra sjúkdóma sumra jafnvel lífshættulegra. Það hefur tekið mikið á hjá okkur, þó svo ég tali aðeins yfir mína hönd hérna að þurfa eilíft að berjast fyrir sjálfsögðum réttindum mínum og þá sérstaklega þegar kemur mikilvægum málefnum eins og því sem varða heilsu og líf mitt. Þið sem þarna sjáið um þetta mættuð endilega laga þetta og gæta jafnræðis þ.e. að égh fái að ráða hver táknmálstúlkar fyrir mig og að SHH og Túlkun og tal ehf njóti líka jafnræðis og það sé ekki neitt „megum bara panta túlk hjá SHH“. Skoðið vel okkar vilja og hafið okkur með í ráðum. Höfundur er heyrnarlaus, með stoðkerfisvandamál/fötlun. Er notandi táknmálstúlkaþjónstu og vill að fulls jafnræði sé gætt hvarvetna.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun