Kveikjum ljósin Svandís Svavarsdóttir skrifar 18. október 2023 12:01 Upp á síðkastið hafa ágreiningsefnin í umræðu um stefnumótun í sjávarútvegi orðið æ skýrari. Það sem ekki síst virðist skilja á milli þeirra sem leggjast gegn umbótum á kerfinu í þágu almennings og hinna sem vilja taka af metnaði á því sem gera má betur eru sjónarmið um gagnsæi. Mín skoðun er skýr og ég hef lýst henni oft. Hagsmunir almennings eiga að vera í forgrunni þegar kemur að sjávarútvegi og þess vegna þurfum við að auka þar birtustigið. Traust til sjávarútvegsins í íslensku samfélagi er ekki nægilegt. Það er tæpast skoðun heldur staðreynd og kom til dæmis fram í skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar um viðhorf Íslendinga til sjávarútvegsmála. Meirihluti svarenda taldi aukið gagnsæi mikilvægustu aðgerðina til að auka sátt um íslenskan sjávarútveg. Þar kom líka fram að meirihluti svarenda taldi að sjávarútvegur skapaði verðmæti fyrir fáa. Ímynd greinarinnar og trausti almennings til hennar er augljóslega ábótavant. Sjávarútvegur er einn mikilvægasti þáttur okkar atvinnulífs og skapar bæði störf og verðmæti fyrir marga. Þessi staða er því óásættanleg, fyrir þjóðina og fyrir stjórnvöld. Vantraust þrífst þar sem skortir á skýra sýn. Lengi hefur verið ljóst að hér þarf að bæta úr enda er gagnsæi í sjávarútvegi skrifað út og sett á dagskrá í stjórnarsáttmála. Sjávarútvegur þarf að njóta sannmælis Eitt helsta markmið verkefnisins Auðlindin okkar var einmitt að skapa bætt skilyrði fyrir sátt um sjávarútveg. Nú heyrast þær úrtöluraddir að ekki sé hægt að skapa sátt og þess þurfi reyndar ekki, hér ríki ágætis samlyndi um ósættið. Slíkt tal endurspeglar skort á metnaði. Við megum ekki leggja árar í bát og segja að þetta verði alltaf svona. Ég hef þá trú að hægt sé að skapa sjávarútvegi þau skilyrði að hann geti notið bæði sáttar og sannmælis. Margt í því kerfi sem við Íslendingar höfum smíðað til að halda utan um sjávarútveg er til fyrirmyndar og því þarf ekki að breyta. Ljóst er að bæta þarf gagnsæið. Nefnt hefur verið að óskýrt sé hvaða upplýsingar þurfi til að bæta þar úr og að ekkert þurfi frekar en nú er uppi á borðum til að fá glögga mynd af stöðu mála. Samt er það svo að við höfum ekki nægar upplýsingar. Okkur skortir betri yfirsýn yfir stjórnunar- og eignatengsl innan sjávarútvegs til að gera eftirlitsaðilum kleift að fylgjast með að reglum sé fylgt. Rétt er að margþættar upplýsingar um rekstur sjávarútvegsfyrirtækja liggja fyrir en þær duga ekki til. Til þess að greina raunverulegt áhrifavald eigenda sjávarútvegsfyrirtækja getur til að mynda þurft að skoða beitingu atkvæðisréttar, hluthafasamkomulög, samstarfssamninga og stjórnarsetu í fyrirtækjum. Þannig má tryggja að ákvæði um hámarksaflahlutdeild og eignatengsl sem varða samþjöppun og áhrifavald í sjávarútvegi virki eins og þeim var ætlað að virka. Hvatar til dreifðara eignarhalds Í skýrslu Auðlindarinnar okkar og raunar einnig í umsögnum um áform sem kynnt voru í upphafi þess verkefnis koma fram þau sjónarmið að hvatar til dreifðara eignarhalds geti stuðlað að auknu gagnsæi í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja. Slíkur hvati var áður í lögum og ég tel að mikilvægt geti reynst að slíkum hvata verði fundinn þar staður á nýjan leik, bæði fyrir skráð fyrirtæki og jafnvel einnig önnur félagaform sem uppfylla skilyrði um dreift eignarhald. Reynslan af skráningu sjávarútvegsfyrirtækja á markað hefur verið góð, hún hefur aukið gagnsæi og styrkt umræðu um atvinnugreinina. Unnið er að frumvarpi til nýrra heildarlaga um sjávarútveg í matvælaráðuneytinu til framlagningar á Alþingi snemma á næsta ári. Íslenskur sjávarútvegur er að mörgu leyti til fyrirmyndar. Greinin skilar okkar miklum tekjum í þjóðarbúið og hefur sterka stöðu á heimsvísu. En við megum ekki sofna á verðinum, annars er hætta á því að við töpum niður forystu okkar og sólundum tækifærum. Með umbótum og gagnsæi styrkjum við stöðu greinarinnar enn frekar; treystum samkeppnishæfi og aukum verðmætasköpun. Með því að kveikja ljós og fækka skúmaskotum stuðlum við að sátt og réttlæti í sjávarútvegi almenningi til heilla. Höfundur er matvælaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Sjávarútvegur Mest lesið Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Upp á síðkastið hafa ágreiningsefnin í umræðu um stefnumótun í sjávarútvegi orðið æ skýrari. Það sem ekki síst virðist skilja á milli þeirra sem leggjast gegn umbótum á kerfinu í þágu almennings og hinna sem vilja taka af metnaði á því sem gera má betur eru sjónarmið um gagnsæi. Mín skoðun er skýr og ég hef lýst henni oft. Hagsmunir almennings eiga að vera í forgrunni þegar kemur að sjávarútvegi og þess vegna þurfum við að auka þar birtustigið. Traust til sjávarútvegsins í íslensku samfélagi er ekki nægilegt. Það er tæpast skoðun heldur staðreynd og kom til dæmis fram í skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar um viðhorf Íslendinga til sjávarútvegsmála. Meirihluti svarenda taldi aukið gagnsæi mikilvægustu aðgerðina til að auka sátt um íslenskan sjávarútveg. Þar kom líka fram að meirihluti svarenda taldi að sjávarútvegur skapaði verðmæti fyrir fáa. Ímynd greinarinnar og trausti almennings til hennar er augljóslega ábótavant. Sjávarútvegur er einn mikilvægasti þáttur okkar atvinnulífs og skapar bæði störf og verðmæti fyrir marga. Þessi staða er því óásættanleg, fyrir þjóðina og fyrir stjórnvöld. Vantraust þrífst þar sem skortir á skýra sýn. Lengi hefur verið ljóst að hér þarf að bæta úr enda er gagnsæi í sjávarútvegi skrifað út og sett á dagskrá í stjórnarsáttmála. Sjávarútvegur þarf að njóta sannmælis Eitt helsta markmið verkefnisins Auðlindin okkar var einmitt að skapa bætt skilyrði fyrir sátt um sjávarútveg. Nú heyrast þær úrtöluraddir að ekki sé hægt að skapa sátt og þess þurfi reyndar ekki, hér ríki ágætis samlyndi um ósættið. Slíkt tal endurspeglar skort á metnaði. Við megum ekki leggja árar í bát og segja að þetta verði alltaf svona. Ég hef þá trú að hægt sé að skapa sjávarútvegi þau skilyrði að hann geti notið bæði sáttar og sannmælis. Margt í því kerfi sem við Íslendingar höfum smíðað til að halda utan um sjávarútveg er til fyrirmyndar og því þarf ekki að breyta. Ljóst er að bæta þarf gagnsæið. Nefnt hefur verið að óskýrt sé hvaða upplýsingar þurfi til að bæta þar úr og að ekkert þurfi frekar en nú er uppi á borðum til að fá glögga mynd af stöðu mála. Samt er það svo að við höfum ekki nægar upplýsingar. Okkur skortir betri yfirsýn yfir stjórnunar- og eignatengsl innan sjávarútvegs til að gera eftirlitsaðilum kleift að fylgjast með að reglum sé fylgt. Rétt er að margþættar upplýsingar um rekstur sjávarútvegsfyrirtækja liggja fyrir en þær duga ekki til. Til þess að greina raunverulegt áhrifavald eigenda sjávarútvegsfyrirtækja getur til að mynda þurft að skoða beitingu atkvæðisréttar, hluthafasamkomulög, samstarfssamninga og stjórnarsetu í fyrirtækjum. Þannig má tryggja að ákvæði um hámarksaflahlutdeild og eignatengsl sem varða samþjöppun og áhrifavald í sjávarútvegi virki eins og þeim var ætlað að virka. Hvatar til dreifðara eignarhalds Í skýrslu Auðlindarinnar okkar og raunar einnig í umsögnum um áform sem kynnt voru í upphafi þess verkefnis koma fram þau sjónarmið að hvatar til dreifðara eignarhalds geti stuðlað að auknu gagnsæi í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja. Slíkur hvati var áður í lögum og ég tel að mikilvægt geti reynst að slíkum hvata verði fundinn þar staður á nýjan leik, bæði fyrir skráð fyrirtæki og jafnvel einnig önnur félagaform sem uppfylla skilyrði um dreift eignarhald. Reynslan af skráningu sjávarútvegsfyrirtækja á markað hefur verið góð, hún hefur aukið gagnsæi og styrkt umræðu um atvinnugreinina. Unnið er að frumvarpi til nýrra heildarlaga um sjávarútveg í matvælaráðuneytinu til framlagningar á Alþingi snemma á næsta ári. Íslenskur sjávarútvegur er að mörgu leyti til fyrirmyndar. Greinin skilar okkar miklum tekjum í þjóðarbúið og hefur sterka stöðu á heimsvísu. En við megum ekki sofna á verðinum, annars er hætta á því að við töpum niður forystu okkar og sólundum tækifærum. Með umbótum og gagnsæi styrkjum við stöðu greinarinnar enn frekar; treystum samkeppnishæfi og aukum verðmætasköpun. Með því að kveikja ljós og fækka skúmaskotum stuðlum við að sátt og réttlæti í sjávarútvegi almenningi til heilla. Höfundur er matvælaráðherra
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun