„Gerðum allt rétt á báðum endum undir lokin og stöndum uppi sem sigurvegarar“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 12. október 2023 23:29 Kjartan Atli kallar leiðbeiningar inn á völlinn Vísir / Anton Brink „Þetta var spennandi, það er orðið sem kemur fyrst upp í huga“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, léttur í lund eftir fyrsta sigur liðsins í Subway deild karla. Álftanes lagði Grindavík að velli 86-79 í leik sem bauð upp á mikla spennu undir lokin. Álftnesingar komust fljótt yfir og héldu góðri forystu allan fyrri hálfleikinn en gestirnir úr Grindavík unnu sig vel til baka í seinni hálfleiknum og komust svo yfir þegar aðeins tvær mínútur voru eftir af leiknum. „Hrós á Grindvíkingana, þeir kunna og vita vel hverjir þeir eru. Þeir fóru að hrifsa af okkur sóknarfráköst bara með einhverri tilfinningasemi, tóku völdin tilfinningalega á vellinum og ýttu okkur út úr því sem við vorum að gera. Þeir sóttu á okkur og sóttu sér að komast yfir.“ Kjartan segir þó sitt lið algjörlega eiga hlut í því að missa forystuna niður, þeir hafi gert mörg smávægileg mistök sem kostuðu þá næstum því leikinn í kvöld, en leiðréttu það á endanum og unnu leikinn. „Við vorum að sama skapi miklir klaufar, vorum að kasta boltanum frá okkur, klikkuðuðum úr allavega sjö vítum í seinni hálfleik. Allskyns litlir hlutir sem fóru að gera okkur erfitt fyrir. Hrós á Grindvíkingana en við lokuðum þessum leik mjög vel, gerðum allt rétt á báðum endum undir lokin og stöndum uppi sem sigurvegarar í þessum leik.“ Þetta var annar leikur nýliða Álftaness í Subway deildinni, fyrsti leikurinn tapaðist með fimm stigum gegn Íslandsmeisturum Tindastóls. Kjartan hefur lagt ríka áherslu á varnarleik liðsins í upphafi móts og segist ánægður með frammistöðuna í fyrstu tveimur leikjunum. „Við erum búnir að vera í mismunandi varnarafbrigðum í þessum tveimur leikjum og erum að vinna í þeim atriðum. Höfum lagt meiri áherslu á vörn en sókn, sem sést kannski pínu á okkur. Nú fáum við aðeins lengri tíma til að stilla okkur af, en heilt yfir að vera í hörkuleik gegn Stólunum og klára svo Grindavík. Tvö sterk lið með sterka leikmenn innanborðs, þannig að við erum stoltir af því að hafa landað sigrinum“ sagði Kjartan glaður í bragði að lokum. Subway-deild karla UMF Álftanes UMF Grindavík Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Álftanes - Grindavík 86-79| Fyrsti sigur nýliðanna í hús Álftanes vann sinn fyrsta leik í Subway deild karla þegar liðið mætti Grindavík í Forsetahöllinni. Þetta var orðið ansi tæpt en góður endasprettur tryggði sigurinn að lokum. 12. október 2023 21:00 Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila 26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Eignaðist barn á mánudegi og mætti á æfingu á föstudegi Sjá meira
Álftnesingar komust fljótt yfir og héldu góðri forystu allan fyrri hálfleikinn en gestirnir úr Grindavík unnu sig vel til baka í seinni hálfleiknum og komust svo yfir þegar aðeins tvær mínútur voru eftir af leiknum. „Hrós á Grindvíkingana, þeir kunna og vita vel hverjir þeir eru. Þeir fóru að hrifsa af okkur sóknarfráköst bara með einhverri tilfinningasemi, tóku völdin tilfinningalega á vellinum og ýttu okkur út úr því sem við vorum að gera. Þeir sóttu á okkur og sóttu sér að komast yfir.“ Kjartan segir þó sitt lið algjörlega eiga hlut í því að missa forystuna niður, þeir hafi gert mörg smávægileg mistök sem kostuðu þá næstum því leikinn í kvöld, en leiðréttu það á endanum og unnu leikinn. „Við vorum að sama skapi miklir klaufar, vorum að kasta boltanum frá okkur, klikkuðuðum úr allavega sjö vítum í seinni hálfleik. Allskyns litlir hlutir sem fóru að gera okkur erfitt fyrir. Hrós á Grindvíkingana en við lokuðum þessum leik mjög vel, gerðum allt rétt á báðum endum undir lokin og stöndum uppi sem sigurvegarar í þessum leik.“ Þetta var annar leikur nýliða Álftaness í Subway deildinni, fyrsti leikurinn tapaðist með fimm stigum gegn Íslandsmeisturum Tindastóls. Kjartan hefur lagt ríka áherslu á varnarleik liðsins í upphafi móts og segist ánægður með frammistöðuna í fyrstu tveimur leikjunum. „Við erum búnir að vera í mismunandi varnarafbrigðum í þessum tveimur leikjum og erum að vinna í þeim atriðum. Höfum lagt meiri áherslu á vörn en sókn, sem sést kannski pínu á okkur. Nú fáum við aðeins lengri tíma til að stilla okkur af, en heilt yfir að vera í hörkuleik gegn Stólunum og klára svo Grindavík. Tvö sterk lið með sterka leikmenn innanborðs, þannig að við erum stoltir af því að hafa landað sigrinum“ sagði Kjartan glaður í bragði að lokum.
Subway-deild karla UMF Álftanes UMF Grindavík Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Álftanes - Grindavík 86-79| Fyrsti sigur nýliðanna í hús Álftanes vann sinn fyrsta leik í Subway deild karla þegar liðið mætti Grindavík í Forsetahöllinni. Þetta var orðið ansi tæpt en góður endasprettur tryggði sigurinn að lokum. 12. október 2023 21:00 Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila 26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Eignaðist barn á mánudegi og mætti á æfingu á föstudegi Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Álftanes - Grindavík 86-79| Fyrsti sigur nýliðanna í hús Álftanes vann sinn fyrsta leik í Subway deild karla þegar liðið mætti Grindavík í Forsetahöllinni. Þetta var orðið ansi tæpt en góður endasprettur tryggði sigurinn að lokum. 12. október 2023 21:00
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum