Aron Einar: Gylfi bætir æfingar og allt í kringum landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2023 13:31 Aron Einar Gunnarsson mætti á síðasta blaðamannafund fyrir leik fyrir hönd leikmanna íslenska liðsins. S2 Sport Aron Einar Gunnarsson verður aftur fyrirliði íslenska landsliðsins í leiknum á móti Liechtenstein í kvöld en hann mætti fyrir hönd íslenska liðsins á blaðamannafund í gær. Aron Einar missti af leiknum við Lúxemborg en leiðir nú líklega út liðið á móti liðinu sem hann skoraði þrennu á móti í mars síðastliðnum. Eða hvað? Aron Einar bjóst sjálfur ekki við að byrja þegar hann hitti blaðamenn fyrir leikinn. Búinn að eiga góða æfingaviku „Ég byrja nú ekki held ég. Það eru ekki komnar nógu margar mínútur í kroppinn en ég er búinn að eiga virkilega góða æfingaviku. Það er alla vega byrjunin. Ég vonast eftir því að fá mínútur og komast í takt,“ sagði Aron Einar Gunnarsson í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Íslenska liðið nýtti ekki yfirburði sína í fyrri hálfleik á móti Lúxemborg og varð að sætta sig við jafntefli. „Við fórum vel yfir Lúxemborg leikinn í gær og tókum góðan fund, Það er virkilega mikilvægt fyrir okkur að læra af svona leikjum. Við eigum að klára svona leiki. Við erum með þá í fyrri hálfleik og komum út á hælunum í seinni hálfleikinn finnst mér og fáum á okkur mark,“ sagði Aron. Íslenska liðið var 1-0 yfir í hálfleik en seinni hálfleikurinn var liðinu erfiður. „Við hættum að gera það sem við erum góðir í að gera. Við þurfum betrumbæta það og við fórum vel yfir það. Vonandi kemur það ekki fyrir aftur en það koma tímapunktar í leikjum þar sem við þurfum að fara aftar á völlinn. Skipuleggja allt upp á nýtt. Við þurfum að gera það betur við gerðum í þessum leik,“ sagði Aron. Við erum hérna til þess að læra „Við erum hérna til þess að læra. Þjálfarinn fór yfir góðar klippur sem voru virkilega góðar í fyrri hálfleik. Við sáum þetta svart á hvítu. Þetta var bara svart og hvítt eins og einhver kallaði þetta. Fyrri hálfleikurinn var frábærlega spilaður og við þurfum að gera meira af því,“ sagði Aron. „Við þurfum að vera meira skipulagðir og stöðugri í okkar aðgerðum,“ sagði Aron en er leikurinn á móti Liechtenstein skyldusigur? „Algjörlega. Það er ósköp einfalt. Þetta er okkar heimavöllur og við erum að spila á móti lakara liði. Við ætlum okkur þrjú stig en við þurfum samt að gera hlutina almennilega. Halda áfram á þeirri vegferð sem við erum á,“ sagði Aron. Tempó á æfingum breytist að fá svona gæði inn „Það eru einhverjir sem eru þegar komnir inn og einhverjir sem fá fleiri mínútur og þetta er góður leikur fyrir það,“ sagði Aron. Gylfa vantar bara eitt mark til að jafna markametið. Eru strákarnir eitthvað að minna hann á það? „Alls ekki. Maður sér það bara á æfingum hvað hann er glaður að vera kominn til baka og ánægður. Við líka. Tempó á æfingum breytist þegar svona gæði koma inn á þær. Það er virkilega jákvætt að fá Gylfa aftur inn í liðið. Hann bætir æfingar og allt sem er í kringum landsliðið,“ sagði Aron. Það má sjá allt viðtalið við Aron Einar hér fyrir neðan. Klippa: Aron Einar fyrir leikinn gegn Liechtenstein Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Fótbolti Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Sport Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Sjá meira
Aron Einar missti af leiknum við Lúxemborg en leiðir nú líklega út liðið á móti liðinu sem hann skoraði þrennu á móti í mars síðastliðnum. Eða hvað? Aron Einar bjóst sjálfur ekki við að byrja þegar hann hitti blaðamenn fyrir leikinn. Búinn að eiga góða æfingaviku „Ég byrja nú ekki held ég. Það eru ekki komnar nógu margar mínútur í kroppinn en ég er búinn að eiga virkilega góða æfingaviku. Það er alla vega byrjunin. Ég vonast eftir því að fá mínútur og komast í takt,“ sagði Aron Einar Gunnarsson í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Íslenska liðið nýtti ekki yfirburði sína í fyrri hálfleik á móti Lúxemborg og varð að sætta sig við jafntefli. „Við fórum vel yfir Lúxemborg leikinn í gær og tókum góðan fund, Það er virkilega mikilvægt fyrir okkur að læra af svona leikjum. Við eigum að klára svona leiki. Við erum með þá í fyrri hálfleik og komum út á hælunum í seinni hálfleikinn finnst mér og fáum á okkur mark,“ sagði Aron. Íslenska liðið var 1-0 yfir í hálfleik en seinni hálfleikurinn var liðinu erfiður. „Við hættum að gera það sem við erum góðir í að gera. Við þurfum betrumbæta það og við fórum vel yfir það. Vonandi kemur það ekki fyrir aftur en það koma tímapunktar í leikjum þar sem við þurfum að fara aftar á völlinn. Skipuleggja allt upp á nýtt. Við þurfum að gera það betur við gerðum í þessum leik,“ sagði Aron. Við erum hérna til þess að læra „Við erum hérna til þess að læra. Þjálfarinn fór yfir góðar klippur sem voru virkilega góðar í fyrri hálfleik. Við sáum þetta svart á hvítu. Þetta var bara svart og hvítt eins og einhver kallaði þetta. Fyrri hálfleikurinn var frábærlega spilaður og við þurfum að gera meira af því,“ sagði Aron. „Við þurfum að vera meira skipulagðir og stöðugri í okkar aðgerðum,“ sagði Aron en er leikurinn á móti Liechtenstein skyldusigur? „Algjörlega. Það er ósköp einfalt. Þetta er okkar heimavöllur og við erum að spila á móti lakara liði. Við ætlum okkur þrjú stig en við þurfum samt að gera hlutina almennilega. Halda áfram á þeirri vegferð sem við erum á,“ sagði Aron. Tempó á æfingum breytist að fá svona gæði inn „Það eru einhverjir sem eru þegar komnir inn og einhverjir sem fá fleiri mínútur og þetta er góður leikur fyrir það,“ sagði Aron. Gylfa vantar bara eitt mark til að jafna markametið. Eru strákarnir eitthvað að minna hann á það? „Alls ekki. Maður sér það bara á æfingum hvað hann er glaður að vera kominn til baka og ánægður. Við líka. Tempó á æfingum breytist þegar svona gæði koma inn á þær. Það er virkilega jákvætt að fá Gylfa aftur inn í liðið. Hann bætir æfingar og allt sem er í kringum landsliðið,“ sagði Aron. Það má sjá allt viðtalið við Aron Einar hér fyrir neðan. Klippa: Aron Einar fyrir leikinn gegn Liechtenstein
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Fótbolti Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Sport Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Sjá meira