Gylfi Þór: Búinn að dreyma um þetta í eitt og hálft ár Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. október 2023 20:55 Gylfi Þór fagnar öðru marka sinna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Gylfi Þór Sigurðsson viðurkenndi að hann hefði beðið lengi eftir því að bæta markamet íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Það gerði hann í kvöld þegar hann skoraði tvö mörk í 4-0 sigri Íslands á Liechtenstein. Sigur Íslands var öruggur og hefði liðið getað skorað töluvert fleiri mörk. Leiksins verður þó helst munað fyrir þá staðreynd að þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Gylfa Þórs Sigurðssonar síðan árið 2020, hans 80. A-landsleikur á ferlinum og fyrir leik var ljóst að hann gæti jafnað – og bætt – markamet íslenska liðsins. Hann jafnaði þá Kolbein Sigþórsson og Eið Smára Guðjohnsen með 26 mörk þegar hann skoraði úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. „Geggjað, búinn að bíða lengi eftir þessu. Er búinn að dreyma um þetta í eitt og hálft ár, yndislegt að þetta sé komið,“ sagði Gylfi Þór í viðtali beint eftir leik. Klippa: Gylfi jafnar markametið Gylfi Þór átti að koma út af í hálfleik en vildi spila örlítið meira. „Ég bað um tíu mínútur í viðbót. Veit að Freyr (Alexandersson, þjálfari Gylfa Þórs hjá Lyngby) verður ekkert rosalega ánægður með mig. Það var góð ákvörðun hjá Åge (Hareide, þjálfara Íslands) að leyfa mér að spila aðeins meira.“ „Langaði bara að spila meira. Leikurinn var það mikið stopp, sérstaklega í seinni hálfleik en líka í þeim fyrri. Mikið um tafir hjá þeim. Þetta var ekki erfiður leikur, gott að fá tíu mínútur í viðbót og æðislegt að skora.“ Klippa: Gylfi sá markahæsti frá upphafi Gylfi Þór var spurður út í þá vegferð sem íslenska landsliðið er á en liðið á enn möguleika á að komast í umspil um sæti á EM 2024 þökk sé árangri liðsins í Þjóðadeildinni. „Mikið og stórt verkefni framundan. Við erum með góða og tekníska unga leikmenn en þurfum að byggja gott lið sem er sérstaklega sterkt varnarlega.“ Gylfi Þór sagði liðið hafa breyst mikið frá því það var upp á sitt besta en í dag vill það spila boltanum mikið meira á meðan fókusinn þá var „meira á varnarleik og að vera þéttir því við höfðum þann eiginleika að geta unnið leiki þrátt fyrir að vera ekki mikið með boltann.“ „Þurfum þó að bæta okkur töluvert varnarlega sem lið,“ bætti Gylfi Þór við. Að lokum var Gylfi Þór spurður út í standið á sjálfum sér. „Allt í lagi. Bjóst ekki við því að ég myndi byrja leik í þessari landsleikjapásu en það er langt í land. Finn að ég er langt frá mínu bestu. Gott að hafa spilað 55 mínútur og mun halda áfram að koma mér í gang á næst mánuðum.“ Klippa: Gylfi Þór eftir markametið Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Liechtenstein 4-0 | Gylfi sló metið í stórsigri Gylfi Þór Sigurðsson stal senunni þegar Ísland vann öruggan sigur á Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld, 4-0, í undankeppni EM í fótbolta. 16. október 2023 20:40 Gylfi Þór markahæstur Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn markahæsti leikmaður í sögu íslenska karlalandsliðsins. 16. október 2023 19:07 Twitter eftir leik: „Okkar allra besti landsliðsmaður“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í undankeppni EM 2024 í kvöld. Eins og við var að búast fylgjast íslenskir áhorfendur vel með og láta skiðanir sínar í ljós á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter. 16. október 2023 20:45 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Sigur Íslands var öruggur og hefði liðið getað skorað töluvert fleiri mörk. Leiksins verður þó helst munað fyrir þá staðreynd að þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Gylfa Þórs Sigurðssonar síðan árið 2020, hans 80. A-landsleikur á ferlinum og fyrir leik var ljóst að hann gæti jafnað – og bætt – markamet íslenska liðsins. Hann jafnaði þá Kolbein Sigþórsson og Eið Smára Guðjohnsen með 26 mörk þegar hann skoraði úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. „Geggjað, búinn að bíða lengi eftir þessu. Er búinn að dreyma um þetta í eitt og hálft ár, yndislegt að þetta sé komið,“ sagði Gylfi Þór í viðtali beint eftir leik. Klippa: Gylfi jafnar markametið Gylfi Þór átti að koma út af í hálfleik en vildi spila örlítið meira. „Ég bað um tíu mínútur í viðbót. Veit að Freyr (Alexandersson, þjálfari Gylfa Þórs hjá Lyngby) verður ekkert rosalega ánægður með mig. Það var góð ákvörðun hjá Åge (Hareide, þjálfara Íslands) að leyfa mér að spila aðeins meira.“ „Langaði bara að spila meira. Leikurinn var það mikið stopp, sérstaklega í seinni hálfleik en líka í þeim fyrri. Mikið um tafir hjá þeim. Þetta var ekki erfiður leikur, gott að fá tíu mínútur í viðbót og æðislegt að skora.“ Klippa: Gylfi sá markahæsti frá upphafi Gylfi Þór var spurður út í þá vegferð sem íslenska landsliðið er á en liðið á enn möguleika á að komast í umspil um sæti á EM 2024 þökk sé árangri liðsins í Þjóðadeildinni. „Mikið og stórt verkefni framundan. Við erum með góða og tekníska unga leikmenn en þurfum að byggja gott lið sem er sérstaklega sterkt varnarlega.“ Gylfi Þór sagði liðið hafa breyst mikið frá því það var upp á sitt besta en í dag vill það spila boltanum mikið meira á meðan fókusinn þá var „meira á varnarleik og að vera þéttir því við höfðum þann eiginleika að geta unnið leiki þrátt fyrir að vera ekki mikið með boltann.“ „Þurfum þó að bæta okkur töluvert varnarlega sem lið,“ bætti Gylfi Þór við. Að lokum var Gylfi Þór spurður út í standið á sjálfum sér. „Allt í lagi. Bjóst ekki við því að ég myndi byrja leik í þessari landsleikjapásu en það er langt í land. Finn að ég er langt frá mínu bestu. Gott að hafa spilað 55 mínútur og mun halda áfram að koma mér í gang á næst mánuðum.“ Klippa: Gylfi Þór eftir markametið
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Liechtenstein 4-0 | Gylfi sló metið í stórsigri Gylfi Þór Sigurðsson stal senunni þegar Ísland vann öruggan sigur á Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld, 4-0, í undankeppni EM í fótbolta. 16. október 2023 20:40 Gylfi Þór markahæstur Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn markahæsti leikmaður í sögu íslenska karlalandsliðsins. 16. október 2023 19:07 Twitter eftir leik: „Okkar allra besti landsliðsmaður“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í undankeppni EM 2024 í kvöld. Eins og við var að búast fylgjast íslenskir áhorfendur vel með og láta skiðanir sínar í ljós á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter. 16. október 2023 20:45 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Liechtenstein 4-0 | Gylfi sló metið í stórsigri Gylfi Þór Sigurðsson stal senunni þegar Ísland vann öruggan sigur á Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld, 4-0, í undankeppni EM í fótbolta. 16. október 2023 20:40
Gylfi Þór markahæstur Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn markahæsti leikmaður í sögu íslenska karlalandsliðsins. 16. október 2023 19:07
Twitter eftir leik: „Okkar allra besti landsliðsmaður“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í undankeppni EM 2024 í kvöld. Eins og við var að búast fylgjast íslenskir áhorfendur vel með og láta skiðanir sínar í ljós á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter. 16. október 2023 20:45