Nýi fyrirliðinn okkar þakkar þjálfarateyminu fyrir stuðninginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2023 10:01 Sverrir Ingi Ingason er í risastóru hlutverki í íslenska landsliðinu í kvöld. Vísir/Vilhelm Sverrir Ingi Ingason mun leiða íslenska karlalandsliðið í fótbolta í fyrsta sinn í kvöld þegar liðið mætir Lúxemborg á Laugardalsvellinum en Sverrir hefur verið valinn nýr fyrirliði íslenska liðsins. „Þetta hafa verið góðar æfingar. Við höfum farið yfir það hvað mátti betur fara í leiknum úti í Lúxemborg. Bæði skoðað það á fundunum en líka reynt að taka það með okkur út á æfingasvæðið. Við vitum hvað við þurfum að gera betur. Við erum staðráðnir að sýna ´goða frammistöðu,“ sagði Sverrir Ingi Ingason í samtali við Val Pál Eiríksson. Ekki margir verið að spila í svona Það verða íslenskar aðstæður á leiknum í kvöld. Getur það hjálpað liðinu? „Það verður bara að koma í ljós. Ég held að það séu ekki margir af okkur sem hafa verið að spila í svona veðrum undanfarin ár. Við erum alla vega búnir að æfa í þessu alla vikuna en það mikilvægasta í þessu er að við sýnum góða frammistöðu og náum að vinna leikinn,“ sagði Sverrir. „Við vonum bara að veðrið verði eins gott og mögulegt er en ef að það verður ekki þannig þá þurfum við bara að aðlagast því,“ sagði Sverrir. Sverrir missti af fyrri leiknum sem tapaðist út í Lúxemborg. Hvernig var fyrir hann að horfa upp á það tap? Erfitt að horfa upp á leikinn í Lúxemborg „Það var vissulega erfitt. Aldrei gaman að sjá liðið tapa en við vitum það að það býr miklu meira í íslenska liðinu heldur en við sýndum í þeim leik. Þeir sýndu það á móti Bosníu þegar þeir komu til baka með mikinn karakter og unnu þann leik. Stefnan er að byggja ofan á þann leik og ná þessum stöðugleika með nokkrum góðum frammistöðu í röð. Reyna að sækja eins marga sigra og við mögulega getum,“ sagði Sverrir. „Við reynum að fókusa á sjálfa okkur. Við vitum klárlega að við getum gert betur en í fyrri leiknum á móti Lúxemborg og ætlum okkur að gera það á morgun (í kvöld). Við erum aðallega að reyna að fókusa á sjálfa okkur. Við erum á heimavelli og förum klárlega inn í leikinn með því hugarfari að vinna hann,“ sagði Sverrir. Ekki byrjað leik með bandið Sverrir fær bandið en hefur hann verið með fyrirliðabandið áður hjá landsliðinu. „Ég hef ekki byrjað leik með bandið og það verður bara upplifun. Þetta er út af fjarveru Arons en auðvitað viljum við hafa hann inn á vellinum. Hann er bara að koma til baka úr meiðslum en getur vonandi hjálpað liðinu á morgun (í kvöld),“ sagði Sverrir. „Þetta er vissulega mikill heiður fyrir mig. Ég vil þakka þjálfararteyminu fyrir að sýna mér þann stuðning að þeir haldi að ég geti leitt liðið. Ég mun bara reyna að gera mitt besta og hjálpa liðinu á vellinum. Það mikilvægasta er að við sýnum góða frammistöðu og náum að vinna þennan leik,“ sagði Sverrir. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Leikur Íslands og Lúxemborg verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og hefst klukkan korter í sjö í kvöld. Klippa: Sverrir: Það verður upplifun að byrja með bandið EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
„Þetta hafa verið góðar æfingar. Við höfum farið yfir það hvað mátti betur fara í leiknum úti í Lúxemborg. Bæði skoðað það á fundunum en líka reynt að taka það með okkur út á æfingasvæðið. Við vitum hvað við þurfum að gera betur. Við erum staðráðnir að sýna ´goða frammistöðu,“ sagði Sverrir Ingi Ingason í samtali við Val Pál Eiríksson. Ekki margir verið að spila í svona Það verða íslenskar aðstæður á leiknum í kvöld. Getur það hjálpað liðinu? „Það verður bara að koma í ljós. Ég held að það séu ekki margir af okkur sem hafa verið að spila í svona veðrum undanfarin ár. Við erum alla vega búnir að æfa í þessu alla vikuna en það mikilvægasta í þessu er að við sýnum góða frammistöðu og náum að vinna leikinn,“ sagði Sverrir. „Við vonum bara að veðrið verði eins gott og mögulegt er en ef að það verður ekki þannig þá þurfum við bara að aðlagast því,“ sagði Sverrir. Sverrir missti af fyrri leiknum sem tapaðist út í Lúxemborg. Hvernig var fyrir hann að horfa upp á það tap? Erfitt að horfa upp á leikinn í Lúxemborg „Það var vissulega erfitt. Aldrei gaman að sjá liðið tapa en við vitum það að það býr miklu meira í íslenska liðinu heldur en við sýndum í þeim leik. Þeir sýndu það á móti Bosníu þegar þeir komu til baka með mikinn karakter og unnu þann leik. Stefnan er að byggja ofan á þann leik og ná þessum stöðugleika með nokkrum góðum frammistöðu í röð. Reyna að sækja eins marga sigra og við mögulega getum,“ sagði Sverrir. „Við reynum að fókusa á sjálfa okkur. Við vitum klárlega að við getum gert betur en í fyrri leiknum á móti Lúxemborg og ætlum okkur að gera það á morgun (í kvöld). Við erum aðallega að reyna að fókusa á sjálfa okkur. Við erum á heimavelli og förum klárlega inn í leikinn með því hugarfari að vinna hann,“ sagði Sverrir. Ekki byrjað leik með bandið Sverrir fær bandið en hefur hann verið með fyrirliðabandið áður hjá landsliðinu. „Ég hef ekki byrjað leik með bandið og það verður bara upplifun. Þetta er út af fjarveru Arons en auðvitað viljum við hafa hann inn á vellinum. Hann er bara að koma til baka úr meiðslum en getur vonandi hjálpað liðinu á morgun (í kvöld),“ sagði Sverrir. „Þetta er vissulega mikill heiður fyrir mig. Ég vil þakka þjálfararteyminu fyrir að sýna mér þann stuðning að þeir haldi að ég geti leitt liðið. Ég mun bara reyna að gera mitt besta og hjálpa liðinu á vellinum. Það mikilvægasta er að við sýnum góða frammistöðu og náum að vinna þennan leik,“ sagði Sverrir. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Leikur Íslands og Lúxemborg verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og hefst klukkan korter í sjö í kvöld. Klippa: Sverrir: Það verður upplifun að byrja með bandið
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira