Og hvað svo? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 12. október 2023 07:30 Á þriðjudag sagði fjármálaráðherra af sér með hálfkveðinni vísu. Afsögnin kemur í kjölfar afdráttarlauss álits Umboðsmanns Alþingis um að ráðherra hafi brotið lög við söluna á Íslandsbanka. Það er gott að fjármálaráðherra hafi sjálfur séð að við þessar aðstæður gat hann ekki setið lengur. En hann hefði líka þurft að sjá fyrir næstu skref. Almenningur reynir nú að botna vísuna. Kenningarnar eru ýmsar og ekki liggur fyrir hver atburðarásin verður. Í stað stjórnfestu, ríkir lausung við stjórn landsins. Málið sýnir þó að eftirlit Alþingis virkaði og stjórnarandstaðan náði að knýja fram, með málefnalegum rökum, rannsóknir og frekari skoðun á bankasölunni. Stjórnarflokkarnir sýndu gamalkunnuga takta og reyndu að sópa málinu undir teppið. Öll klassísku varnarviðbrögðin í bókinni voru virkjuð. En nú liggur þessi niðurstaða fyrir og afsögn ráðherra staðreynd. En hvað svo? Á sama tíma blæðir heimilum og fyrirtækjum í vaxta- og verðbólgustormi. Í stað þess að einblína á það sem brennur á heimilum landsmanna eru skilaboð stjórnvalda til almennings ansi aum. Stjórnarflokkarnir ætla víst að nýta næstu daga til að skerpa á áherslum ríkisstjórnarinnar og efla „liðsandann í stjórnarliðinu“. Það á að halda einhvers konar hópeflisfund á föstudaginn þar sem „reynt verður að kortleggja hvað það er sem veldur mönnum mestu hugarangri og hvernig sefa megi þær áhyggjur“ samkvæmt mbl.is. Hugarangrið, vel að merkja, beinist að vanlíðan stjórnarflokkanna en ekki áhyggjum almennings. Hringlandaháttur í stað stjórnfestu Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG stendur nú í ströngu við að verja formann Sjálfstæðisflokksins og ríkisstjórnina. Það hefur lengi legið fyrir að álit Umboðsmanns myndi líta dagsins ljós. Þar voru í boði tvær sviðsmyndir. Annars vegar að fjármálaráðherra hefði brotið lög og svo að fjármálaráðherra hefði ekki brotið lög. Er það virkilega svo að ekkert plan var tilbúið um hvora sviðsmynd og þá næstu skref út frá þeim? Fjármálaráðherra fékk að vita af niðurstöðunni að minnsta kosti fjórum dögum fyrir blaðamannafundinn. Nú ætlar stjórnin að gefa sér eina fjóra í viðbót. Það er langur tími í pólitík og sýnir hvorki pólitíska snerpu eða metnað Hringlandaháttur er valinn þegar samfélagið þarf á forystu og stjórnfestu að halda. Áframhaldandi bankasala nauðsynleg Í fjármálaáætlun og fjárlögum er gert ráð fyrir áframhaldandi sölu á Íslandsbanka. Því er ég sammála. Ég hef þó bent á að málið væri í ákveðinni sjálfheldu vegna þessvantrausts sem ríkir, aðallega í garð Sjálfstæðisflokksins, við sölu ríkiseigna. Þegar það er ljóst að ríkisstjórnin ætlar að gera allt til að lafa út kjörtímabilið þá gæti það verið lausn að færa forræði málsins yfir til forsætisráðherra eða viðskiptaráðherra. Salan er ekki síst mikilvæg meðal annars til að rétta af fjármál ríkisins. Það munar um 55 milljarða til að greiða niður skuldir ríkissjóðs, slá á gríðarlegan vaxtakostnað ríkisins og styrkja innviði. Það hefur áþreifanlega komið á daginn að Sjálfstæðisflokkurinn ræður einfaldlega ekki við verkefnið. En það sem við þurfum allra helst á að halda er að það fari ekki öll orka stjórnarinnar í innanbúðarátökin við ríkisstjórnarborðið. Við verðum að átta okkur á því að erfiðar kjaraviðræður eru fram undan. Fjárlög hafa verið lögð fram en þau eru munaðarlaus. Við þurfum ríkisstjórn sem virkar og er starfhæf. Ríkisstjórn sem einbeitir sér að alvarlegri stöðu í efnahagsmálum og fer raunverulega að taka utan um heimilin í landinu. Ekki einkamál ríkisstjórnarinnar Þessi staða er ekki einkamál formanns Sjálfstæðisflokksins. Né einkamál ríkisstjórnarinnar. Það er vont að það ríki óvissa um hver muni setjast í stól fjármálaráðherra. Ríkisstjórnin getur ekki haldið að hún lifi í einhverjum hliðarveruleika eða tómarúmi við umheiminn. Ringulreiðin sem blasir við ýtir ekki undir trúverðugleika stjórnarinnar. Innanlands sem utan. Áframhaldandi óvissa á stjórnarheimilinu ýtir hins vegar undir efnahagslegan óstöðugleika sem síðan bitnar á heimilum landsins og fyrirtækjum. Það er ekki það sem samfélagið þarf á að halda. Það ríkir að einhverju leyti ákveðið neyðarástand en það fyrsta sem ríkisstjórnin hugsar er að tryggja sjálfri sér sæti í björgunarbátnum. Á meðan skal almenningur gjöra svo vel að bíða rólegur því ríkisstjórnin þarf jú að efla „liðsandann“, „gæta að hugarangri innan hennar“ og „kortleggja“ hvar hver eigi að sitja. Þetta er auðvitað farsakennd staða – Dario Fo hefði vart getað gert betur. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Viðreisn Tengdar fréttir Segir Bjarna ekki geta „bæði átt kökuna og étið hana“ Stjórnarandstaðan telur að afsögn fjármálaráðherra hljóti að þýða að hann hætti í ríkisstjórn. Ella sé um að ræða sýndarmennsku. Þá hafi forsætisráðherra brugðist í Íslandsbankamálinu. 11. október 2023 22:03 „Menn ætla að axla ábyrgð með því að gerast utanríkisráðherrar“ Þingmenn stjórnarandstöðu ræddu margir hverjir afsögn Bjarna Benediktssonar á þingi í dag. Formaður Viðreisnar segir óvissu ýta undir óstöðugleika og að það ríki ringulreið. Þingmenn gagnrýndu það að hann fari mögulega í annan ráðherrastól. Bjarni verður til svars í óundirbúnum fyrirspurnum á morgun. 11. október 2023 18:23 Mest lesið Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Sjá meira
Á þriðjudag sagði fjármálaráðherra af sér með hálfkveðinni vísu. Afsögnin kemur í kjölfar afdráttarlauss álits Umboðsmanns Alþingis um að ráðherra hafi brotið lög við söluna á Íslandsbanka. Það er gott að fjármálaráðherra hafi sjálfur séð að við þessar aðstæður gat hann ekki setið lengur. En hann hefði líka þurft að sjá fyrir næstu skref. Almenningur reynir nú að botna vísuna. Kenningarnar eru ýmsar og ekki liggur fyrir hver atburðarásin verður. Í stað stjórnfestu, ríkir lausung við stjórn landsins. Málið sýnir þó að eftirlit Alþingis virkaði og stjórnarandstaðan náði að knýja fram, með málefnalegum rökum, rannsóknir og frekari skoðun á bankasölunni. Stjórnarflokkarnir sýndu gamalkunnuga takta og reyndu að sópa málinu undir teppið. Öll klassísku varnarviðbrögðin í bókinni voru virkjuð. En nú liggur þessi niðurstaða fyrir og afsögn ráðherra staðreynd. En hvað svo? Á sama tíma blæðir heimilum og fyrirtækjum í vaxta- og verðbólgustormi. Í stað þess að einblína á það sem brennur á heimilum landsmanna eru skilaboð stjórnvalda til almennings ansi aum. Stjórnarflokkarnir ætla víst að nýta næstu daga til að skerpa á áherslum ríkisstjórnarinnar og efla „liðsandann í stjórnarliðinu“. Það á að halda einhvers konar hópeflisfund á föstudaginn þar sem „reynt verður að kortleggja hvað það er sem veldur mönnum mestu hugarangri og hvernig sefa megi þær áhyggjur“ samkvæmt mbl.is. Hugarangrið, vel að merkja, beinist að vanlíðan stjórnarflokkanna en ekki áhyggjum almennings. Hringlandaháttur í stað stjórnfestu Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG stendur nú í ströngu við að verja formann Sjálfstæðisflokksins og ríkisstjórnina. Það hefur lengi legið fyrir að álit Umboðsmanns myndi líta dagsins ljós. Þar voru í boði tvær sviðsmyndir. Annars vegar að fjármálaráðherra hefði brotið lög og svo að fjármálaráðherra hefði ekki brotið lög. Er það virkilega svo að ekkert plan var tilbúið um hvora sviðsmynd og þá næstu skref út frá þeim? Fjármálaráðherra fékk að vita af niðurstöðunni að minnsta kosti fjórum dögum fyrir blaðamannafundinn. Nú ætlar stjórnin að gefa sér eina fjóra í viðbót. Það er langur tími í pólitík og sýnir hvorki pólitíska snerpu eða metnað Hringlandaháttur er valinn þegar samfélagið þarf á forystu og stjórnfestu að halda. Áframhaldandi bankasala nauðsynleg Í fjármálaáætlun og fjárlögum er gert ráð fyrir áframhaldandi sölu á Íslandsbanka. Því er ég sammála. Ég hef þó bent á að málið væri í ákveðinni sjálfheldu vegna þessvantrausts sem ríkir, aðallega í garð Sjálfstæðisflokksins, við sölu ríkiseigna. Þegar það er ljóst að ríkisstjórnin ætlar að gera allt til að lafa út kjörtímabilið þá gæti það verið lausn að færa forræði málsins yfir til forsætisráðherra eða viðskiptaráðherra. Salan er ekki síst mikilvæg meðal annars til að rétta af fjármál ríkisins. Það munar um 55 milljarða til að greiða niður skuldir ríkissjóðs, slá á gríðarlegan vaxtakostnað ríkisins og styrkja innviði. Það hefur áþreifanlega komið á daginn að Sjálfstæðisflokkurinn ræður einfaldlega ekki við verkefnið. En það sem við þurfum allra helst á að halda er að það fari ekki öll orka stjórnarinnar í innanbúðarátökin við ríkisstjórnarborðið. Við verðum að átta okkur á því að erfiðar kjaraviðræður eru fram undan. Fjárlög hafa verið lögð fram en þau eru munaðarlaus. Við þurfum ríkisstjórn sem virkar og er starfhæf. Ríkisstjórn sem einbeitir sér að alvarlegri stöðu í efnahagsmálum og fer raunverulega að taka utan um heimilin í landinu. Ekki einkamál ríkisstjórnarinnar Þessi staða er ekki einkamál formanns Sjálfstæðisflokksins. Né einkamál ríkisstjórnarinnar. Það er vont að það ríki óvissa um hver muni setjast í stól fjármálaráðherra. Ríkisstjórnin getur ekki haldið að hún lifi í einhverjum hliðarveruleika eða tómarúmi við umheiminn. Ringulreiðin sem blasir við ýtir ekki undir trúverðugleika stjórnarinnar. Innanlands sem utan. Áframhaldandi óvissa á stjórnarheimilinu ýtir hins vegar undir efnahagslegan óstöðugleika sem síðan bitnar á heimilum landsins og fyrirtækjum. Það er ekki það sem samfélagið þarf á að halda. Það ríkir að einhverju leyti ákveðið neyðarástand en það fyrsta sem ríkisstjórnin hugsar er að tryggja sjálfri sér sæti í björgunarbátnum. Á meðan skal almenningur gjöra svo vel að bíða rólegur því ríkisstjórnin þarf jú að efla „liðsandann“, „gæta að hugarangri innan hennar“ og „kortleggja“ hvar hver eigi að sitja. Þetta er auðvitað farsakennd staða – Dario Fo hefði vart getað gert betur. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Segir Bjarna ekki geta „bæði átt kökuna og étið hana“ Stjórnarandstaðan telur að afsögn fjármálaráðherra hljóti að þýða að hann hætti í ríkisstjórn. Ella sé um að ræða sýndarmennsku. Þá hafi forsætisráðherra brugðist í Íslandsbankamálinu. 11. október 2023 22:03
„Menn ætla að axla ábyrgð með því að gerast utanríkisráðherrar“ Þingmenn stjórnarandstöðu ræddu margir hverjir afsögn Bjarna Benediktssonar á þingi í dag. Formaður Viðreisnar segir óvissu ýta undir óstöðugleika og að það ríki ringulreið. Þingmenn gagnrýndu það að hann fari mögulega í annan ráðherrastól. Bjarni verður til svars í óundirbúnum fyrirspurnum á morgun. 11. október 2023 18:23
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun