Yngvi hættur hjá Sýn Árni Sæberg skrifar 16. október 2023 09:28 Yngvi Halldórsson, fyrrverandi forstjóri Sýnar. Sýn Stjórn Sýnar og Yngvi Halldórsson, forstjóri, hafa í dag gert samkomulag um starfslok forstjóra. Viðræður um starfslokin áttu sér stað að frumkvæði forstjóra. Hann hefur látið af störfum. Þetta segir í tilkynningu Sýnar til Kauphallar nú í morgunsárið. Þar segir að Páll Ásgrímsson, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs, taki tímabundið við starfi forstjóra þar til nýr forstjóri hefur verið ráðinn. Ráðningarferli sé hafið. „Við þökkum Yngva fyrir hans framlag til félagsins og óskum honum velfarnaðar. Um leið erum við lánsöm að geta leitað til Páls Ásgrímssonar um að leiða félagið tímabundið. Hann hefur fullt traust stjórnar til að leiða félagið þar til nýr fastráðinn forstjóri tekur til starfa,“ er haft eftir Jóni Skaftasyni, stjórnarformanni Sýnar. „Sýn er frábært fyrirtæki sem er fullt af afburða fagfólki sem leggur ástríðu í störf sín á hverjum degi. Ákvörðun mín að hætta störfum hjá félaginu er rétt ákvörðun fyrir mig á þessum tímapunkti. Ég óska Sýn alls hins besta og þakka kærlega fyrir samstarfið síðustu fjögur ár,“ er haft eftir Yngva. Miklar breytingar hjá félaginu Yngvi tók við stöðu forstjóra Sýnar í september í fyrra eftir að Heiðar Guðjónsson seldi allan hlut sinn í félaginu og hætti sem forstjóri. Þar áður hafði Yngvi gengt stöðu framkvæmdastjóra rekstrarsviðs í þrjú ár. Síðan Heiðar seldi fjárfestahópnum Gavia invest, sem áðurnefndur Jón Skaftason veitir forsvar, hafa ýmsar breytingar orðið hjá Sýn. Tveir hluthafafundir hafa verið haldnir og tvær stjórnir kjörnar. Þá lét Þórhallur Gunnarsson af störfum sem framkvæmdastjóri fjölmiðla Sýnar í júní síðastliðnum og í ágúst óskaði Alda Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri mannauðs hjá Sýn, eftir því að láta af störfum. Hún tók við sama starfi hjá Innnes í kjölfarið. Vísir er í eigu Sýnar. Vistaskipti Sýn Fjölmiðlar Fjarskipti Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu Sýnar til Kauphallar nú í morgunsárið. Þar segir að Páll Ásgrímsson, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs, taki tímabundið við starfi forstjóra þar til nýr forstjóri hefur verið ráðinn. Ráðningarferli sé hafið. „Við þökkum Yngva fyrir hans framlag til félagsins og óskum honum velfarnaðar. Um leið erum við lánsöm að geta leitað til Páls Ásgrímssonar um að leiða félagið tímabundið. Hann hefur fullt traust stjórnar til að leiða félagið þar til nýr fastráðinn forstjóri tekur til starfa,“ er haft eftir Jóni Skaftasyni, stjórnarformanni Sýnar. „Sýn er frábært fyrirtæki sem er fullt af afburða fagfólki sem leggur ástríðu í störf sín á hverjum degi. Ákvörðun mín að hætta störfum hjá félaginu er rétt ákvörðun fyrir mig á þessum tímapunkti. Ég óska Sýn alls hins besta og þakka kærlega fyrir samstarfið síðustu fjögur ár,“ er haft eftir Yngva. Miklar breytingar hjá félaginu Yngvi tók við stöðu forstjóra Sýnar í september í fyrra eftir að Heiðar Guðjónsson seldi allan hlut sinn í félaginu og hætti sem forstjóri. Þar áður hafði Yngvi gengt stöðu framkvæmdastjóra rekstrarsviðs í þrjú ár. Síðan Heiðar seldi fjárfestahópnum Gavia invest, sem áðurnefndur Jón Skaftason veitir forsvar, hafa ýmsar breytingar orðið hjá Sýn. Tveir hluthafafundir hafa verið haldnir og tvær stjórnir kjörnar. Þá lét Þórhallur Gunnarsson af störfum sem framkvæmdastjóri fjölmiðla Sýnar í júní síðastliðnum og í ágúst óskaði Alda Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri mannauðs hjá Sýn, eftir því að láta af störfum. Hún tók við sama starfi hjá Innnes í kjölfarið. Vísir er í eigu Sýnar.
Vistaskipti Sýn Fjölmiðlar Fjarskipti Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira