Endurkoma Doncic til Madrid í beinni á Stöð 2 Sport í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2023 11:01 Luka Doncic er ekki bara elskaður í Dallas heldur einnig í Madrid. Getty/Ron Jenkins Það styttist í NBA deildina í körfubolta og í kvöld mun Dallas Mavericks liðið hita upp fyrir tímabilið með skemmtilegum hætti. Dallas menn eru nefnilega staddir í miðri Evrópuferð og heimsækja í kvöld spænska stórliðið Real Madrid. Heimamenn í Madrid eru mjög spenntir fyrir þessum leik enda er Luka Doncic þar að mæta sínum gömlu félögum. Doncic, sem er nú orðinn stórstjarna í NBA-deildinni, steig sín fyrstu spora á stóra sviðinu sem leikmaður Real Madrid. Real fólk lítur á hann sem sinn og hann hefur miklar taugar til félagsins. Doncic kom til Real Madrid frá Slóveníu árið 2012 þegar hann var aðeins þrettán ára. Hann skrifaði undir fimm ára samning og byrjaði að spila með unglingaliði félagsins. Hann fékk sín fyrstu tækifæri með aðalliði Real Madrid í apríl 2015 og spilaði síðan tvö heil tímabil með aðalliðinu. Luka Doncic returns to Madrid with the @dallasmavs to face his former team Real Madrid on Tuesday at 2:45pm/et on NBA TV!For more: https://t.co/oJNWEFcEco pic.twitter.com/vEmNdkMZjr— NBA (@NBA) October 9, 2023 Á lokatímabilinu, 2017-18, var hann með 16,0 stig, 4,8 fráköst og 4,3 stoðsendingar í leik í Euroleague. Hann vann Euroleague þá með Real liðinu og var valinn mikilvægasti leikmaðurinn í keppninni. Real varð einnig spænskur meistari þetta tímabil. Um sumarið fór Doncic í nýliðaval NBA og Dallas Mavericks tók hann með þriðja valrétti. Hann hefur síðan orðið betri og betri með hverju árinu og er orðinn einn allra stærsta stjarna deildarinnar í dag. Doncic er nú að hefja sitt sjötta tímabil í NBA en á síðustu leiktíð var hann með 32,4 stig, 8,6 fráköst og 8,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. Luka Doncic in his last season with Real Madrid:Liga ACB EuroLeague 12.8 PPG 16.0 PPG5.7 RPG 4.8 RPG5.0 APG 4.0 APG1.1 SPG 1.1 SPG46/28/77% 45/33/82% Became the youngest EuroLeague MVP!#MFFL pic.twitter.com/7sBVqgul1o— MFFL Muse (@MFFLMuse) October 9, 2023 Real Madrid tapaði í lokaúrslitum á móti Barcelona á síðustu leiktíð eftir að hafa unnið spænska titilinn tímabilið á undan. Stærstu stjörnur liðsins er argentínski leikstjórnandinn Facundo Campazzo, landi hans Gabriel Deck, spænsku reynsluboltarnir Rudy Fernández og Sergio Llull, Bandaríkjamaðurinn Edy Tavares, Króatinn Mario Hezonja og bosníski framherjinn Dzanan Musa. Við hlið Luka hjá Dallas er auðvitað stórstjarnan Kyrie Irving og fleiri öflugir leikmenn. Leikur Real Madrid og Dallas Mavericks í WiZink Center í Madrid hefst klukkan 18:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Back home Luka Doncic takes a walk through his old stomping grounds in Madrid Real Madrid-Mavs || Oct. 10 || 2:45pm/et || NBA TV pic.twitter.com/plI3TtTpZU— NBA (@NBA) October 9, 2023 NBA Spænski körfuboltinn Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Dallas menn eru nefnilega staddir í miðri Evrópuferð og heimsækja í kvöld spænska stórliðið Real Madrid. Heimamenn í Madrid eru mjög spenntir fyrir þessum leik enda er Luka Doncic þar að mæta sínum gömlu félögum. Doncic, sem er nú orðinn stórstjarna í NBA-deildinni, steig sín fyrstu spora á stóra sviðinu sem leikmaður Real Madrid. Real fólk lítur á hann sem sinn og hann hefur miklar taugar til félagsins. Doncic kom til Real Madrid frá Slóveníu árið 2012 þegar hann var aðeins þrettán ára. Hann skrifaði undir fimm ára samning og byrjaði að spila með unglingaliði félagsins. Hann fékk sín fyrstu tækifæri með aðalliði Real Madrid í apríl 2015 og spilaði síðan tvö heil tímabil með aðalliðinu. Luka Doncic returns to Madrid with the @dallasmavs to face his former team Real Madrid on Tuesday at 2:45pm/et on NBA TV!For more: https://t.co/oJNWEFcEco pic.twitter.com/vEmNdkMZjr— NBA (@NBA) October 9, 2023 Á lokatímabilinu, 2017-18, var hann með 16,0 stig, 4,8 fráköst og 4,3 stoðsendingar í leik í Euroleague. Hann vann Euroleague þá með Real liðinu og var valinn mikilvægasti leikmaðurinn í keppninni. Real varð einnig spænskur meistari þetta tímabil. Um sumarið fór Doncic í nýliðaval NBA og Dallas Mavericks tók hann með þriðja valrétti. Hann hefur síðan orðið betri og betri með hverju árinu og er orðinn einn allra stærsta stjarna deildarinnar í dag. Doncic er nú að hefja sitt sjötta tímabil í NBA en á síðustu leiktíð var hann með 32,4 stig, 8,6 fráköst og 8,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. Luka Doncic in his last season with Real Madrid:Liga ACB EuroLeague 12.8 PPG 16.0 PPG5.7 RPG 4.8 RPG5.0 APG 4.0 APG1.1 SPG 1.1 SPG46/28/77% 45/33/82% Became the youngest EuroLeague MVP!#MFFL pic.twitter.com/7sBVqgul1o— MFFL Muse (@MFFLMuse) October 9, 2023 Real Madrid tapaði í lokaúrslitum á móti Barcelona á síðustu leiktíð eftir að hafa unnið spænska titilinn tímabilið á undan. Stærstu stjörnur liðsins er argentínski leikstjórnandinn Facundo Campazzo, landi hans Gabriel Deck, spænsku reynsluboltarnir Rudy Fernández og Sergio Llull, Bandaríkjamaðurinn Edy Tavares, Króatinn Mario Hezonja og bosníski framherjinn Dzanan Musa. Við hlið Luka hjá Dallas er auðvitað stórstjarnan Kyrie Irving og fleiri öflugir leikmenn. Leikur Real Madrid og Dallas Mavericks í WiZink Center í Madrid hefst klukkan 18:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Back home Luka Doncic takes a walk through his old stomping grounds in Madrid Real Madrid-Mavs || Oct. 10 || 2:45pm/et || NBA TV pic.twitter.com/plI3TtTpZU— NBA (@NBA) October 9, 2023
NBA Spænski körfuboltinn Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira