Yngvi hættur hjá Sýn Árni Sæberg skrifar 16. október 2023 09:28 Yngvi Halldórsson, fyrrverandi forstjóri Sýnar. Sýn Stjórn Sýnar og Yngvi Halldórsson, forstjóri, hafa í dag gert samkomulag um starfslok forstjóra. Viðræður um starfslokin áttu sér stað að frumkvæði forstjóra. Hann hefur látið af störfum. Þetta segir í tilkynningu Sýnar til Kauphallar nú í morgunsárið. Þar segir að Páll Ásgrímsson, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs, taki tímabundið við starfi forstjóra þar til nýr forstjóri hefur verið ráðinn. Ráðningarferli sé hafið. „Við þökkum Yngva fyrir hans framlag til félagsins og óskum honum velfarnaðar. Um leið erum við lánsöm að geta leitað til Páls Ásgrímssonar um að leiða félagið tímabundið. Hann hefur fullt traust stjórnar til að leiða félagið þar til nýr fastráðinn forstjóri tekur til starfa,“ er haft eftir Jóni Skaftasyni, stjórnarformanni Sýnar. „Sýn er frábært fyrirtæki sem er fullt af afburða fagfólki sem leggur ástríðu í störf sín á hverjum degi. Ákvörðun mín að hætta störfum hjá félaginu er rétt ákvörðun fyrir mig á þessum tímapunkti. Ég óska Sýn alls hins besta og þakka kærlega fyrir samstarfið síðustu fjögur ár,“ er haft eftir Yngva. Miklar breytingar hjá félaginu Yngvi tók við stöðu forstjóra Sýnar í september í fyrra eftir að Heiðar Guðjónsson seldi allan hlut sinn í félaginu og hætti sem forstjóri. Þar áður hafði Yngvi gengt stöðu framkvæmdastjóra rekstrarsviðs í þrjú ár. Síðan Heiðar seldi fjárfestahópnum Gavia invest, sem áðurnefndur Jón Skaftason veitir forsvar, hafa ýmsar breytingar orðið hjá Sýn. Tveir hluthafafundir hafa verið haldnir og tvær stjórnir kjörnar. Þá lét Þórhallur Gunnarsson af störfum sem framkvæmdastjóri fjölmiðla Sýnar í júní síðastliðnum og í ágúst óskaði Alda Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri mannauðs hjá Sýn, eftir því að láta af störfum. Hún tók við sama starfi hjá Innnes í kjölfarið. Vísir er í eigu Sýnar. Vistaskipti Sýn Fjölmiðlar Fjarskipti Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og allir hlutir til almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarvirði tæpur 91 milljarður og allir hlutir til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu Sýnar til Kauphallar nú í morgunsárið. Þar segir að Páll Ásgrímsson, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs, taki tímabundið við starfi forstjóra þar til nýr forstjóri hefur verið ráðinn. Ráðningarferli sé hafið. „Við þökkum Yngva fyrir hans framlag til félagsins og óskum honum velfarnaðar. Um leið erum við lánsöm að geta leitað til Páls Ásgrímssonar um að leiða félagið tímabundið. Hann hefur fullt traust stjórnar til að leiða félagið þar til nýr fastráðinn forstjóri tekur til starfa,“ er haft eftir Jóni Skaftasyni, stjórnarformanni Sýnar. „Sýn er frábært fyrirtæki sem er fullt af afburða fagfólki sem leggur ástríðu í störf sín á hverjum degi. Ákvörðun mín að hætta störfum hjá félaginu er rétt ákvörðun fyrir mig á þessum tímapunkti. Ég óska Sýn alls hins besta og þakka kærlega fyrir samstarfið síðustu fjögur ár,“ er haft eftir Yngva. Miklar breytingar hjá félaginu Yngvi tók við stöðu forstjóra Sýnar í september í fyrra eftir að Heiðar Guðjónsson seldi allan hlut sinn í félaginu og hætti sem forstjóri. Þar áður hafði Yngvi gengt stöðu framkvæmdastjóra rekstrarsviðs í þrjú ár. Síðan Heiðar seldi fjárfestahópnum Gavia invest, sem áðurnefndur Jón Skaftason veitir forsvar, hafa ýmsar breytingar orðið hjá Sýn. Tveir hluthafafundir hafa verið haldnir og tvær stjórnir kjörnar. Þá lét Þórhallur Gunnarsson af störfum sem framkvæmdastjóri fjölmiðla Sýnar í júní síðastliðnum og í ágúst óskaði Alda Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri mannauðs hjá Sýn, eftir því að láta af störfum. Hún tók við sama starfi hjá Innnes í kjölfarið. Vísir er í eigu Sýnar.
Vistaskipti Sýn Fjölmiðlar Fjarskipti Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og allir hlutir til almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarvirði tæpur 91 milljarður og allir hlutir til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent