„Gerðum allt rétt á báðum endum undir lokin og stöndum uppi sem sigurvegarar“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 12. október 2023 23:29 Kjartan Atli kallar leiðbeiningar inn á völlinn Vísir / Anton Brink „Þetta var spennandi, það er orðið sem kemur fyrst upp í huga“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, léttur í lund eftir fyrsta sigur liðsins í Subway deild karla. Álftanes lagði Grindavík að velli 86-79 í leik sem bauð upp á mikla spennu undir lokin. Álftnesingar komust fljótt yfir og héldu góðri forystu allan fyrri hálfleikinn en gestirnir úr Grindavík unnu sig vel til baka í seinni hálfleiknum og komust svo yfir þegar aðeins tvær mínútur voru eftir af leiknum. „Hrós á Grindvíkingana, þeir kunna og vita vel hverjir þeir eru. Þeir fóru að hrifsa af okkur sóknarfráköst bara með einhverri tilfinningasemi, tóku völdin tilfinningalega á vellinum og ýttu okkur út úr því sem við vorum að gera. Þeir sóttu á okkur og sóttu sér að komast yfir.“ Kjartan segir þó sitt lið algjörlega eiga hlut í því að missa forystuna niður, þeir hafi gert mörg smávægileg mistök sem kostuðu þá næstum því leikinn í kvöld, en leiðréttu það á endanum og unnu leikinn. „Við vorum að sama skapi miklir klaufar, vorum að kasta boltanum frá okkur, klikkuðuðum úr allavega sjö vítum í seinni hálfleik. Allskyns litlir hlutir sem fóru að gera okkur erfitt fyrir. Hrós á Grindvíkingana en við lokuðum þessum leik mjög vel, gerðum allt rétt á báðum endum undir lokin og stöndum uppi sem sigurvegarar í þessum leik.“ Þetta var annar leikur nýliða Álftaness í Subway deildinni, fyrsti leikurinn tapaðist með fimm stigum gegn Íslandsmeisturum Tindastóls. Kjartan hefur lagt ríka áherslu á varnarleik liðsins í upphafi móts og segist ánægður með frammistöðuna í fyrstu tveimur leikjunum. „Við erum búnir að vera í mismunandi varnarafbrigðum í þessum tveimur leikjum og erum að vinna í þeim atriðum. Höfum lagt meiri áherslu á vörn en sókn, sem sést kannski pínu á okkur. Nú fáum við aðeins lengri tíma til að stilla okkur af, en heilt yfir að vera í hörkuleik gegn Stólunum og klára svo Grindavík. Tvö sterk lið með sterka leikmenn innanborðs, þannig að við erum stoltir af því að hafa landað sigrinum“ sagði Kjartan glaður í bragði að lokum. Subway-deild karla UMF Álftanes UMF Grindavík Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Álftanes - Grindavík 86-79| Fyrsti sigur nýliðanna í hús Álftanes vann sinn fyrsta leik í Subway deild karla þegar liðið mætti Grindavík í Forsetahöllinni. Þetta var orðið ansi tæpt en góður endasprettur tryggði sigurinn að lokum. 12. október 2023 21:00 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Fleiri fréttir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Sjá meira
Álftnesingar komust fljótt yfir og héldu góðri forystu allan fyrri hálfleikinn en gestirnir úr Grindavík unnu sig vel til baka í seinni hálfleiknum og komust svo yfir þegar aðeins tvær mínútur voru eftir af leiknum. „Hrós á Grindvíkingana, þeir kunna og vita vel hverjir þeir eru. Þeir fóru að hrifsa af okkur sóknarfráköst bara með einhverri tilfinningasemi, tóku völdin tilfinningalega á vellinum og ýttu okkur út úr því sem við vorum að gera. Þeir sóttu á okkur og sóttu sér að komast yfir.“ Kjartan segir þó sitt lið algjörlega eiga hlut í því að missa forystuna niður, þeir hafi gert mörg smávægileg mistök sem kostuðu þá næstum því leikinn í kvöld, en leiðréttu það á endanum og unnu leikinn. „Við vorum að sama skapi miklir klaufar, vorum að kasta boltanum frá okkur, klikkuðuðum úr allavega sjö vítum í seinni hálfleik. Allskyns litlir hlutir sem fóru að gera okkur erfitt fyrir. Hrós á Grindvíkingana en við lokuðum þessum leik mjög vel, gerðum allt rétt á báðum endum undir lokin og stöndum uppi sem sigurvegarar í þessum leik.“ Þetta var annar leikur nýliða Álftaness í Subway deildinni, fyrsti leikurinn tapaðist með fimm stigum gegn Íslandsmeisturum Tindastóls. Kjartan hefur lagt ríka áherslu á varnarleik liðsins í upphafi móts og segist ánægður með frammistöðuna í fyrstu tveimur leikjunum. „Við erum búnir að vera í mismunandi varnarafbrigðum í þessum tveimur leikjum og erum að vinna í þeim atriðum. Höfum lagt meiri áherslu á vörn en sókn, sem sést kannski pínu á okkur. Nú fáum við aðeins lengri tíma til að stilla okkur af, en heilt yfir að vera í hörkuleik gegn Stólunum og klára svo Grindavík. Tvö sterk lið með sterka leikmenn innanborðs, þannig að við erum stoltir af því að hafa landað sigrinum“ sagði Kjartan glaður í bragði að lokum.
Subway-deild karla UMF Álftanes UMF Grindavík Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Álftanes - Grindavík 86-79| Fyrsti sigur nýliðanna í hús Álftanes vann sinn fyrsta leik í Subway deild karla þegar liðið mætti Grindavík í Forsetahöllinni. Þetta var orðið ansi tæpt en góður endasprettur tryggði sigurinn að lokum. 12. október 2023 21:00 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Fleiri fréttir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Álftanes - Grindavík 86-79| Fyrsti sigur nýliðanna í hús Álftanes vann sinn fyrsta leik í Subway deild karla þegar liðið mætti Grindavík í Forsetahöllinni. Þetta var orðið ansi tæpt en góður endasprettur tryggði sigurinn að lokum. 12. október 2023 21:00