„Ekki koma heim!“ – köld kveðja frá verðtryggðu leikhúsi fáránleikans Sveinn Waage skrifar 12. október 2023 09:31 Stundum afhjúpast ískaldur raunveruleikinn á óvæntum stöðum. Að vísu afhjúpast ótrúlegustu hlutir á þessum sama vettvangi eins og við þekkjum. En svo gerast þar hlutir sem segja okkur meira en annað. Afhjúpa ástand og afstöðu. Á einni af vinsælum grúbbum á Facebook þar sem fólk leitar ráða og deilir upplýsingum um ákveðin mál s.s. fjármál, spurði ungt par með börn um ráð varðandi húsnæði og fl. fyrir heimkomu til Íslands frá öðru landi í Evrópu. Ekki skorti svörin en það er í raun hægt að súmmera þau í þrjú orð; „EKKI KOMA HEIM!“ Hér eru ekki stjórnmálamenn eða aðrir hliðverðir hagsmuna að tjá sig og gefa ráð, heldur venjulegt fólk. Þessi frægi almenningur. Þjóðin jafnvel. „Ekki koma heim“ eru ráðin sem fjölmargir Íslendingar er þarna gefa löndum sínum!?! Tökum smá tíma og látum það síast inn. Og jú, þarna er verið að vísa í hversu vonlaust er fyrir ungt fólk að koma sér upp húsnæði í dag. Einfaldlega vonlaust án þess að vera með sterka fjárhagsstöðu. Sem jú fæstir búa yfir sem ekki hafa baklandið breiða með sér. Þegar kemur að fjármögnun húsnæðis erum einfaldlega stödd í leikhúsi fáránleikans. Tveir galnir kostir. Að því gefnu að þú standist greiðslumat, sem nánast ekkert ungt fólk gerir, þá getur þú tekið óverðtryggt lán í íslenskum krónum og borgað galnar afborganir sem hækka og lækka eftir ákvörðunum Tene-tásu-teljandi seðlabanka, eða verðtryggð lán í sömu krónum sem ættu samkvæmt öllu velsæmi að vera ólögleg. Þar er eina leiðin til að lenda ekki í algerum ógöngum að eignin þín hækki hraðar en lánið. Segðu útlendingum þetta og þeir horfa á þig með sama svip og þegar við segjum þeim að í 56 ár máttum við kaupa Vodka en ekki bjór. Blanda af forundran og vantrú. Nú munum við fá nýjan fjármálaráðherra og eins og allir vita sem fylgst hafa með efnahagsmálum í meira en korter, þá mun það ekki breyta neinu. Krónu-Ásgeir mun áfram hringsnúast í svörtu loftum enda ringlaður að halda utan um hopp-skoppandi ónýta ör-mynt sem er minni en Disney-dollarinn og fyrirtæki vilja ekki nota. Auðvitað ekki. Mikið væri óskandi að ónýt króna væri jafn sexí hjá réttsýnum mótmælendum og norskur eldislax. Mikið væri óskandi að okkur sem þjóð hryllti nóg við þessu ömurlegu heilráðum Íslendinga til samlanda sinna erlendis, til að gera eitthvað í því. Að við gerðum eitthvað annað en að segja við unga fólkið í útlöndum; „EKKI KOMA HEIM!“ Höfundur er markaðsstjóri og fyrirlesari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Waage Mest lesið Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Setjum kröfur um grunn í tungumálinu okkar Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum kröfur um grunn í tungumálinu okkar Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Stundum afhjúpast ískaldur raunveruleikinn á óvæntum stöðum. Að vísu afhjúpast ótrúlegustu hlutir á þessum sama vettvangi eins og við þekkjum. En svo gerast þar hlutir sem segja okkur meira en annað. Afhjúpa ástand og afstöðu. Á einni af vinsælum grúbbum á Facebook þar sem fólk leitar ráða og deilir upplýsingum um ákveðin mál s.s. fjármál, spurði ungt par með börn um ráð varðandi húsnæði og fl. fyrir heimkomu til Íslands frá öðru landi í Evrópu. Ekki skorti svörin en það er í raun hægt að súmmera þau í þrjú orð; „EKKI KOMA HEIM!“ Hér eru ekki stjórnmálamenn eða aðrir hliðverðir hagsmuna að tjá sig og gefa ráð, heldur venjulegt fólk. Þessi frægi almenningur. Þjóðin jafnvel. „Ekki koma heim“ eru ráðin sem fjölmargir Íslendingar er þarna gefa löndum sínum!?! Tökum smá tíma og látum það síast inn. Og jú, þarna er verið að vísa í hversu vonlaust er fyrir ungt fólk að koma sér upp húsnæði í dag. Einfaldlega vonlaust án þess að vera með sterka fjárhagsstöðu. Sem jú fæstir búa yfir sem ekki hafa baklandið breiða með sér. Þegar kemur að fjármögnun húsnæðis erum einfaldlega stödd í leikhúsi fáránleikans. Tveir galnir kostir. Að því gefnu að þú standist greiðslumat, sem nánast ekkert ungt fólk gerir, þá getur þú tekið óverðtryggt lán í íslenskum krónum og borgað galnar afborganir sem hækka og lækka eftir ákvörðunum Tene-tásu-teljandi seðlabanka, eða verðtryggð lán í sömu krónum sem ættu samkvæmt öllu velsæmi að vera ólögleg. Þar er eina leiðin til að lenda ekki í algerum ógöngum að eignin þín hækki hraðar en lánið. Segðu útlendingum þetta og þeir horfa á þig með sama svip og þegar við segjum þeim að í 56 ár máttum við kaupa Vodka en ekki bjór. Blanda af forundran og vantrú. Nú munum við fá nýjan fjármálaráðherra og eins og allir vita sem fylgst hafa með efnahagsmálum í meira en korter, þá mun það ekki breyta neinu. Krónu-Ásgeir mun áfram hringsnúast í svörtu loftum enda ringlaður að halda utan um hopp-skoppandi ónýta ör-mynt sem er minni en Disney-dollarinn og fyrirtæki vilja ekki nota. Auðvitað ekki. Mikið væri óskandi að ónýt króna væri jafn sexí hjá réttsýnum mótmælendum og norskur eldislax. Mikið væri óskandi að okkur sem þjóð hryllti nóg við þessu ömurlegu heilráðum Íslendinga til samlanda sinna erlendis, til að gera eitthvað í því. Að við gerðum eitthvað annað en að segja við unga fólkið í útlöndum; „EKKI KOMA HEIM!“ Höfundur er markaðsstjóri og fyrirlesari.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun