Telur nasista hafa myrt þýskan flugkennara á Íslandi árið 1938 Kristján Már Unnarsson skrifar 22. október 2023 19:48 Einn af þýsku flugmönnunum við svifflugu á Sandskeiði sumarið 1938. Svifflugfélag Íslands Þýskur flugkennari sem kom til Íslands að kenna Íslendingum svifflug í aðdraganda síðari heimsstyrjaldar var myrtur í Reykjavík af útsendara nasista. Þetta er ályktun höfundar nýútkominnar bókar um njósnara nasista og SS-menn á Íslandi á valdatíma Adolfs Hitlers. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 en bakgrunnur þess er koma þýsks svifflugleiðangurs til Íslands árið 1938, merktum hakakrossinum. Níu dögum áður en fræg flugsýning var haldin á Sandskeiði fannst þýskur flugkennari, sem komið hafði til landsins haustið áður, látinn. Guðjón Jensson bókasafnsfræðingur er höfundur bókarinnar Löngu horfin spor - Njósnari nasista á Íslandi?Arnar Halldórsson „Ég held að það megi fullyrða það að þeir hafi allir verið meðlimir í SS-sveitunum og þessi svifflugkennari, sem kemur hingað fyrst, hann hefur væntanlega ekki staðist væntingar nasistanna. Og það eru vísbendingar um, og líkurnar eru frekar meiri en minni, að honum hafi bókstaflega verið rutt úr vegi og látið líta út sem sjálfsmorð,“ segir Guðjón Jensson rithöfundur, höfundur bókarinnar Löngu horfin spor – Njósnari nasista á Íslandi? Þýskur flugmaður við eina af svifflugunum á Sandskeiði á Flugdeginum 1938.Skjáskot/Úr kvikmynd Ólafs Árnasonar Andlátið varð fréttamál í Reykjavíkurblöðunum. „Svifflugkennarinn þýski fremur sjálfsmorð. Carl Reichstein fannst örendur í gær,“ stóð í Morgunblaðinu. „Hann hafði verið kallaður heim til Þýskalands,“ sagði Þjóðviljinn. „Betra að deyja hér en lifa í Þýskalandi,“ sagði Alþýðublaðið. Frétt Morgunblaðsins 9. júlí 1938 af andláti flugkennarans Carls Reichstein. Í frétt blaðsins segir að Reichstein hafi verið liðsmaður SS.Grafík/Kristján Jónsson „Hann var skemtilegur og glaðlyndur maður og dagfarsgóður meðan hann dvaldi hjer í bænum og bar ekkert á þunglyndi hjá honum,“ sagði í frétt Morgunblaðsins. Niðurstaða rannsóknarlögreglunnar í Reykjavík var sjálfsmorð, hann sagður hafa bæði skorið sig á púls og hengt sig. Vélflugvél Þjóðverja sem notuð var til að draga svifflugurnar á loft.Skjáskot/Úr kvikmynd Ólafs Árnasonar „Hann er sendur hingað að öllum líkindum sem njósnari. Og hann hefur átt meðal annars að grennslast fyrir um ræðismanninn til þess að finna ástæðu fyrir nasista að þeir gætu skipt honum út fyrir sinn mann,“ segir Guðjón en aðalræðismaðurinn Günter Timmermann var snemma vors 1939 látinn víkja fyrir nasistanum Werner Gerlach. Þýsku flugmennirnir á Sandskeiði á Flugdeginum 17. júlí 1938. Þeir eru allir taldir hafa verið meðlimir SS-sveita nasista.Skjáskot/Úr kvikmynd Ólafs Árnasonar Guðjón segist byggja bók sína á tíu ára rannsóknum en kallar hana þó sögulega skáldsögu. Hann segir vísbendingu að finna í bréfi sem Reichstein barst frá Þýskalandi mánuði fyrir andlát sitt. Bréfinu lýkur á kveðjunni „Heil Hitler“ en þar voru réttindi hans sem flugkennara afturkölluð. Svifflugur merktar hakakrossi nasista á Sandskeiði sumarið 1938.Svifflugfélag Íslands „Hann kvaddur heim og skorað á hann að gera grein fyrir starfi sínu á Íslandi.“ Guðjón telur Carl Reichstein hafa verið orðinn afhuga málstað nasista. Nafn hans bendi til að hann hafi verið af gyðingaættum. Nasistar á Sandskeiði.Skjáskot/Úr kvikmynd Ólafs Árnasonar „Það er mjög líklegt að, þar sem hann hafði ekki staðist væntingar nasista, að hann hafi verið fyrir áformum Þjóðverja, það er að segja nasista, á Íslandi.“ Nasistinn Werner Gerlach varð aðalræðismaður Þýskalands á Íslandi snemma vors 1939. Hann var handtekinn þegar Bretar hernámu Ísland 10. maí 1940. Guðjón hefur þýskan nasista, Arthur Hensing, sem starfaði á Íslandi sem kjötiðnaðarmaður og gerðist svo aðstoðarmaður þýska ræðismannsins Werners Gerlachs, sterklega grunaðan um verknaðinn, mann sem Þjóðviljinn kallaði nasistaflugumann og útsendara Hitlers. Í frétt Þjóðviljans þann 10. júlí 1938, um andlát Carls Reichstein, er birt hótunarbréf Arthurs Hensing til Þjóðverja í Reykjavík, hann kallaður nasistaflugmaður og útsendari Hitlers, og þess krafist að honum verði vísað úr landi.Grafík/Kristján Jónsson Guðjón lýsir Hensing svo að hann hafi þótt einstaklega harður í horn að taka og svo hliðhollur foringja sínum að hann taldi að sér væri allt heimilt þegar heiður Hitlers væri í húfi. „Arthur Hensing var svo mikill nasisti að hann lét sig hverfa áður en Bretarnir komu hingað og gekk í þýska herinn. Það er talið að hann hafi fallið á austurvígstöðvunum,“ segir Guðjón Jensson. Ein af þýsku svifflugunum lendir á Sandskeiði.Skjáskot/Úr kvikmynd Ólafs Árnasonar Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Seinni heimsstyrjöldin Fréttir af flugi Bókaútgáfa Bókmenntir Þýskaland Lögreglumál Tengdar fréttir Skila skjölum Gerlach rúmlega átta áratugum síðar Þjóðskjalasafn Íslands mun skila skjölum til Þýskalands í sérstakri athöfn í næstu viku en umrædd skjöl voru í eigu þýska ræðismannsins á Íslandi og gerð upptæk af hernámsliði Breta árið 1940. 30. september 2022 09:57 Benz bíll Werner Gerlach sýndur í Öskju Er talinn hafa verið notaður sem njósnabíll Þjóðverja hér á landi í síðari heimstyrjöldinni. 30. ágúst 2013 17:03 Glæsilegur njósnabíll Sögufrægur bíll sem tengist njósnastarfsemi Þjóðverja á Íslandi í seinni heimsstyrjöld er nú til sýnis hér á landi. Talið er að bíllinn hafi verið notaður til að senda skilaboð til þýskra kafbáta á Atlantshafi. 31. ágúst 2013 19:05 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 en bakgrunnur þess er koma þýsks svifflugleiðangurs til Íslands árið 1938, merktum hakakrossinum. Níu dögum áður en fræg flugsýning var haldin á Sandskeiði fannst þýskur flugkennari, sem komið hafði til landsins haustið áður, látinn. Guðjón Jensson bókasafnsfræðingur er höfundur bókarinnar Löngu horfin spor - Njósnari nasista á Íslandi?Arnar Halldórsson „Ég held að það megi fullyrða það að þeir hafi allir verið meðlimir í SS-sveitunum og þessi svifflugkennari, sem kemur hingað fyrst, hann hefur væntanlega ekki staðist væntingar nasistanna. Og það eru vísbendingar um, og líkurnar eru frekar meiri en minni, að honum hafi bókstaflega verið rutt úr vegi og látið líta út sem sjálfsmorð,“ segir Guðjón Jensson rithöfundur, höfundur bókarinnar Löngu horfin spor – Njósnari nasista á Íslandi? Þýskur flugmaður við eina af svifflugunum á Sandskeiði á Flugdeginum 1938.Skjáskot/Úr kvikmynd Ólafs Árnasonar Andlátið varð fréttamál í Reykjavíkurblöðunum. „Svifflugkennarinn þýski fremur sjálfsmorð. Carl Reichstein fannst örendur í gær,“ stóð í Morgunblaðinu. „Hann hafði verið kallaður heim til Þýskalands,“ sagði Þjóðviljinn. „Betra að deyja hér en lifa í Þýskalandi,“ sagði Alþýðublaðið. Frétt Morgunblaðsins 9. júlí 1938 af andláti flugkennarans Carls Reichstein. Í frétt blaðsins segir að Reichstein hafi verið liðsmaður SS.Grafík/Kristján Jónsson „Hann var skemtilegur og glaðlyndur maður og dagfarsgóður meðan hann dvaldi hjer í bænum og bar ekkert á þunglyndi hjá honum,“ sagði í frétt Morgunblaðsins. Niðurstaða rannsóknarlögreglunnar í Reykjavík var sjálfsmorð, hann sagður hafa bæði skorið sig á púls og hengt sig. Vélflugvél Þjóðverja sem notuð var til að draga svifflugurnar á loft.Skjáskot/Úr kvikmynd Ólafs Árnasonar „Hann er sendur hingað að öllum líkindum sem njósnari. Og hann hefur átt meðal annars að grennslast fyrir um ræðismanninn til þess að finna ástæðu fyrir nasista að þeir gætu skipt honum út fyrir sinn mann,“ segir Guðjón en aðalræðismaðurinn Günter Timmermann var snemma vors 1939 látinn víkja fyrir nasistanum Werner Gerlach. Þýsku flugmennirnir á Sandskeiði á Flugdeginum 17. júlí 1938. Þeir eru allir taldir hafa verið meðlimir SS-sveita nasista.Skjáskot/Úr kvikmynd Ólafs Árnasonar Guðjón segist byggja bók sína á tíu ára rannsóknum en kallar hana þó sögulega skáldsögu. Hann segir vísbendingu að finna í bréfi sem Reichstein barst frá Þýskalandi mánuði fyrir andlát sitt. Bréfinu lýkur á kveðjunni „Heil Hitler“ en þar voru réttindi hans sem flugkennara afturkölluð. Svifflugur merktar hakakrossi nasista á Sandskeiði sumarið 1938.Svifflugfélag Íslands „Hann kvaddur heim og skorað á hann að gera grein fyrir starfi sínu á Íslandi.“ Guðjón telur Carl Reichstein hafa verið orðinn afhuga málstað nasista. Nafn hans bendi til að hann hafi verið af gyðingaættum. Nasistar á Sandskeiði.Skjáskot/Úr kvikmynd Ólafs Árnasonar „Það er mjög líklegt að, þar sem hann hafði ekki staðist væntingar nasista, að hann hafi verið fyrir áformum Þjóðverja, það er að segja nasista, á Íslandi.“ Nasistinn Werner Gerlach varð aðalræðismaður Þýskalands á Íslandi snemma vors 1939. Hann var handtekinn þegar Bretar hernámu Ísland 10. maí 1940. Guðjón hefur þýskan nasista, Arthur Hensing, sem starfaði á Íslandi sem kjötiðnaðarmaður og gerðist svo aðstoðarmaður þýska ræðismannsins Werners Gerlachs, sterklega grunaðan um verknaðinn, mann sem Þjóðviljinn kallaði nasistaflugumann og útsendara Hitlers. Í frétt Þjóðviljans þann 10. júlí 1938, um andlát Carls Reichstein, er birt hótunarbréf Arthurs Hensing til Þjóðverja í Reykjavík, hann kallaður nasistaflugmaður og útsendari Hitlers, og þess krafist að honum verði vísað úr landi.Grafík/Kristján Jónsson Guðjón lýsir Hensing svo að hann hafi þótt einstaklega harður í horn að taka og svo hliðhollur foringja sínum að hann taldi að sér væri allt heimilt þegar heiður Hitlers væri í húfi. „Arthur Hensing var svo mikill nasisti að hann lét sig hverfa áður en Bretarnir komu hingað og gekk í þýska herinn. Það er talið að hann hafi fallið á austurvígstöðvunum,“ segir Guðjón Jensson. Ein af þýsku svifflugunum lendir á Sandskeiði.Skjáskot/Úr kvikmynd Ólafs Árnasonar Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Seinni heimsstyrjöldin Fréttir af flugi Bókaútgáfa Bókmenntir Þýskaland Lögreglumál Tengdar fréttir Skila skjölum Gerlach rúmlega átta áratugum síðar Þjóðskjalasafn Íslands mun skila skjölum til Þýskalands í sérstakri athöfn í næstu viku en umrædd skjöl voru í eigu þýska ræðismannsins á Íslandi og gerð upptæk af hernámsliði Breta árið 1940. 30. september 2022 09:57 Benz bíll Werner Gerlach sýndur í Öskju Er talinn hafa verið notaður sem njósnabíll Þjóðverja hér á landi í síðari heimstyrjöldinni. 30. ágúst 2013 17:03 Glæsilegur njósnabíll Sögufrægur bíll sem tengist njósnastarfsemi Þjóðverja á Íslandi í seinni heimsstyrjöld er nú til sýnis hér á landi. Talið er að bíllinn hafi verið notaður til að senda skilaboð til þýskra kafbáta á Atlantshafi. 31. ágúst 2013 19:05 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Skila skjölum Gerlach rúmlega átta áratugum síðar Þjóðskjalasafn Íslands mun skila skjölum til Þýskalands í sérstakri athöfn í næstu viku en umrædd skjöl voru í eigu þýska ræðismannsins á Íslandi og gerð upptæk af hernámsliði Breta árið 1940. 30. september 2022 09:57
Benz bíll Werner Gerlach sýndur í Öskju Er talinn hafa verið notaður sem njósnabíll Þjóðverja hér á landi í síðari heimstyrjöldinni. 30. ágúst 2013 17:03
Glæsilegur njósnabíll Sögufrægur bíll sem tengist njósnastarfsemi Þjóðverja á Íslandi í seinni heimsstyrjöld er nú til sýnis hér á landi. Talið er að bíllinn hafi verið notaður til að senda skilaboð til þýskra kafbáta á Atlantshafi. 31. ágúst 2013 19:05