Hindranir heyrnarlausra María Jonny Jóhannsdóttir skrifar 7. október 2023 15:00 Ég er 57 ára heyrnarlaus kona. Fyrsta mál mitt er táknmál. Ég er notandi táknmálstúlks og þeir hafa gert lífið mitt auðveldara í samskiptum mínum við lækna, hjúkurnarfólk og aðra umönnunaraðila sem ég þarf. Ég er ekki bara heyrnarlaus heldur fæst ég við önnur veikindi og t.d. stoðkerfisvandamál og þarf því oft að leita á náðir t.d. eins og í morgun þá þurfti ég að eiga samskipti við Endurkomudeild Landspítalans Fossvogi G3. Með mér var sjálfstæður táknmálstúlkur frá túlkaþjónustu Túlkun og tal ehf. Fyrir mig sem manneskju sem þarf oft á táknmálstúlk að halda er mikilvægt að ég sjálf geti valið hver túlkar fyrir mig á hverjum tíma. Þetta eru mín mál varðandi heilsu mína og er ég mikið upp á heilbrigðiskerfið komin til að geta átt góð samskipti við þá sem mér sinna í heilbrigðiskerfinu almennt og með alla sína sérhæfingu sem varða veikindi mín. Eftir viðtalið í morgun þá var mér úthlutaður nýr tími í endurkomu. Ég tók hann og ég vildi líka að táknmálstúlkur yrði pantaður en svarið sem ég fékk við því var að „aðeins mætti panta táknmálstúlk frá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra (SHH)“ og hvergi annarstaðar. Það kom mér svolítið í opna skjöldu þar sem ég vil að fengin sé túlkur frá Túlkun og tal ehf. Túlkar sem þar vinna er með nákvæmlega sömu háskólamenntun og túlkar sem starfa á SHH. Túlkun og Tal ehf fær greitt fyrir heilbrigðistúlkun. Samt má ekki panta þá. Ég bara skil ekki þetta ósamræmi. Val mitt á mínum nauðsynlega táknmálstúlk er einkis virt. Val mitt sem einstaklingur er líka einkis virt, út af hindrunum. Ég er 57 ára og ég er ekki sú eina sem þarf að nota táknmálstúlk við alls konar athafnir og fundi og eins og hér er fjallað um sérstaklega heilbrigðiskerfið. Það eru fleiri en ég, samt engin þúsund einstaklingar. Við erum öll að eldast, ýmis mein farin að hrjá okkur og þurfum meira á heilbrigðisþjónustu að halda. Þannig að sú heilbrigðisþjónusta með táknmálstúlkin ætti að vera okkur í boði óhindruðu og miðuð að okkar þörfum. Það er streituvaldandi að þurfa að kljást við hindranir alla daga og geta aldrei fengið frið fyrir þeim. Streita er líka viðurkennd sem afleiðing margra sjúkdóma sumra jafnvel lífshættulegra. Það hefur tekið mikið á hjá okkur, þó svo ég tali aðeins yfir mína hönd hérna að þurfa eilíft að berjast fyrir sjálfsögðum réttindum mínum og þá sérstaklega þegar kemur mikilvægum málefnum eins og því sem varða heilsu og líf mitt. Þið sem þarna sjáið um þetta mættuð endilega laga þetta og gæta jafnræðis þ.e. að égh fái að ráða hver táknmálstúlkar fyrir mig og að SHH og Túlkun og tal ehf njóti líka jafnræðis og það sé ekki neitt „megum bara panta túlk hjá SHH“. Skoðið vel okkar vilja og hafið okkur með í ráðum. Höfundur er heyrnarlaus, með stoðkerfisvandamál/fötlun. Er notandi táknmálstúlkaþjónstu og vill að fulls jafnræði sé gætt hvarvetna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Táknmál Heilbrigðismál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Ég er 57 ára heyrnarlaus kona. Fyrsta mál mitt er táknmál. Ég er notandi táknmálstúlks og þeir hafa gert lífið mitt auðveldara í samskiptum mínum við lækna, hjúkurnarfólk og aðra umönnunaraðila sem ég þarf. Ég er ekki bara heyrnarlaus heldur fæst ég við önnur veikindi og t.d. stoðkerfisvandamál og þarf því oft að leita á náðir t.d. eins og í morgun þá þurfti ég að eiga samskipti við Endurkomudeild Landspítalans Fossvogi G3. Með mér var sjálfstæður táknmálstúlkur frá túlkaþjónustu Túlkun og tal ehf. Fyrir mig sem manneskju sem þarf oft á táknmálstúlk að halda er mikilvægt að ég sjálf geti valið hver túlkar fyrir mig á hverjum tíma. Þetta eru mín mál varðandi heilsu mína og er ég mikið upp á heilbrigðiskerfið komin til að geta átt góð samskipti við þá sem mér sinna í heilbrigðiskerfinu almennt og með alla sína sérhæfingu sem varða veikindi mín. Eftir viðtalið í morgun þá var mér úthlutaður nýr tími í endurkomu. Ég tók hann og ég vildi líka að táknmálstúlkur yrði pantaður en svarið sem ég fékk við því var að „aðeins mætti panta táknmálstúlk frá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra (SHH)“ og hvergi annarstaðar. Það kom mér svolítið í opna skjöldu þar sem ég vil að fengin sé túlkur frá Túlkun og tal ehf. Túlkar sem þar vinna er með nákvæmlega sömu háskólamenntun og túlkar sem starfa á SHH. Túlkun og Tal ehf fær greitt fyrir heilbrigðistúlkun. Samt má ekki panta þá. Ég bara skil ekki þetta ósamræmi. Val mitt á mínum nauðsynlega táknmálstúlk er einkis virt. Val mitt sem einstaklingur er líka einkis virt, út af hindrunum. Ég er 57 ára og ég er ekki sú eina sem þarf að nota táknmálstúlk við alls konar athafnir og fundi og eins og hér er fjallað um sérstaklega heilbrigðiskerfið. Það eru fleiri en ég, samt engin þúsund einstaklingar. Við erum öll að eldast, ýmis mein farin að hrjá okkur og þurfum meira á heilbrigðisþjónustu að halda. Þannig að sú heilbrigðisþjónusta með táknmálstúlkin ætti að vera okkur í boði óhindruðu og miðuð að okkar þörfum. Það er streituvaldandi að þurfa að kljást við hindranir alla daga og geta aldrei fengið frið fyrir þeim. Streita er líka viðurkennd sem afleiðing margra sjúkdóma sumra jafnvel lífshættulegra. Það hefur tekið mikið á hjá okkur, þó svo ég tali aðeins yfir mína hönd hérna að þurfa eilíft að berjast fyrir sjálfsögðum réttindum mínum og þá sérstaklega þegar kemur mikilvægum málefnum eins og því sem varða heilsu og líf mitt. Þið sem þarna sjáið um þetta mættuð endilega laga þetta og gæta jafnræðis þ.e. að égh fái að ráða hver táknmálstúlkar fyrir mig og að SHH og Túlkun og tal ehf njóti líka jafnræðis og það sé ekki neitt „megum bara panta túlk hjá SHH“. Skoðið vel okkar vilja og hafið okkur með í ráðum. Höfundur er heyrnarlaus, með stoðkerfisvandamál/fötlun. Er notandi táknmálstúlkaþjónstu og vill að fulls jafnræði sé gætt hvarvetna.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun