Hjólar í Þóri og sakar hann um móðursýki Aron Guðmundsson skrifar 17. október 2023 14:28 Norski blaðamaðurinn Leif Welhaven sakar Þóri Hergeirsson, landsliðsþjálfara norska kvennalandsliðsins í handbolta um móðursýki Vísir/Samsett mynd Norski blaðamaðurinn Leif Welhaven er allt annað ánægður með þá stefnu sem Þórir Hergeirsson, landsliðsþjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, hefur sett fyrir sitt lið í aðdraganda HM í handbolta sem hefst í næsta mánuði. Síðan Þórir tók við norska liðinu árið 2008 hefur hann stýrt því til sigurs á níu stórmótum. Hann er sigursælasti landsliðsþjálfari handboltasögunnar en kvennalandslið Noregs er bæði ríkjandi Evrópu- og heimsmeistari. Þórir Hergeirsson er titlaóður þjálfari. Saga hans með norska landsliðið talar sínu máli.Vísir/Getty Nú á dögunum var greint frá því í norskum miðlum að leikmönnum norska kvennalandsliðsins í handbolta hefði verið meinað að veita eiginhandaráritanir og taka svokallaðar sjálfsmyndir (e.selfies) með aðdáendum sínum í kringum leiki liðsins á næstunni.. Reglurnar hafa nú þegar tekið gildi og verða við lýði hið minnsta fram yfir heimsmeistaramótið í handbolta sem hefst í næsta mánuði í Noregi, Danmörku og Svíþjóð en þar á norska landsliðið heimsmeistaratitil að verja. Með því að takmarka nánd leikmanna við stuðningsmenn vilja Þórir Hergeirsson, og aðrir sem standa að baki norska landsliðinu, lágmarka líkurnar á því að leikmenn liðsins smitist af veirum á borð við nóróveiruna og kórónuveiruna. Þórir segist, í samtali við VG, skilja að margir ungir stuðningsmenn liðsins muni sitja eftir með sárt ennið vegna þessara reglna. „Ég veit að þessi ákvörðun mun orka tvímælis en þið verðið bara að fyrirgefa mér. Ég er við stjórnvölinn. Það mun enginn finna til með mér ef leikmenn veikjast og við dettum út á HM.“ Með þessu vilji forráðamenn liðsins ekki sýnast glíma við móðursýki en það er akkúrat það sem norski blaðamaðurinn Leif Welhaven sakar Þóri um í grein sem birtist á vef VG í Noregi. „Móðursjúkur Hergeirsson“ Í inngangi greinarinnar beinir Leif orðum sínum að leikmönnum norska kvennalandsliðsins sem hafa gengið í gegnum sigursæl ár undanfarið. Leikmenn liðsins ættu ekki að taka stuðningnum og áhuganum á liðinu sem gefnum hlut. Bann við sjálfsmyndum með stuðningsmönnum og eiginhandaráritunum geti gert meiri skaða en gagn. Leif rifjar upp eina sterkustu minningu sína úr æsku er hann fékk eiginhandaráritun frá hetjunni sinni, Rússanum Sergej Lomanov sem gerði garðinn frægan sem atvinnumaður í bandý. Svona stundir gefi ungum aðdáendum og iðkendum oft meira en fólk almennt heldur. „Nú hefur Þórir Hergeirsson ákveðið að börnin muni verða fyrir vonbrigðum. Öll.“ Þórir eigi að sjálfsögðu rétt á því að taka þessa tilteknu ákvörðun. „En er hún skynsöm, nauðsynleg og áhættunnar virði?“ og vitnar Leif þar í ummæli liðslæknis norska landsliðsins sem birtist hjá VG þar sem að hún segir hættu á sýkingu mjög litla fyrir leikmenn. „Það má vel vera að afleiðing þessarar ákvörðunar leiði til þess að líkurnar á því að leikmenn smitist verði minni en handboltahöllin er hvort sem er ekki öll sótthreinsuð í þaula og því er möguleikinn á því að smitast enn fyrir hendi,“ skrifar Leif í grein sinni á VG. Mynd: EPA Þetta snúist því um hvort það sé virkilega vonbrigðanna virði, er varðar unga fólkið, að halda þessum reglum til streitu. Stór hluti af því að stunda íþróttir á hæsta gæðastigi sé að kveikja neista, skapa gleði- og samverustundir. „Í íþrótt sem fyrst og fremst skín á stóra sviðinu einu sinni á ári mun heimsmeistaramót á heimavelli snúast um miklu meira en bara úthlutun verðlauna. Þetta snýst einnig um upplifun. Ég er hræddur um að Hergeirsson muni sakna þess. Auðvitað er mikilvægt að vera heilbrigður en línan sem nú hefur verið dregin minnir helst á móðursýki.“ Noregur HM karla í handbolta 2023 Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Chelsea mætir Real Betis Sport Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira
Síðan Þórir tók við norska liðinu árið 2008 hefur hann stýrt því til sigurs á níu stórmótum. Hann er sigursælasti landsliðsþjálfari handboltasögunnar en kvennalandslið Noregs er bæði ríkjandi Evrópu- og heimsmeistari. Þórir Hergeirsson er titlaóður þjálfari. Saga hans með norska landsliðið talar sínu máli.Vísir/Getty Nú á dögunum var greint frá því í norskum miðlum að leikmönnum norska kvennalandsliðsins í handbolta hefði verið meinað að veita eiginhandaráritanir og taka svokallaðar sjálfsmyndir (e.selfies) með aðdáendum sínum í kringum leiki liðsins á næstunni.. Reglurnar hafa nú þegar tekið gildi og verða við lýði hið minnsta fram yfir heimsmeistaramótið í handbolta sem hefst í næsta mánuði í Noregi, Danmörku og Svíþjóð en þar á norska landsliðið heimsmeistaratitil að verja. Með því að takmarka nánd leikmanna við stuðningsmenn vilja Þórir Hergeirsson, og aðrir sem standa að baki norska landsliðinu, lágmarka líkurnar á því að leikmenn liðsins smitist af veirum á borð við nóróveiruna og kórónuveiruna. Þórir segist, í samtali við VG, skilja að margir ungir stuðningsmenn liðsins muni sitja eftir með sárt ennið vegna þessara reglna. „Ég veit að þessi ákvörðun mun orka tvímælis en þið verðið bara að fyrirgefa mér. Ég er við stjórnvölinn. Það mun enginn finna til með mér ef leikmenn veikjast og við dettum út á HM.“ Með þessu vilji forráðamenn liðsins ekki sýnast glíma við móðursýki en það er akkúrat það sem norski blaðamaðurinn Leif Welhaven sakar Þóri um í grein sem birtist á vef VG í Noregi. „Móðursjúkur Hergeirsson“ Í inngangi greinarinnar beinir Leif orðum sínum að leikmönnum norska kvennalandsliðsins sem hafa gengið í gegnum sigursæl ár undanfarið. Leikmenn liðsins ættu ekki að taka stuðningnum og áhuganum á liðinu sem gefnum hlut. Bann við sjálfsmyndum með stuðningsmönnum og eiginhandaráritunum geti gert meiri skaða en gagn. Leif rifjar upp eina sterkustu minningu sína úr æsku er hann fékk eiginhandaráritun frá hetjunni sinni, Rússanum Sergej Lomanov sem gerði garðinn frægan sem atvinnumaður í bandý. Svona stundir gefi ungum aðdáendum og iðkendum oft meira en fólk almennt heldur. „Nú hefur Þórir Hergeirsson ákveðið að börnin muni verða fyrir vonbrigðum. Öll.“ Þórir eigi að sjálfsögðu rétt á því að taka þessa tilteknu ákvörðun. „En er hún skynsöm, nauðsynleg og áhættunnar virði?“ og vitnar Leif þar í ummæli liðslæknis norska landsliðsins sem birtist hjá VG þar sem að hún segir hættu á sýkingu mjög litla fyrir leikmenn. „Það má vel vera að afleiðing þessarar ákvörðunar leiði til þess að líkurnar á því að leikmenn smitist verði minni en handboltahöllin er hvort sem er ekki öll sótthreinsuð í þaula og því er möguleikinn á því að smitast enn fyrir hendi,“ skrifar Leif í grein sinni á VG. Mynd: EPA Þetta snúist því um hvort það sé virkilega vonbrigðanna virði, er varðar unga fólkið, að halda þessum reglum til streitu. Stór hluti af því að stunda íþróttir á hæsta gæðastigi sé að kveikja neista, skapa gleði- og samverustundir. „Í íþrótt sem fyrst og fremst skín á stóra sviðinu einu sinni á ári mun heimsmeistaramót á heimavelli snúast um miklu meira en bara úthlutun verðlauna. Þetta snýst einnig um upplifun. Ég er hræddur um að Hergeirsson muni sakna þess. Auðvitað er mikilvægt að vera heilbrigður en línan sem nú hefur verið dregin minnir helst á móðursýki.“
Noregur HM karla í handbolta 2023 Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Chelsea mætir Real Betis Sport Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira