Árásarmannsins enn leitað Jón Þór Stefánsson skrifar 16. október 2023 23:56 Hæsta viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka hefur verið virkjað á meðan mannsins er leitað. Getty Árásarmannsins, sem skaut tvo Svía til bana í Brussel fyrr í kvöld, er enn leitað. Sá sem er grunaður um verknaðinn segist sjálfur heita Abdesalem Al Guilani, en í myndbandi sem er nú í dreifingu á samfélagsmiðlum játar hann á sig verknaðinn. „Ég heiti Abdesalem Al Guilani og ég er bardagamaður Allah. Ég er frá Íslamska ríkinu. Við elskum þá sem elska okkur og hötum þá sem hata okkur. Við lifum fyrir trú okkar og deyjum fyrir hana líka. […] Hingað til hef ég myrt þrjá Svía. […] Ef ég hef gert eitthvað á hlut einhvers þá biðst ég fyrirgefningar. Og ég fyrirgef öllum.“ segir maðurinn í myndbandinu. Fjölmiðlar greina frá því að lögreglan í Belgíu standi í umfangsmiklum aðgerðum til þess að hafa hendur í hári mannsins. Hæsta viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka hefur verið virkjað, og fólk hvatt til að halda sig innandyra. Líkt og áður segir voru fórnarlömb mannsins sænsk, en fótboltaleikur sænska karlalandsliðsins og þess belgíska í undankeppni EM var blásinn af í kjölfar árásarinnar í kvöld. Fram hefur komið að hinir látnu hafi verið í sænskum landsliðstreyjum. Fréttirnar af árásinni hafa verið mörgum áhrfendum þungbærar.Getty Saksóknari í Belgíu segir við Reuters-fréttastofuna að ekkert bendi til þess að árásarmaðurinn tengist átökunum í Ísrael og Palestínu. Því hefur verið haldið fram að árás mannsins hafi verið hefnd fyrir sex ára dreng sem var myrtur í Illinois-ríki Bandaríkjanna. Drengurinn var múslimi, en móðir hans er einnig alvarlega særð. Líkt og áður segir myrti maðurinn tvo, og þá er einn særður eftir árás mannsins. Hinn særði er leigubílstjóri. Ástand hans er slæmt, en hann á þó ekki sagður í lífshættu. Frönsk stjórnvöld íhuga nú að herða landamæraeftirlit sitt svo um munar vegna málsins. Emmanuel Macron, Frakklandsforseti sagði í yfirlýsingu að „Evrópa skjálfi“ vegna atburða kvöldsins. Belgía Svíþjóð Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
„Ég heiti Abdesalem Al Guilani og ég er bardagamaður Allah. Ég er frá Íslamska ríkinu. Við elskum þá sem elska okkur og hötum þá sem hata okkur. Við lifum fyrir trú okkar og deyjum fyrir hana líka. […] Hingað til hef ég myrt þrjá Svía. […] Ef ég hef gert eitthvað á hlut einhvers þá biðst ég fyrirgefningar. Og ég fyrirgef öllum.“ segir maðurinn í myndbandinu. Fjölmiðlar greina frá því að lögreglan í Belgíu standi í umfangsmiklum aðgerðum til þess að hafa hendur í hári mannsins. Hæsta viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka hefur verið virkjað, og fólk hvatt til að halda sig innandyra. Líkt og áður segir voru fórnarlömb mannsins sænsk, en fótboltaleikur sænska karlalandsliðsins og þess belgíska í undankeppni EM var blásinn af í kjölfar árásarinnar í kvöld. Fram hefur komið að hinir látnu hafi verið í sænskum landsliðstreyjum. Fréttirnar af árásinni hafa verið mörgum áhrfendum þungbærar.Getty Saksóknari í Belgíu segir við Reuters-fréttastofuna að ekkert bendi til þess að árásarmaðurinn tengist átökunum í Ísrael og Palestínu. Því hefur verið haldið fram að árás mannsins hafi verið hefnd fyrir sex ára dreng sem var myrtur í Illinois-ríki Bandaríkjanna. Drengurinn var múslimi, en móðir hans er einnig alvarlega særð. Líkt og áður segir myrti maðurinn tvo, og þá er einn særður eftir árás mannsins. Hinn særði er leigubílstjóri. Ástand hans er slæmt, en hann á þó ekki sagður í lífshættu. Frönsk stjórnvöld íhuga nú að herða landamæraeftirlit sitt svo um munar vegna málsins. Emmanuel Macron, Frakklandsforseti sagði í yfirlýsingu að „Evrópa skjálfi“ vegna atburða kvöldsins.
Belgía Svíþjóð Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira