Åge Hareide: „Fannst Gylfi eiga þetta skilið“ Sindri Sverrisson skrifar 16. október 2023 21:37 Gylfi Þór fagnar því að vera orðinn markahæsti leikmaður í sögu Íslands. Vísir/Hulda Margrét „Ég er alltaf glaður þegar við vinnum. Það eru alltaf smáatriði í þessum alþjóðlega fótbolta sem skipta sköpum og mér finnst þau hafa fallið stundum gegn okkur, eins og gegn Slóvakíu, Portúgal og Lúxemborg. Það var gott að ná öruggum sigri,“ sagði Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, eftir 4-0 sigurinn gegn Liechtenstein í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson fékk sæti í byrjunarliðinu hjá Hareide í kvöld og lék því byrjunarliðsleik í fyrsta sinn frá því í maí 2021. Hann átti upphaflega bara að spila fyrri hálfleik en hafði þá skorað eitt mark og þurfti annað til að slá markamet landsliðsins, sem hann svo gerði: „Við vildum tíu mínútur í viðbót. Hann vildi ná þessu meti. Það var gott að sjá. Honum leið vel í hálfleik. Við höfðum smá áhyggjur því Freyr, þjálfari hans hjá Lyngby, hefur haft áhyggjur af að hann spili of mikið en þannig er það alltaf. Hann er gæðaleikmaður og gæðamanneskja, og það er gaman að sjá hann skora mörkin eins og hann gerir,“ sagði Hareide. „Stundum er búið að skrifa söguna fyrir fram og mér fannst Gylfi eiga þetta skilið eftir tveggja ára hlé. Þetta var stórkostlegt og mjög gott fyrir hann,“ bætti hann við. Klippa: Hareide eftir leik Segir Gylfa hafa stórkostleg áhrif Hvernig áhrif hefur Gylfi á liðið? „Stórkostleg. Ein ástæða þess að við fengum Gylfa og Aron inn var ekki til að þeir spiluðu margar mínútur heldur vegna þess að það er frábært að hafa svona menn í hópnum. Þeir eru mjög góðir á æfingum, tala við yngri leikmennina og eru tákn þess sem Ísland stóð fyrir þegar allir fóru á EM og HM. Það er svo mikilvægt að hafa svona menn með. Yngri leikmennirnir öðlast meira sjálfstraust og þessir tveir reynsluboltar vita mjög vel hvað þarf að gera inni á vellinum.“ Hareide horfir nú til þess að undirbúa liðið áfram fyrir væntanlegt umspil í mars, þar sem sæti á EM verður í boði. „Ég er ánægður með þróunina á liðinu. Ég hef áhyggjur af því að við fáum mörk of auðveldlega á okkur, eins og þegar Lúxemborg jafnaði. Þetta er andlegt og við þurfum að ráða við að verja forystu okkar. En við erum með svo marga hæfileikaríka leikmenn að framtíðin er björt fyrir Ísland. Þegar við erum með fullan hóp erum við með sterkan hóp og þetta gæti orðið mjög athyglisvert í umspilinu í mars ef við verðum með okkar sterkasta lið.“ Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Gylfi Þór maður leiksins Ísland vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í níundu umferð undankeppni EM 2024. Gylfi Þór var maður leiksins en hann skoraði tvö mörk og sló markametið. 16. október 2023 21:20 Gylfi Þór: Búinn að dreyma um þetta í eitt og hálft ár Gylfi Þór Sigurðsson viðurkenndi að hann hefði beðið lengi eftir því að bæta markamet íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Það gerði hann í kvöld þegar hann skoraði tvö mörk í 4-0 sigri Íslands á Liechtenstein. 16. október 2023 20:55 Twitter eftir leik: „Okkar allra besti landsliðsmaður“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í undankeppni EM 2024 í kvöld. Eins og við var að búast fylgjast íslenskir áhorfendur vel með og láta skiðanir sínar í ljós á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter. 16. október 2023 20:45 Gylfi Þór markahæstur Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn markahæsti leikmaður í sögu íslenska karlalandsliðsins. 16. október 2023 19:07 Leik lokið: Ísland - Liechtenstein 4-0 | Gylfi sló metið í stórsigri Gylfi Þór Sigurðsson stal senunni þegar Ísland vann öruggan sigur á Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld, 4-0, í undankeppni EM í fótbolta. 16. október 2023 20:40 Mest lesið Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfubolti Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Körfubolti Fórnaði sér fyrir strákaliðið Sport Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Handbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Handbolti Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Handbolti „Fokking aumingjar“ Körfubolti Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Körfubolti Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Körfubolti Fleiri fréttir Hlín orðuð við lið í efstu deild Englands Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Sjáðu mörkin frá sögulegu lokakvöldi Meistaradeildarinnar Segir norska sambandið hafa stuðningsmenn félaganna að fíflum Félagaskiptaglugginn: Hvaða eftirsótti framherji færir sig um set? City mun mæta Real eða Bayern í umspilinu Hákon kom að marki í stórsigri og Lille tryggði sig beint áfram Sigur á Spáni lyfti Skyttunum upp í þriðja sætið Liverpool tapaði í Hollandi hélt þó toppsætinu Man City komst í umspilið eftir allt saman Í beinni: Lokaumferðin í Meistaradeildinni Freyr sagður vilja Sævar Atla til Brann Leiðarlok hjá Gerrard og Al Ettifaq Foden skýtur á Southgate Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Amorim og Rashford talast ekki við Allt sem þú þarft að vita fyrir lokaumferð Meistaradeildarinnar í kvöld Ein besta knattspyrnukona heims gifti sig og skipti um nafn Mikael Egill semur við Genoa en klárar tímabilið í Feneyjum Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Freyr óttast það versta eftir leiðindaatvik á æfingu Brann Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Dagskráin í dag: Gummi með átján bolta á lofti á lokakvöldi Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Brynjólfur kláraði leik 38 dögum síðar Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson fékk sæti í byrjunarliðinu hjá Hareide í kvöld og lék því byrjunarliðsleik í fyrsta sinn frá því í maí 2021. Hann átti upphaflega bara að spila fyrri hálfleik en hafði þá skorað eitt mark og þurfti annað til að slá markamet landsliðsins, sem hann svo gerði: „Við vildum tíu mínútur í viðbót. Hann vildi ná þessu meti. Það var gott að sjá. Honum leið vel í hálfleik. Við höfðum smá áhyggjur því Freyr, þjálfari hans hjá Lyngby, hefur haft áhyggjur af að hann spili of mikið en þannig er það alltaf. Hann er gæðaleikmaður og gæðamanneskja, og það er gaman að sjá hann skora mörkin eins og hann gerir,“ sagði Hareide. „Stundum er búið að skrifa söguna fyrir fram og mér fannst Gylfi eiga þetta skilið eftir tveggja ára hlé. Þetta var stórkostlegt og mjög gott fyrir hann,“ bætti hann við. Klippa: Hareide eftir leik Segir Gylfa hafa stórkostleg áhrif Hvernig áhrif hefur Gylfi á liðið? „Stórkostleg. Ein ástæða þess að við fengum Gylfa og Aron inn var ekki til að þeir spiluðu margar mínútur heldur vegna þess að það er frábært að hafa svona menn í hópnum. Þeir eru mjög góðir á æfingum, tala við yngri leikmennina og eru tákn þess sem Ísland stóð fyrir þegar allir fóru á EM og HM. Það er svo mikilvægt að hafa svona menn með. Yngri leikmennirnir öðlast meira sjálfstraust og þessir tveir reynsluboltar vita mjög vel hvað þarf að gera inni á vellinum.“ Hareide horfir nú til þess að undirbúa liðið áfram fyrir væntanlegt umspil í mars, þar sem sæti á EM verður í boði. „Ég er ánægður með þróunina á liðinu. Ég hef áhyggjur af því að við fáum mörk of auðveldlega á okkur, eins og þegar Lúxemborg jafnaði. Þetta er andlegt og við þurfum að ráða við að verja forystu okkar. En við erum með svo marga hæfileikaríka leikmenn að framtíðin er björt fyrir Ísland. Þegar við erum með fullan hóp erum við með sterkan hóp og þetta gæti orðið mjög athyglisvert í umspilinu í mars ef við verðum með okkar sterkasta lið.“
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Gylfi Þór maður leiksins Ísland vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í níundu umferð undankeppni EM 2024. Gylfi Þór var maður leiksins en hann skoraði tvö mörk og sló markametið. 16. október 2023 21:20 Gylfi Þór: Búinn að dreyma um þetta í eitt og hálft ár Gylfi Þór Sigurðsson viðurkenndi að hann hefði beðið lengi eftir því að bæta markamet íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Það gerði hann í kvöld þegar hann skoraði tvö mörk í 4-0 sigri Íslands á Liechtenstein. 16. október 2023 20:55 Twitter eftir leik: „Okkar allra besti landsliðsmaður“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í undankeppni EM 2024 í kvöld. Eins og við var að búast fylgjast íslenskir áhorfendur vel með og láta skiðanir sínar í ljós á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter. 16. október 2023 20:45 Gylfi Þór markahæstur Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn markahæsti leikmaður í sögu íslenska karlalandsliðsins. 16. október 2023 19:07 Leik lokið: Ísland - Liechtenstein 4-0 | Gylfi sló metið í stórsigri Gylfi Þór Sigurðsson stal senunni þegar Ísland vann öruggan sigur á Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld, 4-0, í undankeppni EM í fótbolta. 16. október 2023 20:40 Mest lesið Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfubolti Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Körfubolti Fórnaði sér fyrir strákaliðið Sport Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Handbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Handbolti Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Handbolti „Fokking aumingjar“ Körfubolti Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Körfubolti Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Körfubolti Fleiri fréttir Hlín orðuð við lið í efstu deild Englands Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Sjáðu mörkin frá sögulegu lokakvöldi Meistaradeildarinnar Segir norska sambandið hafa stuðningsmenn félaganna að fíflum Félagaskiptaglugginn: Hvaða eftirsótti framherji færir sig um set? City mun mæta Real eða Bayern í umspilinu Hákon kom að marki í stórsigri og Lille tryggði sig beint áfram Sigur á Spáni lyfti Skyttunum upp í þriðja sætið Liverpool tapaði í Hollandi hélt þó toppsætinu Man City komst í umspilið eftir allt saman Í beinni: Lokaumferðin í Meistaradeildinni Freyr sagður vilja Sævar Atla til Brann Leiðarlok hjá Gerrard og Al Ettifaq Foden skýtur á Southgate Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Amorim og Rashford talast ekki við Allt sem þú þarft að vita fyrir lokaumferð Meistaradeildarinnar í kvöld Ein besta knattspyrnukona heims gifti sig og skipti um nafn Mikael Egill semur við Genoa en klárar tímabilið í Feneyjum Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Freyr óttast það versta eftir leiðindaatvik á æfingu Brann Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Dagskráin í dag: Gummi með átján bolta á lofti á lokakvöldi Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Brynjólfur kláraði leik 38 dögum síðar Sjá meira
Einkunnir Íslands: Gylfi Þór maður leiksins Ísland vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í níundu umferð undankeppni EM 2024. Gylfi Þór var maður leiksins en hann skoraði tvö mörk og sló markametið. 16. október 2023 21:20
Gylfi Þór: Búinn að dreyma um þetta í eitt og hálft ár Gylfi Þór Sigurðsson viðurkenndi að hann hefði beðið lengi eftir því að bæta markamet íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Það gerði hann í kvöld þegar hann skoraði tvö mörk í 4-0 sigri Íslands á Liechtenstein. 16. október 2023 20:55
Twitter eftir leik: „Okkar allra besti landsliðsmaður“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í undankeppni EM 2024 í kvöld. Eins og við var að búast fylgjast íslenskir áhorfendur vel með og láta skiðanir sínar í ljós á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter. 16. október 2023 20:45
Gylfi Þór markahæstur Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn markahæsti leikmaður í sögu íslenska karlalandsliðsins. 16. október 2023 19:07
Leik lokið: Ísland - Liechtenstein 4-0 | Gylfi sló metið í stórsigri Gylfi Þór Sigurðsson stal senunni þegar Ísland vann öruggan sigur á Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld, 4-0, í undankeppni EM í fótbolta. 16. október 2023 20:40