Åge viss um að Gylfi muni slá markametið bara kannski ekki í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2023 15:00 Gylfi Þór Sigurðsson í leiknum á móti Lúxemborg. Vísir/Hulda Margrét Åge Hareide stýrir íslenska landsliðinu á Laugardalsvellinum í kvöld á móti Liechtenstein í síðasta heimaleik Íslands. „Ég veit ekki hverju er von á því þeir hafa ekki gert mikið hingað til. Allir landsleikir eru aftur á móti mikilvægir fyrir okkur sama hver mótherjinn er, hvort sem það er Liechtenstein eða Potúgal,“ sagði Åge Hareide. „Við verðum að reyna að vinna leikinn. Það er markmiðið okkar og það ætlum við okkur að gera,“ sagði Hareide. Hugsa um FIFA-listann „Við verðum líka að hugsa um stöðuna okkar á styrkleikalistanum. Við verðum líka að laga okkar leik yfir heilar níutíu mínútur. Við spiluðum virkilega vel í 45 mínútur í síðasta leik en misstum dampinn í seinni hálfleik,“ sagði Hareide. „Við höfum skoðað leikinn vel og ætlum að leggja enn meira á okkur í þessum leik. Við ætlum að reyna að spila eins vel og við getum og nota leikina fram undan til að undirbúa liðið eins vel og við getum fyrir marsmánuð,“ sagði Hareide en þar er líklegt að íslenska liðið spili umspilsleiki um sæti á EM. Åge Hareide talar við Gylfa Þór Sigurðsson áður en hann kom inn á völlinn.Vísir/Hulda Margrét Reyndum að finna út af hverju við hættum að spila þannig „Við verðum að halda áfram að gera hlutina eins og við gerðum í fyrri hálfleiknum. Við reyndum að finna út af hverju við hættum að spila þannig því það gekk mjög vel í fyrri hálfleiknum,“ sagði Hareide. „Það eru lítil atriði í okkar leik þegar við erum með boltann sem okkur gekk ekki eins vel að leysa í seinni hálfleiknum. Leikmennirnir vita af því og við verðum að hafa trú á okkur sjálfum. Menn voru aðeins of fljótir að missa hausinn eftir að þeir skoruðu snemma í seinni hálfleik og það gerðist líka í Lúxemborg þegar við fengum á okkur víti,“ sagði Hareide. „Við þurfum að vera sterkari og harðari við hverja aðra svo að menn haldi áfram að spila okkar leik,“ sagði Hareide en hvað með liðið? „Það verða nokkrar breytingar á byrjunarliðinu,“ sagði Hareide en vildi ekki gefa neitt upp. Verður Gylfi Þór Sigurðsson í byrjunarliðinu? Ég vona að hann nái því „Gylfi er einn af þessum leikmönnum sem fær mínútur,“ sagði Hareide og brosti. Gylfa vantar bara eitt mark til að jafna markametið í A-landsliðinu. „Ég vona að hann nái því. Ég er viss um þegar hann kemur til baka í toppformi þá mun hann bæta metið. Hann er búinn að vera í tvö ár í burtu frá fótboltanum en elskar það að vera kominn til baka. Það er gaman að sjá hann á æfingum og það var flott að sjá stuðninginn sem hann fékk þegar hann kom inn á völlinn á móti Lúxemborg. Það var gott fyrir Gylfa og það er gott að hafa hann aftur með okkur,“ sagði Hareide. Það má sjá viðtal hans við Svövu Kristínu Gretarsdóttur hér fyrir neðan. Klippa: Hareide fyrir leikinn gegn Liechtenstein Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
„Ég veit ekki hverju er von á því þeir hafa ekki gert mikið hingað til. Allir landsleikir eru aftur á móti mikilvægir fyrir okkur sama hver mótherjinn er, hvort sem það er Liechtenstein eða Potúgal,“ sagði Åge Hareide. „Við verðum að reyna að vinna leikinn. Það er markmiðið okkar og það ætlum við okkur að gera,“ sagði Hareide. Hugsa um FIFA-listann „Við verðum líka að hugsa um stöðuna okkar á styrkleikalistanum. Við verðum líka að laga okkar leik yfir heilar níutíu mínútur. Við spiluðum virkilega vel í 45 mínútur í síðasta leik en misstum dampinn í seinni hálfleik,“ sagði Hareide. „Við höfum skoðað leikinn vel og ætlum að leggja enn meira á okkur í þessum leik. Við ætlum að reyna að spila eins vel og við getum og nota leikina fram undan til að undirbúa liðið eins vel og við getum fyrir marsmánuð,“ sagði Hareide en þar er líklegt að íslenska liðið spili umspilsleiki um sæti á EM. Åge Hareide talar við Gylfa Þór Sigurðsson áður en hann kom inn á völlinn.Vísir/Hulda Margrét Reyndum að finna út af hverju við hættum að spila þannig „Við verðum að halda áfram að gera hlutina eins og við gerðum í fyrri hálfleiknum. Við reyndum að finna út af hverju við hættum að spila þannig því það gekk mjög vel í fyrri hálfleiknum,“ sagði Hareide. „Það eru lítil atriði í okkar leik þegar við erum með boltann sem okkur gekk ekki eins vel að leysa í seinni hálfleiknum. Leikmennirnir vita af því og við verðum að hafa trú á okkur sjálfum. Menn voru aðeins of fljótir að missa hausinn eftir að þeir skoruðu snemma í seinni hálfleik og það gerðist líka í Lúxemborg þegar við fengum á okkur víti,“ sagði Hareide. „Við þurfum að vera sterkari og harðari við hverja aðra svo að menn haldi áfram að spila okkar leik,“ sagði Hareide en hvað með liðið? „Það verða nokkrar breytingar á byrjunarliðinu,“ sagði Hareide en vildi ekki gefa neitt upp. Verður Gylfi Þór Sigurðsson í byrjunarliðinu? Ég vona að hann nái því „Gylfi er einn af þessum leikmönnum sem fær mínútur,“ sagði Hareide og brosti. Gylfa vantar bara eitt mark til að jafna markametið í A-landsliðinu. „Ég vona að hann nái því. Ég er viss um þegar hann kemur til baka í toppformi þá mun hann bæta metið. Hann er búinn að vera í tvö ár í burtu frá fótboltanum en elskar það að vera kominn til baka. Það er gaman að sjá hann á æfingum og það var flott að sjá stuðninginn sem hann fékk þegar hann kom inn á völlinn á móti Lúxemborg. Það var gott fyrir Gylfa og það er gott að hafa hann aftur með okkur,“ sagði Hareide. Það má sjá viðtal hans við Svövu Kristínu Gretarsdóttur hér fyrir neðan. Klippa: Hareide fyrir leikinn gegn Liechtenstein
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira