„Þegar við spilum eins og í fyrri hálfleik erum við hörkufótboltalið“ Sindri Sverrisson skrifar 13. október 2023 21:09 Sverrir Ingi Ingason var fyrirliði Íslands í kvöld. Hér fagnar íslenska liðið marki sínu í fyrri hálfleik. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Sverrir Ingi Ingason bar fyrirliðabandið á Laugardalsvelli í kvöld og var eins og aðrir Íslendingar afar svekktur eftir 1-1 jafnteflið við Lúxemborg í undankeppni EM í fótbolta. Ísland var 1-0 yfir í hálfleik en fékk á sig jöfnunarmark strax í upphafi seinni hálfleiksins. „Við áttum mjög góðan fyrri hálfleik, náðum að fara hátt á þá, pressa þá og nota svolítið vindinn. Við fengum að minnsta kosti þrjú góð færi til að koma okkur í mjög góða stöðu í fyrri hálfleik. En við komum svolítið sofandi í byrjun seinni hálfleiks og fáum mark allt of snemma á okkur. Eftir það var þetta barningur, völlurinn erfiður til að skapa eitthvað og mikið um seinni bolta og návígi. En við fengum 1-2 fína sénsa til að ná að setja annað markið en það féll ekki fyrir okkur,“ sagði Sverrir Ingi. Klippa: Sverrir Ingi eftir Lúxemborgarleikinn En hvað gerðist í markinu sem gestirnir skoruðu? „Þeir fara hærra á okkur, við erum yfir, og setja okkur undir pressu. Við þurfum að spila svolítið annan leik, lendum svolítið undir og þeir koma hlaupandi á okkur. Það gerðist í markinu sem þeir skoruðu. En fyrir utan það sköpuðu þeir sér engin færi, fyrir utan í restina. Þetta var ódýrt mark að fá á sig, mikil vonbrigði og dró svolítið úr okkur.“ Sverrir og félagar þurfa nú að búa sig undir leik við Liechtenstein á mánudagskvöld en þar er að litlu að keppa fyrir Ísland þar sem möguleikinn á að komast beint á EM er úr sögunni. „Við þurfum að nýta þann leik vel. Það var margt gott í þessum leik, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þetta var svipað og í Slóvakíuleiknum í sumar, þar sem við áttum mjög góðan fyrri hálfleik en náðum ekki að tengja tvo hálfleiki saman. Við þurfum að gera það á mánudaginn. Við sáum að þegar við spilum eins og í fyrri hálfleik þá erum við hörkufótboltalið, sköpuðum mikið af færum og hefðum átt að ganga frá leiknum á því mómenti,“ sagði Sverrir. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Orri Steinn: Blendnar tilfinningar eftir þennan leik Orri Steinn Óskarsson opnaði markareikning sinn fyrir íslenska karlalandsliðið í fótbolta þegar hann skoraði mark liðsins í 1-1 jafntefli gegn Lúxemborg í leik liðanna í undankeppni EM 2024 á Laugardalsvellinum í kvöld. 13. október 2023 21:21 Einkunnir Íslands: Orri Steinn bestur Ísland tók á móti Lúxemborg í áttundu umferð undankeppni EM 2024 á Laugardalsvelli. Ísland var töluvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og var yfir í hálfleik með marki frá Orra Steini Óskarssyni. 13. október 2023 21:13 Gylfi Þór: Yndislegt að snúa aftur á Laugardalsvöll Gylfi Þór Sigurðsson spilaði sinn fyrsta landsleik í tæp þrjú ár þegar íslenska karlalandsliðið í fótbolta gerði jafntefli gegn Lúxemborg í undankeppni EM 2024 á Laugardalsvellinum í kvöld. Gylfi Þór sagði tilfinninguna að spila aftur á Laugardalsvellinum yndislega. 13. október 2023 20:51 Umræða um landsleikinn á Twitter | Orri Steinn er nýr Kolbeinn Sigþórs Íslenskir fótboltaáhugamenn eru að ræða frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á samfélagsmiðlinum X-inu, áður Twitter. 13. október 2023 19:36 Umfjöllun: Ísland - Lúxemborg 1-1 | Sár vonbrigði í endurkomu Gylfa Íslenska karlalandsliðið í fótbolta varð að sætta sig við 1-1 jafntefli gegn Lúxemborg á Laugardalsvelli í kvöld. Þar með er vonin um að komast beint á EM úr undankeppninni algjörlega úr sögunni. 13. október 2023 21:30 Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Sjá meira
Ísland var 1-0 yfir í hálfleik en fékk á sig jöfnunarmark strax í upphafi seinni hálfleiksins. „Við áttum mjög góðan fyrri hálfleik, náðum að fara hátt á þá, pressa þá og nota svolítið vindinn. Við fengum að minnsta kosti þrjú góð færi til að koma okkur í mjög góða stöðu í fyrri hálfleik. En við komum svolítið sofandi í byrjun seinni hálfleiks og fáum mark allt of snemma á okkur. Eftir það var þetta barningur, völlurinn erfiður til að skapa eitthvað og mikið um seinni bolta og návígi. En við fengum 1-2 fína sénsa til að ná að setja annað markið en það féll ekki fyrir okkur,“ sagði Sverrir Ingi. Klippa: Sverrir Ingi eftir Lúxemborgarleikinn En hvað gerðist í markinu sem gestirnir skoruðu? „Þeir fara hærra á okkur, við erum yfir, og setja okkur undir pressu. Við þurfum að spila svolítið annan leik, lendum svolítið undir og þeir koma hlaupandi á okkur. Það gerðist í markinu sem þeir skoruðu. En fyrir utan það sköpuðu þeir sér engin færi, fyrir utan í restina. Þetta var ódýrt mark að fá á sig, mikil vonbrigði og dró svolítið úr okkur.“ Sverrir og félagar þurfa nú að búa sig undir leik við Liechtenstein á mánudagskvöld en þar er að litlu að keppa fyrir Ísland þar sem möguleikinn á að komast beint á EM er úr sögunni. „Við þurfum að nýta þann leik vel. Það var margt gott í þessum leik, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þetta var svipað og í Slóvakíuleiknum í sumar, þar sem við áttum mjög góðan fyrri hálfleik en náðum ekki að tengja tvo hálfleiki saman. Við þurfum að gera það á mánudaginn. Við sáum að þegar við spilum eins og í fyrri hálfleik þá erum við hörkufótboltalið, sköpuðum mikið af færum og hefðum átt að ganga frá leiknum á því mómenti,“ sagði Sverrir.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Orri Steinn: Blendnar tilfinningar eftir þennan leik Orri Steinn Óskarsson opnaði markareikning sinn fyrir íslenska karlalandsliðið í fótbolta þegar hann skoraði mark liðsins í 1-1 jafntefli gegn Lúxemborg í leik liðanna í undankeppni EM 2024 á Laugardalsvellinum í kvöld. 13. október 2023 21:21 Einkunnir Íslands: Orri Steinn bestur Ísland tók á móti Lúxemborg í áttundu umferð undankeppni EM 2024 á Laugardalsvelli. Ísland var töluvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og var yfir í hálfleik með marki frá Orra Steini Óskarssyni. 13. október 2023 21:13 Gylfi Þór: Yndislegt að snúa aftur á Laugardalsvöll Gylfi Þór Sigurðsson spilaði sinn fyrsta landsleik í tæp þrjú ár þegar íslenska karlalandsliðið í fótbolta gerði jafntefli gegn Lúxemborg í undankeppni EM 2024 á Laugardalsvellinum í kvöld. Gylfi Þór sagði tilfinninguna að spila aftur á Laugardalsvellinum yndislega. 13. október 2023 20:51 Umræða um landsleikinn á Twitter | Orri Steinn er nýr Kolbeinn Sigþórs Íslenskir fótboltaáhugamenn eru að ræða frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á samfélagsmiðlinum X-inu, áður Twitter. 13. október 2023 19:36 Umfjöllun: Ísland - Lúxemborg 1-1 | Sár vonbrigði í endurkomu Gylfa Íslenska karlalandsliðið í fótbolta varð að sætta sig við 1-1 jafntefli gegn Lúxemborg á Laugardalsvelli í kvöld. Þar með er vonin um að komast beint á EM úr undankeppninni algjörlega úr sögunni. 13. október 2023 21:30 Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Sjá meira
Orri Steinn: Blendnar tilfinningar eftir þennan leik Orri Steinn Óskarsson opnaði markareikning sinn fyrir íslenska karlalandsliðið í fótbolta þegar hann skoraði mark liðsins í 1-1 jafntefli gegn Lúxemborg í leik liðanna í undankeppni EM 2024 á Laugardalsvellinum í kvöld. 13. október 2023 21:21
Einkunnir Íslands: Orri Steinn bestur Ísland tók á móti Lúxemborg í áttundu umferð undankeppni EM 2024 á Laugardalsvelli. Ísland var töluvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og var yfir í hálfleik með marki frá Orra Steini Óskarssyni. 13. október 2023 21:13
Gylfi Þór: Yndislegt að snúa aftur á Laugardalsvöll Gylfi Þór Sigurðsson spilaði sinn fyrsta landsleik í tæp þrjú ár þegar íslenska karlalandsliðið í fótbolta gerði jafntefli gegn Lúxemborg í undankeppni EM 2024 á Laugardalsvellinum í kvöld. Gylfi Þór sagði tilfinninguna að spila aftur á Laugardalsvellinum yndislega. 13. október 2023 20:51
Umræða um landsleikinn á Twitter | Orri Steinn er nýr Kolbeinn Sigþórs Íslenskir fótboltaáhugamenn eru að ræða frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á samfélagsmiðlinum X-inu, áður Twitter. 13. október 2023 19:36
Umfjöllun: Ísland - Lúxemborg 1-1 | Sár vonbrigði í endurkomu Gylfa Íslenska karlalandsliðið í fótbolta varð að sætta sig við 1-1 jafntefli gegn Lúxemborg á Laugardalsvelli í kvöld. Þar með er vonin um að komast beint á EM úr undankeppninni algjörlega úr sögunni. 13. október 2023 21:30