Stjórnin í Póllandi fallin samkvæmt útgönguspám Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. október 2023 21:18 Donald Tusk, leiðtogi Borgaraflokksins, hefur lýst yfir sigri í þingkosningunum í Póllandi eftir að útgönguspár sýndu að stjórnarflokkkurinn Lög og réttlæti nær ekki meirihluta. Líklegt þykir að hann muni leiða samsteypustjórn þriggja flokka. AP/Petr David Samkvæmt fyrstu útgönguspám úr þingkosningum í Póllandi nær stjórnarflokkur landsins, Lög og réttlæti, ekki hreinum meirihluta. Líklegasta niðurstaðan er talin vera samsteypustjórn mynduð af hinum lýðræðislegu stjórnarandstöðuflokkum. Kjörstaðir lokuðu í þingkosningum Póllands um sjö í kvöld að íslenskum tíma og eru fyrstu útgönguspár komnar. Þar fær stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti um 36,8 prósent atkvæða, um 200 sæti en 231 þingmann þarf til að mynda meirihluta. Forsætisráðherra Póllands, Mateusz Mazowiecki, er vafalaust ekki sáttur með niðurstöðuna verði hún eins og útgönguspár segja. Flokkur hans Lög og réttlæti hafa verið við stjórn síðustu tvö kjörtímabil.AP/Michal Dyjuk Þar á eftir koma Borgaraflokkurinn, stjórnarandstöðuflokkur Donald Tusk, með 31,6 prósent, eða 163 þingmenn, Þriðja leiðin með þrettán prósent, um 55 þingmenn, vinstriflokkurinn Nýja vinstrið með 8,6 prósent, um 30 þingmenn og loks hægriflokkurinn Sambandsflokkurinn með 6,2 prósent. Talið er líklegast að þrír flokkar hinnar lýðræðislegu stjórnarandstöðu, Borgaraflokkur Donalds Tusk, Þriðja leiðin og Nýja vinstrið, myndi samsteypustjórn. Donald Tusk lýsti yfir sigri eftir að kjörstaðir lokuðu. „Þetta eru endalok valdatíðar Laga og réttlætis, okkur tókst það,“ sagði hann við mikil fagnaðarlæti stuðningsmanna sinna. „Þessa dags verður minnst í sögunni sem bjarts dags, endurfæðingar Póllands,“ sagði hann einnig. Donald Tusk segir daginn sögulegan í pólskum stjórnmálum.AP/Petr David Josek Viðræður verði sennilega ekki snúnar Samhliða þingkosningum gengu Pólverjar til þjóðaratkvæðagreiðslu um fjögur mál: afstöðu til innflytjenda, um skoðanir sínar á vegg við landamæri landsins að Hvíta-Rússlandi, hækkun eftirlaunaaldurs og sölu á ríkiseignum. Kjörsókn mældist 72,9 prósent og hefur ekki mælst jafnhá í Póllandi síðan 1989. Pawel Bartozek, borgarfulltrúi Viðreisnar, ræddi við Sindra Sindrason um kosningarnar í beinni útsendingu kvöldfrétta Stöðvar 2. Pawel var ekki svo viss um að stjórnarmyndunarviðræður yrðu snúnar eins og hefur verið rætt um fyrir kosningar Hann sagði að það lægi beint við að ef flokkur Donald Tusk, Þriðja leiðin og Nýja vinstrið næðu meirihluta á þinginu þá myndu þeir ræða saman. „Þó það sé vissulega langt á milli þessara flokka í ýmsum málum þá eru þeir einhvern veginn dæmdir til að fara í þá samsteypustjórn þannig ég hef ekki trú á að hún verði það snúin,“ sagði Pawel. Pólverjar stoltir af kosningaþátttökunni Aðspurður hvert væri viðkvæmasta málefnið sagði Pawel „Málefnið sem Lög og réttlæti hafa reynt að setja á oddinn í þessari kosningabaráttu snúast um efni þessara svokölluðu þjóðaratkvæðisgreiðsluspurninga á meðan Donald Tusk og Borgaraflokkurinn hefur reynt að leggja meiri áherslu á húsnæðismál og verðlag. Nema kannski á lokaspretti kosningabaráttunnar þar sem þeir höfðuðu til þess að nú væri tækifæri til þess að breyta.“ Er einhver munur á milli þeirra sem yngri eru og þeirra eldri þegar kemur að málum? „Líklegast er það þannig að yngri kjósendur eru líklegri til að kjósa hina lýðræðislegu stjórnarandstöðu en það munar samt ekki það miklu. Til dæmis nýtur flokkurinn lengst til hægri töluverðs stuðnings meðal ungs fólks enda með ungan og mælskan leiðtoga sem er því miður með ekkert alltof góðar skoðanir,“ sagði Pawel. Hvernig líður Pólverjum í dag? „Ég held að margir Pólverjar séu reyndar nokkuð stoltir af þessari miklu kosningaþátttöku,“ segir Pawel enda hefur hún ekki verið jafnhá síðan Pólverjar felldu kommúnismann 1989. „Mér sýnist heilt á litið flestir, allavega í mínum kreðsum og hinar talandi stéttir, hampa því og gleðjast yfir þessari miklu kosningaþátttöku.“ Pólland Kosningar í Póllandi Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Kjörstaðir lokuðu í þingkosningum Póllands um sjö í kvöld að íslenskum tíma og eru fyrstu útgönguspár komnar. Þar fær stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti um 36,8 prósent atkvæða, um 200 sæti en 231 þingmann þarf til að mynda meirihluta. Forsætisráðherra Póllands, Mateusz Mazowiecki, er vafalaust ekki sáttur með niðurstöðuna verði hún eins og útgönguspár segja. Flokkur hans Lög og réttlæti hafa verið við stjórn síðustu tvö kjörtímabil.AP/Michal Dyjuk Þar á eftir koma Borgaraflokkurinn, stjórnarandstöðuflokkur Donald Tusk, með 31,6 prósent, eða 163 þingmenn, Þriðja leiðin með þrettán prósent, um 55 þingmenn, vinstriflokkurinn Nýja vinstrið með 8,6 prósent, um 30 þingmenn og loks hægriflokkurinn Sambandsflokkurinn með 6,2 prósent. Talið er líklegast að þrír flokkar hinnar lýðræðislegu stjórnarandstöðu, Borgaraflokkur Donalds Tusk, Þriðja leiðin og Nýja vinstrið, myndi samsteypustjórn. Donald Tusk lýsti yfir sigri eftir að kjörstaðir lokuðu. „Þetta eru endalok valdatíðar Laga og réttlætis, okkur tókst það,“ sagði hann við mikil fagnaðarlæti stuðningsmanna sinna. „Þessa dags verður minnst í sögunni sem bjarts dags, endurfæðingar Póllands,“ sagði hann einnig. Donald Tusk segir daginn sögulegan í pólskum stjórnmálum.AP/Petr David Josek Viðræður verði sennilega ekki snúnar Samhliða þingkosningum gengu Pólverjar til þjóðaratkvæðagreiðslu um fjögur mál: afstöðu til innflytjenda, um skoðanir sínar á vegg við landamæri landsins að Hvíta-Rússlandi, hækkun eftirlaunaaldurs og sölu á ríkiseignum. Kjörsókn mældist 72,9 prósent og hefur ekki mælst jafnhá í Póllandi síðan 1989. Pawel Bartozek, borgarfulltrúi Viðreisnar, ræddi við Sindra Sindrason um kosningarnar í beinni útsendingu kvöldfrétta Stöðvar 2. Pawel var ekki svo viss um að stjórnarmyndunarviðræður yrðu snúnar eins og hefur verið rætt um fyrir kosningar Hann sagði að það lægi beint við að ef flokkur Donald Tusk, Þriðja leiðin og Nýja vinstrið næðu meirihluta á þinginu þá myndu þeir ræða saman. „Þó það sé vissulega langt á milli þessara flokka í ýmsum málum þá eru þeir einhvern veginn dæmdir til að fara í þá samsteypustjórn þannig ég hef ekki trú á að hún verði það snúin,“ sagði Pawel. Pólverjar stoltir af kosningaþátttökunni Aðspurður hvert væri viðkvæmasta málefnið sagði Pawel „Málefnið sem Lög og réttlæti hafa reynt að setja á oddinn í þessari kosningabaráttu snúast um efni þessara svokölluðu þjóðaratkvæðisgreiðsluspurninga á meðan Donald Tusk og Borgaraflokkurinn hefur reynt að leggja meiri áherslu á húsnæðismál og verðlag. Nema kannski á lokaspretti kosningabaráttunnar þar sem þeir höfðuðu til þess að nú væri tækifæri til þess að breyta.“ Er einhver munur á milli þeirra sem yngri eru og þeirra eldri þegar kemur að málum? „Líklegast er það þannig að yngri kjósendur eru líklegri til að kjósa hina lýðræðislegu stjórnarandstöðu en það munar samt ekki það miklu. Til dæmis nýtur flokkurinn lengst til hægri töluverðs stuðnings meðal ungs fólks enda með ungan og mælskan leiðtoga sem er því miður með ekkert alltof góðar skoðanir,“ sagði Pawel. Hvernig líður Pólverjum í dag? „Ég held að margir Pólverjar séu reyndar nokkuð stoltir af þessari miklu kosningaþátttöku,“ segir Pawel enda hefur hún ekki verið jafnhá síðan Pólverjar felldu kommúnismann 1989. „Mér sýnist heilt á litið flestir, allavega í mínum kreðsum og hinar talandi stéttir, hampa því og gleðjast yfir þessari miklu kosningaþátttöku.“
Pólland Kosningar í Póllandi Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira