Andri Lucas þvertekur fyrir meint rifrildi Aron Guðmundsson skrifar 12. október 2023 08:31 Andri Lucas Guðjohnsen, leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta og danska úrvalsdeildarfélagsins Lyngby Vísir Andri Lucas Guðjohnsen er mættur aftur í íslenska A-landsliðið í fótbolta, verðskuldað, eftir að hafa slegið í gegn með danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby upp á síðkastið. Andri Lucas segir það gefa liðinu mikið að hafa Gylfa Þór og Aron Einar í hópnum og þá þvertekur hann fyrir sögusagnir sem birtust í dönskum miðlum þess efnis að hann stæði í stappi við þjálfara IFK Norrköping. „Gaman að vera kominn til baka í A-landsliðið. Gott að hitta strákana aftur. Tveir mikilvægir leikir framundan og við ætlum okkur sex stig,“ segir Andri Lucas aðspurður hvernig komandi leikir með íslenska landsliðinu leggjast í hann. Klippa: Kemur með bullandi sjálfstraust í landsleikina Ísland mætir Lúxemborg á morgun á Laugardalsvelli í undankeppni EM 2024. Liðið mætir svo aftur til leiks á mánudaginn kemur er Liechtenstein kemur í heimsókn. Ein af stóru tíðindunum í kringum landsleiki Íslands í þetta skipti eru þær fréttir að Gylfi Þór Sigurðsson er mættur aftur í íslenska landsliðið eftir tæplega þriggja ára fjarveru. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er líka mættur aftur í liðið og Andri Lucas segir þessa leikmenn hafa mikil áhrif á leikmennina í kringum sig. Þeir gefi liðinu ótrúlega mikið. „Sérstaklega okkur sem eigum færri landsleiki. Að sjá hverngi þeir haga sér utan vallar, undirbúa sig fyrir leiki. Það er svo mikið sem spilar inn í sem við getum lært af.“ Andri Lucas hefur farið með himinskautum hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby þar sem að hann spila á láni frá IFK Norrköping undir stjórn Íslendingsins Freys Alexanderssonar. Eftir að hafa fengið fá tækifæri í liði Norrköping tók Andri Lucas skrefið yfir til Lyngby í ágúst fyrr á þessu ári. Í Danmörku hefur hann skorað sex mörk í níu leikjum og gefið eina stoðsendingu. Hvað fannst þér gerast á þínum ferli þegar að þú fórst þarna yfir til Danmerkur? „Aðallega traustið. Maður mætir og finnur strax að þeir eru mjög ánægðir með að fá mig til sín. Ég hafði talað við Freysa áður en að ég skipti yfir og hann var spenntur fyrir þessu öllu. Maður kemur þarna inn og finnur strax fyrir traustinu, fer beint í byrjunarliðið og um leið og maður fær að spila, slaka aðeins á, þá er léttara að standa sig vel. Ég þekkti líka strákana í Lyngby áður en að ég skipti yfir. Sævar Atla og Kolbein. Þeir höfðu bara gott að segja um Lyngby. Þetta var bara rétt ákvörðun held ég.“ Danski miðillinn Tipsbladet fleygði því fram í frétt um daginn að það andaði köldu á milli Andra Lucasar og Glen Riddersholm, þjálfara IFK Norrköping. Þjálfarinnn hafði áður tjáð sig um málið, sagði ekkert til í þessum sögusögnum. Þær væru ekkert annað en lygar og skáldskapur. Andri Lucas tekur í sama streng. „Í raun bara það sama og hann sagði. Það er ekkert þannig á milli okkar. Við tölum saman vikulega og hann er bara mjög ánægður með að ég sé að standa mig vel hjá Lyngby. Það er allt á góðu nótunum á milli okkar. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Danski boltinn Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Fleiri fréttir Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu Sjá meira
„Gaman að vera kominn til baka í A-landsliðið. Gott að hitta strákana aftur. Tveir mikilvægir leikir framundan og við ætlum okkur sex stig,“ segir Andri Lucas aðspurður hvernig komandi leikir með íslenska landsliðinu leggjast í hann. Klippa: Kemur með bullandi sjálfstraust í landsleikina Ísland mætir Lúxemborg á morgun á Laugardalsvelli í undankeppni EM 2024. Liðið mætir svo aftur til leiks á mánudaginn kemur er Liechtenstein kemur í heimsókn. Ein af stóru tíðindunum í kringum landsleiki Íslands í þetta skipti eru þær fréttir að Gylfi Þór Sigurðsson er mættur aftur í íslenska landsliðið eftir tæplega þriggja ára fjarveru. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er líka mættur aftur í liðið og Andri Lucas segir þessa leikmenn hafa mikil áhrif á leikmennina í kringum sig. Þeir gefi liðinu ótrúlega mikið. „Sérstaklega okkur sem eigum færri landsleiki. Að sjá hverngi þeir haga sér utan vallar, undirbúa sig fyrir leiki. Það er svo mikið sem spilar inn í sem við getum lært af.“ Andri Lucas hefur farið með himinskautum hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby þar sem að hann spila á láni frá IFK Norrköping undir stjórn Íslendingsins Freys Alexanderssonar. Eftir að hafa fengið fá tækifæri í liði Norrköping tók Andri Lucas skrefið yfir til Lyngby í ágúst fyrr á þessu ári. Í Danmörku hefur hann skorað sex mörk í níu leikjum og gefið eina stoðsendingu. Hvað fannst þér gerast á þínum ferli þegar að þú fórst þarna yfir til Danmerkur? „Aðallega traustið. Maður mætir og finnur strax að þeir eru mjög ánægðir með að fá mig til sín. Ég hafði talað við Freysa áður en að ég skipti yfir og hann var spenntur fyrir þessu öllu. Maður kemur þarna inn og finnur strax fyrir traustinu, fer beint í byrjunarliðið og um leið og maður fær að spila, slaka aðeins á, þá er léttara að standa sig vel. Ég þekkti líka strákana í Lyngby áður en að ég skipti yfir. Sævar Atla og Kolbein. Þeir höfðu bara gott að segja um Lyngby. Þetta var bara rétt ákvörðun held ég.“ Danski miðillinn Tipsbladet fleygði því fram í frétt um daginn að það andaði köldu á milli Andra Lucasar og Glen Riddersholm, þjálfara IFK Norrköping. Þjálfarinnn hafði áður tjáð sig um málið, sagði ekkert til í þessum sögusögnum. Þær væru ekkert annað en lygar og skáldskapur. Andri Lucas tekur í sama streng. „Í raun bara það sama og hann sagði. Það er ekkert þannig á milli okkar. Við tölum saman vikulega og hann er bara mjög ánægður með að ég sé að standa mig vel hjá Lyngby. Það er allt á góðu nótunum á milli okkar.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Danski boltinn Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Fleiri fréttir Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti