Sjúkdómurinn sem er ekki bíll Lára G. Sigurðardóttir, Erna Gunnþórsdóttir, Sigrún Lilja Sigurþórsdóttir, Andri Þórarinsson, Eyjólfur Guðmundsson og Valgerður Rúnarsdóttir skrifa 18. október 2023 12:31 Á dögunum var á dagskrá Ríkissjónvarpsins Kveik-þáttur sem bar titilinn „Í gíslingu efnis sem eirir engu” undir yfirskriftinni „Heilbrigðismál”. Í þættinum fengum við innsýn í líf tveggja einstaklinga með fíknsjúkdóm og endurspeglaði umfjöllunin vel alvarleika sjúkdómsins. Líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum undanfarið, þá er fíknsjúkdómurinn lífshættulegur og ósjaldan liggur ungt fólk í valnum. Og líkt og krabbamein eða hjartabilun þá er hann langvinnur. Til að þróa með sér fíknsjúkdóm þarf gjarnan samspil erfða og umhverfis. Viðkomandi hefur yfirleitt erfðafræðilega tilhneigingu en síðan er eitthvað í umhverfinu sem kveikir á honum. Annar verðmiði virðist þó hafa fests við fíknsjúkdóm en sambærilega langvinna sjúkdóma. Fólk sem missir ástvin úr fíknsjúkdómi upplifir gjarnan minni samkennd frá samfélaginu en þau sem missa úr krabbameini. Okkur hættir nefnilega til að horfa á fólk með fíknsjúkdóm sem ógæfumenn. Fólk sem velji sér að lifa í ánauð fíknar, vanrækja fjölskyldu og jafnvel börnin sín. Það er fjarri sanni. Því fíknsjúkdómurinn velur fólkið, en ekki öfugt. Einstaklingur sem nær að brjótast úr viðjum fíkninnar reynir nær undantekningalaust að gera sitt besta til að geta snúið aftur út í lífið. Til sjálfs síns og sinnar fjölskyldu. Því þegar fíknin er við völd þá lútir sjálfið. Fíknin nær heljartökum á heilanum. Hún hrindir til hliðar skynsemi og dómgreind, því efnaskipti í umbunarsvæðum heilans hertaka hugsun og hegðun einstaklingsins. Mikilvægast er að átta sig á að hægt er að meðhöndla og lækna fíknsjúkdóm. Árangursríkast er að beita meðferð sem byggir á vísindum og alþjóðlegum stöðlum, en hún felur í sér þverfaglega nálgun þar sem áfengis- og vímuefnaráðgjafar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, sálfræðingar, læknar og fleiri vinna saman í að styðja við bataferli viðkomandi. Tíðrætt hefur verið um ávísun ávanabindandi og vímugefandi lyfja undir skyni skaðaminnkunar, þ.e.a.s. lyf sem ætluð eru til inntöku um munn en ekki að sprauta í æð. Slík meðferð er hvorki ráðlögð né örugg, heldur gerir sjúkdóminn verri með auknum líkum á ofskömmtun, auk þess að letja viðkomandi til að leita sér lækningar. Það sjáum við bersýnilega meðal okkar skjólstæðinga. Að ávísa ávanabindandi vímugefandi lyfjum öðrum þeim sem eru gagnreynd í skaðaminnkandi tilgangi er því ekki partur af meðferðinni, þótt slíku hafi verið haldið fram í þættinum. Vissulega er alltaf þörf á að bæta öryggi fólks sem er í virkri neyslu eins og með neyslurými, en í þeim ætti ávallt að vera gott aðgengi að meðferð og bættum lífsgæðum. Einn angi af fíknsjúkdómi er ópíóíðafíkn sem SÁÁ hefur ekki farið varhluta af. Í dag sækir yfir 300 manns gagnreynda lyfjameðferð við ópíóíðafíkn. Meirihluti þessara einstaklinga lifa nú við bætt lífsgæði og eru nú meðal okkar í samfélaginu sem dyggir þegnar, komnir í nám og vinnu eða að stíga sín fyrstu skref aftur út í lífið. Minnihluti þarf skaðaminnunarmeðferð sem dregur úr líkum á ofskömmtun og dauða. Sá hópur er ekki undanskilinn okkar þjónustu og við mætum þeim á þeirra forsendum. Lyfjameðferð við ópíóíðafíkn gefur þannig mörgum tækifæri til að snúa aftur út í samfélagið til ástvina, í skóla eða vinnu. Það gefur fólki tækifæri til að upplifa aftur að lifa lífinu á eigin forsendum, en ekki fíknarinnar. Við minnum á að fíknsjúkdómur er miðtaugakerfissjúkdómur sem hægt er að meðhöndla með gagnreyndum leiðum. Hefjum fíknsjúkdóminn á hærra plan og nálgumst hann af virðingu, líkt og við nálgumst aðra sjúkdóma. Gefumst ekki upp! Höfundar eiga það sameiginlegt að vera læknar sem vinna við meðhöndlun og lækningu á fíknsjúkdómum á sjúkrahúsinu Vogi. Án þess að kasta rýrð á efni þáttarins eða viðmælendur, þá vekur athygli að ekki var rætt við neinn heilbrigðismenntaðan starfsmann sem vinnur við fíknlækningar. Við höfundarnir keyrum öll bíla dags daglega en tökum ekki að okkar að skipta um bremsuklossa sem bilar. Enda er fíknsjúkdómur ekki bíll. Lára G. Sigurðardóttir, Erna Gunnþórsdóttir, Sigrún Lilja Sigurþórsdóttir, Andri Þórarinsson, Eyjólfur Guðmundsson og Valgerður Rúnarsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Lyf Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Á dögunum var á dagskrá Ríkissjónvarpsins Kveik-þáttur sem bar titilinn „Í gíslingu efnis sem eirir engu” undir yfirskriftinni „Heilbrigðismál”. Í þættinum fengum við innsýn í líf tveggja einstaklinga með fíknsjúkdóm og endurspeglaði umfjöllunin vel alvarleika sjúkdómsins. Líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum undanfarið, þá er fíknsjúkdómurinn lífshættulegur og ósjaldan liggur ungt fólk í valnum. Og líkt og krabbamein eða hjartabilun þá er hann langvinnur. Til að þróa með sér fíknsjúkdóm þarf gjarnan samspil erfða og umhverfis. Viðkomandi hefur yfirleitt erfðafræðilega tilhneigingu en síðan er eitthvað í umhverfinu sem kveikir á honum. Annar verðmiði virðist þó hafa fests við fíknsjúkdóm en sambærilega langvinna sjúkdóma. Fólk sem missir ástvin úr fíknsjúkdómi upplifir gjarnan minni samkennd frá samfélaginu en þau sem missa úr krabbameini. Okkur hættir nefnilega til að horfa á fólk með fíknsjúkdóm sem ógæfumenn. Fólk sem velji sér að lifa í ánauð fíknar, vanrækja fjölskyldu og jafnvel börnin sín. Það er fjarri sanni. Því fíknsjúkdómurinn velur fólkið, en ekki öfugt. Einstaklingur sem nær að brjótast úr viðjum fíkninnar reynir nær undantekningalaust að gera sitt besta til að geta snúið aftur út í lífið. Til sjálfs síns og sinnar fjölskyldu. Því þegar fíknin er við völd þá lútir sjálfið. Fíknin nær heljartökum á heilanum. Hún hrindir til hliðar skynsemi og dómgreind, því efnaskipti í umbunarsvæðum heilans hertaka hugsun og hegðun einstaklingsins. Mikilvægast er að átta sig á að hægt er að meðhöndla og lækna fíknsjúkdóm. Árangursríkast er að beita meðferð sem byggir á vísindum og alþjóðlegum stöðlum, en hún felur í sér þverfaglega nálgun þar sem áfengis- og vímuefnaráðgjafar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, sálfræðingar, læknar og fleiri vinna saman í að styðja við bataferli viðkomandi. Tíðrætt hefur verið um ávísun ávanabindandi og vímugefandi lyfja undir skyni skaðaminnkunar, þ.e.a.s. lyf sem ætluð eru til inntöku um munn en ekki að sprauta í æð. Slík meðferð er hvorki ráðlögð né örugg, heldur gerir sjúkdóminn verri með auknum líkum á ofskömmtun, auk þess að letja viðkomandi til að leita sér lækningar. Það sjáum við bersýnilega meðal okkar skjólstæðinga. Að ávísa ávanabindandi vímugefandi lyfjum öðrum þeim sem eru gagnreynd í skaðaminnkandi tilgangi er því ekki partur af meðferðinni, þótt slíku hafi verið haldið fram í þættinum. Vissulega er alltaf þörf á að bæta öryggi fólks sem er í virkri neyslu eins og með neyslurými, en í þeim ætti ávallt að vera gott aðgengi að meðferð og bættum lífsgæðum. Einn angi af fíknsjúkdómi er ópíóíðafíkn sem SÁÁ hefur ekki farið varhluta af. Í dag sækir yfir 300 manns gagnreynda lyfjameðferð við ópíóíðafíkn. Meirihluti þessara einstaklinga lifa nú við bætt lífsgæði og eru nú meðal okkar í samfélaginu sem dyggir þegnar, komnir í nám og vinnu eða að stíga sín fyrstu skref aftur út í lífið. Minnihluti þarf skaðaminnunarmeðferð sem dregur úr líkum á ofskömmtun og dauða. Sá hópur er ekki undanskilinn okkar þjónustu og við mætum þeim á þeirra forsendum. Lyfjameðferð við ópíóíðafíkn gefur þannig mörgum tækifæri til að snúa aftur út í samfélagið til ástvina, í skóla eða vinnu. Það gefur fólki tækifæri til að upplifa aftur að lifa lífinu á eigin forsendum, en ekki fíknarinnar. Við minnum á að fíknsjúkdómur er miðtaugakerfissjúkdómur sem hægt er að meðhöndla með gagnreyndum leiðum. Hefjum fíknsjúkdóminn á hærra plan og nálgumst hann af virðingu, líkt og við nálgumst aðra sjúkdóma. Gefumst ekki upp! Höfundar eiga það sameiginlegt að vera læknar sem vinna við meðhöndlun og lækningu á fíknsjúkdómum á sjúkrahúsinu Vogi. Án þess að kasta rýrð á efni þáttarins eða viðmælendur, þá vekur athygli að ekki var rætt við neinn heilbrigðismenntaðan starfsmann sem vinnur við fíknlækningar. Við höfundarnir keyrum öll bíla dags daglega en tökum ekki að okkar að skipta um bremsuklossa sem bilar. Enda er fíknsjúkdómur ekki bíll. Lára G. Sigurðardóttir, Erna Gunnþórsdóttir, Sigrún Lilja Sigurþórsdóttir, Andri Þórarinsson, Eyjólfur Guðmundsson og Valgerður Rúnarsdóttir
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun