Scalise dregur framboð sitt til baka eftir inngrip Trump Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. október 2023 07:21 Trump steig fram í gær og sagði Scalise óhæfan sökum þess að hann hefði verið greindur með blóðkrabbamein. Þingmaðurinn Steve Scalise frá Louisiana hefur dregið sig út úr kosningum um næsta forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, eftir að honum mistókst að afla sér stuðnings harðlínu Repúblikana. Scalise var tilnefndur eftir lokaðan fund og atkvæðagreiðslu þingmanna Repúblikanaflokksins á miðvikudag en vantaði töluvert upp á að tryggja sér forsetaembættið þegar á hólminn var komið. Var það ekki síst vegna þess að margir stuðningsmenn keppninautar hans, þingmannsins Jim Jordan frá Ohio, neituðu að gefa sig og sameinast með flokkssystkinum sínum um að styðja Scalise. Jordan naut stuðnings Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Fulltrúadeildin er nú sem lömuð, á sama tíma og fjöldi mikilvægra mála þarfnast úrlausnar bæði heima fyrir og á erlendri grundu. Scalise sagðist stíga til hliðar í þeirri von að einhverjum öðrum tækist að sameina Repúblikanaflokkinn. Hann skaut á sama tíma á flokkssystkini sín og sagði suma ganga eigin erinda. Þingmaðurinn Don Bacon frá Nebraska segir í samtali við New York Times að Scalise hafi sigrað í lokuðu kosningunni meðal þingmanna Repúblikana en engu að síður hafi sumir þeirra svikist undan þegar kom að því að kjósa þingforseta. „Ef þú verðlaunar slæma hegðun verður áframhald á henni,“ sagði hann um næstu skref. Trump gerði illt verra þegar hann steig inn í umræðuna í gær og sagði Scalise óhæfan þar sem hann hefur greinst með blóðkrabbamein. „Steve er maður sem á í alvarlegum vanda af því að hann er með blóðkrabbamein. Ég veit ekki hvernig þú getur sinnt starfinu þegar þú ert að etja við svona alvarlegan vanda,“ sagði forsetinn fyrrverandi. Jordan er talin munu freista þess í dag að tryggja sér forsetaembættið en á langt í land þar sem hann nýtur ekki stuðnings hófsamari Repúblikana. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Scalise var tilnefndur eftir lokaðan fund og atkvæðagreiðslu þingmanna Repúblikanaflokksins á miðvikudag en vantaði töluvert upp á að tryggja sér forsetaembættið þegar á hólminn var komið. Var það ekki síst vegna þess að margir stuðningsmenn keppninautar hans, þingmannsins Jim Jordan frá Ohio, neituðu að gefa sig og sameinast með flokkssystkinum sínum um að styðja Scalise. Jordan naut stuðnings Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Fulltrúadeildin er nú sem lömuð, á sama tíma og fjöldi mikilvægra mála þarfnast úrlausnar bæði heima fyrir og á erlendri grundu. Scalise sagðist stíga til hliðar í þeirri von að einhverjum öðrum tækist að sameina Repúblikanaflokkinn. Hann skaut á sama tíma á flokkssystkini sín og sagði suma ganga eigin erinda. Þingmaðurinn Don Bacon frá Nebraska segir í samtali við New York Times að Scalise hafi sigrað í lokuðu kosningunni meðal þingmanna Repúblikana en engu að síður hafi sumir þeirra svikist undan þegar kom að því að kjósa þingforseta. „Ef þú verðlaunar slæma hegðun verður áframhald á henni,“ sagði hann um næstu skref. Trump gerði illt verra þegar hann steig inn í umræðuna í gær og sagði Scalise óhæfan þar sem hann hefur greinst með blóðkrabbamein. „Steve er maður sem á í alvarlegum vanda af því að hann er með blóðkrabbamein. Ég veit ekki hvernig þú getur sinnt starfinu þegar þú ert að etja við svona alvarlegan vanda,“ sagði forsetinn fyrrverandi. Jordan er talin munu freista þess í dag að tryggja sér forsetaembættið en á langt í land þar sem hann nýtur ekki stuðnings hófsamari Repúblikana.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira