Heimsókn Bidens staðfest og ný von um neyðaraðstoð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. október 2023 06:31 Særðir Palestínumenn við komuna á al-Shifa sjúkrahúsið í kjölfar loftárása Ísraelsmanna. AP/Abed Khaled Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, átti margra klukkustunda langan fund með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær sem lauk snemma í morgun. Blinken tilkynnti að loknum fundinum að Joe Biden Bandaríkjaforseti myndi heimsækja Ísrael á morgun, meðal annars til að funda með ráðamönnum þar um hernaðarlegar þarfir landsins. Utanríkisráðherrann sagði einnig að hann og Netanyahu hefðu komist að samkomulagi um að þróa áætlun sem miðaði að því að koma neyðaraðstoð til íbúa Gasa. Þá myndi Biden vilja fá upplýsingar um það frá Ísraelsmönnum hvernig þeir hygðust lágmarka áhrif hernaðaraðgerða sinna á almenna borgara og greiða fyrir aðstoð til íbúa án þess að það gagnaðist Hamas. Samkvæmt yfirvöldum á Gasa létust að minnsta kosti 49 í árásum Ísraelsmanna á svæðið í nótt. Um það bil 600 þúsund íbúar Gasaborgar hafa flúið eftir að Ísraelsstjórn hvatti fólk til að leita suður eftir en um 100 þúsund eru sagðir enn í borginni. Jonathan Conricus, talsmaður Ísraelshers, sagði á daglegum stöðufundi að hernaðaraðgerðir hæfust þegar aðstæður væru þannig að menn teldu líklegt að þeir myndu ná fram markmiðum sínum. Conricus var spurður að því hvort heimsókn Bandaríkjaforseta myndi hafa áhrif á fyrirætlanir Ísraela en hann taldi svo ekki vera. Það væri ekki markmið heimsóknarinnar, heldur að freista þess að draga úr líkunum á stigmögnun átaka á svæðinu. Talsmaðurinn sagðist ekki telja að það væri eitt af markmiðum Ísraelsstjórnar að hernema Gasa. Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins munu funda í dag til að stilla saman strengi en ríkin hafa verið nokkuð ósamstíga í viðbrögðum sínum við árásum Hamas og hernaðaraðgerðum Ísraelsmanna, meðal annars hvað varðar áframhaldandi fjárstuðning við Palestínumenn. Hamas-samtökin segjast hafa 200 til 250 einstaklinga í haldi en Ísrael hefur sagt fjöldann 199. Samtökin krefjast frelsunar 6.000 palestínskra fanga í ísraelskum fangelsinum fyrir gíslana. Íran hefur varað Ísraelsmenn við forvirkum aðgerðum gegn Ísrael en stjórnvöld þar í landi hafa ítrekað að innrás á Gasa yrði svarað. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Joe Biden Bandaríkin Mest lesið „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Blinken tilkynnti að loknum fundinum að Joe Biden Bandaríkjaforseti myndi heimsækja Ísrael á morgun, meðal annars til að funda með ráðamönnum þar um hernaðarlegar þarfir landsins. Utanríkisráðherrann sagði einnig að hann og Netanyahu hefðu komist að samkomulagi um að þróa áætlun sem miðaði að því að koma neyðaraðstoð til íbúa Gasa. Þá myndi Biden vilja fá upplýsingar um það frá Ísraelsmönnum hvernig þeir hygðust lágmarka áhrif hernaðaraðgerða sinna á almenna borgara og greiða fyrir aðstoð til íbúa án þess að það gagnaðist Hamas. Samkvæmt yfirvöldum á Gasa létust að minnsta kosti 49 í árásum Ísraelsmanna á svæðið í nótt. Um það bil 600 þúsund íbúar Gasaborgar hafa flúið eftir að Ísraelsstjórn hvatti fólk til að leita suður eftir en um 100 þúsund eru sagðir enn í borginni. Jonathan Conricus, talsmaður Ísraelshers, sagði á daglegum stöðufundi að hernaðaraðgerðir hæfust þegar aðstæður væru þannig að menn teldu líklegt að þeir myndu ná fram markmiðum sínum. Conricus var spurður að því hvort heimsókn Bandaríkjaforseta myndi hafa áhrif á fyrirætlanir Ísraela en hann taldi svo ekki vera. Það væri ekki markmið heimsóknarinnar, heldur að freista þess að draga úr líkunum á stigmögnun átaka á svæðinu. Talsmaðurinn sagðist ekki telja að það væri eitt af markmiðum Ísraelsstjórnar að hernema Gasa. Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins munu funda í dag til að stilla saman strengi en ríkin hafa verið nokkuð ósamstíga í viðbrögðum sínum við árásum Hamas og hernaðaraðgerðum Ísraelsmanna, meðal annars hvað varðar áframhaldandi fjárstuðning við Palestínumenn. Hamas-samtökin segjast hafa 200 til 250 einstaklinga í haldi en Ísrael hefur sagt fjöldann 199. Samtökin krefjast frelsunar 6.000 palestínskra fanga í ísraelskum fangelsinum fyrir gíslana. Íran hefur varað Ísraelsmenn við forvirkum aðgerðum gegn Ísrael en stjórnvöld þar í landi hafa ítrekað að innrás á Gasa yrði svarað.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Joe Biden Bandaríkin Mest lesið „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira