Mikill kraftur og sókn í Suðurnesjabæ Anton Guðmundsson skrifar 17. október 2023 09:01 Suðurnesjabær er ört vaxandi sveitarfélag á Suðurnesjum og íbúum fjölgar jafnt og þétt. Samkvæmt upplýsingum þjóðskrár er íbúafjöldi í Suðurnesjabæ kominn yfir 4.000, nánar tiltekið í alls 4.046. Þegar Suðurnesjabær varð til við sameiningu Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs fyrir fimm árum var íbúafjöldinn um 3.400. Íbúum hefur því fjölgað um 600 manns á þessum fimm árum, eða um 17,5%.Staða atvinnumála er góð í sveitarfélaginu þar sem sjávarútvegur og flugtengd starfsemi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í Suðurnesjabæ eru burðarpóstarnir í sveitarfélaginu á því sviði, einnig fjölgar störfum í ferðaþjónustu nokkuð. Sjávarklasinn opnar Grænan iðngarð Eftir að Norðurál Helguvík var tekið til gjaldþrotaskipta hefur verið unnið að því að selja þær eignir sem voru í eigu þrotabúsins. Nú liggur fyrir að Reykjanesklasinn eignast mannvirkið sem byggt var í þeim tilgangi að starfrækja álbræðslu Norðuráls. Samkvæmt tilkynningu sem Reykjanesklasinn hefur sent frá sér er ætlunin að nýta mannvirkið til þess að þróa þar og starfrækja Grænan iðngarð. „Ætlunin er að hýsa innlend og erlend fyrirtæki sem þurfa rými fyrir sprotastarf, rannsóknar- og tilraunastarfsemi, þróun, framleiðslu og samsetningu á vörum eða aðstöðu fyrir fiskeldi og ræktun, svo eitthvað sé nefnt.“ Þá kemur einnig fram að starfsemin muni m.a. byggjast á hugmyndafræði um hringrásarhagkerfi. Smám saman er að færast aukið líf í Græna iðngarðinn í Suðurnesjabæ. Um er að ræða mjög metnaðarfullt verkefni sem byggist á hugmyndafræði um klasastarfsemi sem hefur sannað sig hjá Sjávarklasanum. Það verður áhugavert að fylgjast með framgangi málsins. Uppbygging á innviðum sveitarfélagsins Mikill uppbygging er að eiga sér stað í gatnagerð í báðum byggðarkjörnum, Sandgerði og Garði, sem mynda Suðurnesjabæ. Hefur úthlutun lóða og sala fasteigna verið mikil, sérstaklega með tilkomu hlutdeildarlána en sveitarfélagið er nú skilgreint sem vaxtarsvæði. Nýlega var tekin í gagnið glæsileg stækkun við Gerðarskóla í Garði og þá er sveitarfélagið að byggja nýjan og glæsilegan leikskóla í Sandgerði sem telur sex deildir og eru áætluð verklok í mars 2024. Um að ræða byltingu í leikskólamálum í Suðurnesjabæ þar sem leikskólinn verður einn sá veglegasti á landinu. Svo er mikil vinna í gangi við endurnýjun og lagfæringu á eldri götum sveitarfélagsins sem hafa látið á sjá. Áform um bætta aðstöðu til íþróttaiðkunar Stækkun er hafin á húsnæði sundlaugarinnar í Sandgerði sem mun gera aðstöðu starfsfólks en betri og tryggja þannig meira öryggi sundlaugargesta. Nýlega var samþykkt í bæjarráði Suðurnesjabæjar að fara af stað með frístundaakstur í sveitarfélaginu á milli byggðakjarna til að stuðla þannig að aukinni þátttöku ungmenna í íþróttum. Í málefnasamningi B- og D-lista kemur fram að „bæta skal aðstöðu til íþróttaiðkunar með byggingu gervigrasvallar þar sem horft verði til framtíðar við hönnun hans og gert verði ráð fyrir að hægt verði að byggja yfir hann síðar“. Unnið er markvisst að þessari framkvæmd og er nú í gangi greiningarvinna um staðsetningu vallarins sem á að ljúka á allra næstu misserum. Því næst er að taka skjóta ákvörðun um staðsetningu hans til þess að uppbygging geti hafist. Höfundur er oddviti Framsóknar og formaður bæjarráðs í Suðurnesjabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anton Guðmundsson Suðurnesjabær Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Suðurnesjabær er ört vaxandi sveitarfélag á Suðurnesjum og íbúum fjölgar jafnt og þétt. Samkvæmt upplýsingum þjóðskrár er íbúafjöldi í Suðurnesjabæ kominn yfir 4.000, nánar tiltekið í alls 4.046. Þegar Suðurnesjabær varð til við sameiningu Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs fyrir fimm árum var íbúafjöldinn um 3.400. Íbúum hefur því fjölgað um 600 manns á þessum fimm árum, eða um 17,5%.Staða atvinnumála er góð í sveitarfélaginu þar sem sjávarútvegur og flugtengd starfsemi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í Suðurnesjabæ eru burðarpóstarnir í sveitarfélaginu á því sviði, einnig fjölgar störfum í ferðaþjónustu nokkuð. Sjávarklasinn opnar Grænan iðngarð Eftir að Norðurál Helguvík var tekið til gjaldþrotaskipta hefur verið unnið að því að selja þær eignir sem voru í eigu þrotabúsins. Nú liggur fyrir að Reykjanesklasinn eignast mannvirkið sem byggt var í þeim tilgangi að starfrækja álbræðslu Norðuráls. Samkvæmt tilkynningu sem Reykjanesklasinn hefur sent frá sér er ætlunin að nýta mannvirkið til þess að þróa þar og starfrækja Grænan iðngarð. „Ætlunin er að hýsa innlend og erlend fyrirtæki sem þurfa rými fyrir sprotastarf, rannsóknar- og tilraunastarfsemi, þróun, framleiðslu og samsetningu á vörum eða aðstöðu fyrir fiskeldi og ræktun, svo eitthvað sé nefnt.“ Þá kemur einnig fram að starfsemin muni m.a. byggjast á hugmyndafræði um hringrásarhagkerfi. Smám saman er að færast aukið líf í Græna iðngarðinn í Suðurnesjabæ. Um er að ræða mjög metnaðarfullt verkefni sem byggist á hugmyndafræði um klasastarfsemi sem hefur sannað sig hjá Sjávarklasanum. Það verður áhugavert að fylgjast með framgangi málsins. Uppbygging á innviðum sveitarfélagsins Mikill uppbygging er að eiga sér stað í gatnagerð í báðum byggðarkjörnum, Sandgerði og Garði, sem mynda Suðurnesjabæ. Hefur úthlutun lóða og sala fasteigna verið mikil, sérstaklega með tilkomu hlutdeildarlána en sveitarfélagið er nú skilgreint sem vaxtarsvæði. Nýlega var tekin í gagnið glæsileg stækkun við Gerðarskóla í Garði og þá er sveitarfélagið að byggja nýjan og glæsilegan leikskóla í Sandgerði sem telur sex deildir og eru áætluð verklok í mars 2024. Um að ræða byltingu í leikskólamálum í Suðurnesjabæ þar sem leikskólinn verður einn sá veglegasti á landinu. Svo er mikil vinna í gangi við endurnýjun og lagfæringu á eldri götum sveitarfélagsins sem hafa látið á sjá. Áform um bætta aðstöðu til íþróttaiðkunar Stækkun er hafin á húsnæði sundlaugarinnar í Sandgerði sem mun gera aðstöðu starfsfólks en betri og tryggja þannig meira öryggi sundlaugargesta. Nýlega var samþykkt í bæjarráði Suðurnesjabæjar að fara af stað með frístundaakstur í sveitarfélaginu á milli byggðakjarna til að stuðla þannig að aukinni þátttöku ungmenna í íþróttum. Í málefnasamningi B- og D-lista kemur fram að „bæta skal aðstöðu til íþróttaiðkunar með byggingu gervigrasvallar þar sem horft verði til framtíðar við hönnun hans og gert verði ráð fyrir að hægt verði að byggja yfir hann síðar“. Unnið er markvisst að þessari framkvæmd og er nú í gangi greiningarvinna um staðsetningu vallarins sem á að ljúka á allra næstu misserum. Því næst er að taka skjóta ákvörðun um staðsetningu hans til þess að uppbygging geti hafist. Höfundur er oddviti Framsóknar og formaður bæjarráðs í Suðurnesjabæ.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar