Svartur blettur á samfélagi okkar Hjörtur Hjartarson skrifar 20. október 2023 12:01 11 ár frá þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá Það lýsir stjórnmálamenningu í miklum ógöngum að fólk í æðstu stöðum reyni að breiða gleymsku yfir þetta allt saman og láti sem ekkert sérstakt hafi gerst. Í dag eru 11 ár frá því kjósendur á Íslandi gengu til þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá. Alþingi boðaði til atkvæðagreiðslunnar að undangengnu einstöku lýðæðislegu ferli. Úrslit kosningarinnar hafa ekki enn verið virt. — Íbúar landsins átta sig flestir á því hvað veldur: Fámennum en valdamiklum öflum þóknast að halda í óbreytt ástand og valdaleysi almennings sem úrelt stjórnarskrá tryggir þeim. Almenningi er líka ljóst að þetta er fullkomlega andlýðræðislegt. Og mun aldrei gleymast. Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, Brexit, fór fram í júní 2016. Útganga var samþykkt naumlega. Tæpum níu mánuðum síðar hafði breska þingið afgreitt málið og staðfest vilja kjósenda. Eins þótt meiri hluti þingsins væri ósammála niðurstöðunni. Þegar Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, reyndi að hafa að engu niðurstöðu kosninga var það fordæmt um allan heim. Líka af íslensku ráðafólki. Enda grundvallarregla í lýðræðisríki að úrslit kosninga séu virt. Afdráttarlaust — og ekkert fimbulfamb. Þann 20. október 2012 samþykktu yfir 2/3 hlutar kjósenda (67%) að tillögur sem fyrir þá voru lagðar skyldu verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár Íslands. Það er sama hve margir herrar og frúr og háttvirtir og hæstvirtir líta undan og forðast að nefna það. Sama hve lengi óréttlætið verður látið viðgangast: Að Alþingi virði ekki úrslit kosningarinnar um nýja stjórnarskrá er viðvarandi atlaga að lýðræði í landinu. Svartur blettur á samfélagi okkar sem við verðum að ná burt. Til að ljúka málinu farsællega þarf hugrekki, virðingu fyrir lýðræðislegum grundvallargildum og heilindi. Viðurkenna verður efnislega niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar og hætta tilburðum til að byrja nýtt stjórnarskrárferli og smíða stjórnarskrá stjórnmálaflokkanna. Fást þarf við þær tillögur sem kjósendur samþykktu og fylgja almennum lýðræðislegum leikreglum og viðmiðum Feneyjarnefndarinnar frá 2020 og Ragnars Aðalsteinssonar lögmanns. Sjónarmið Ragnars eru þessi: Tillögurnar urðu til í víðtæku lýðræðislegu ferli og voru samþykktar í lýðræðislegum kosningum. Þeim sem vilja gera efnislegar breytingar á tillögunum er því vandi á höndum. Þeir þurfa að færa ótvíræðar sönnur á að þær breytingarnar treysti betur almannahag en óbreyttar tillögur. Sama sjónarmið kom fram í áliti Feneyjanefndarinnar frá 9. október 2020 til forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur. Þar segir að íslensk stjórnvöld verði að gefa þjóðinni gegnsæjar, skýrar og sannfærandi ástæður ef vikið yrði efnislega frá tillögum sem samþykktar voru i þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012 sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár. Að fenginni langri reynslu yrði farsælast að koma á stjórnlagaþingi sem legði lokahönd á tillögurnar sem kjósendur samþykktu sem grundvöll nýrrar stjórnarskrár fyrir 11 árum. — Við eigum nýja stjórnarskrá. Höfundur er í stjórn Stjórnarskrárfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Stjórnlagaþing Hjörtur Hjartarson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
11 ár frá þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá Það lýsir stjórnmálamenningu í miklum ógöngum að fólk í æðstu stöðum reyni að breiða gleymsku yfir þetta allt saman og láti sem ekkert sérstakt hafi gerst. Í dag eru 11 ár frá því kjósendur á Íslandi gengu til þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá. Alþingi boðaði til atkvæðagreiðslunnar að undangengnu einstöku lýðæðislegu ferli. Úrslit kosningarinnar hafa ekki enn verið virt. — Íbúar landsins átta sig flestir á því hvað veldur: Fámennum en valdamiklum öflum þóknast að halda í óbreytt ástand og valdaleysi almennings sem úrelt stjórnarskrá tryggir þeim. Almenningi er líka ljóst að þetta er fullkomlega andlýðræðislegt. Og mun aldrei gleymast. Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, Brexit, fór fram í júní 2016. Útganga var samþykkt naumlega. Tæpum níu mánuðum síðar hafði breska þingið afgreitt málið og staðfest vilja kjósenda. Eins þótt meiri hluti þingsins væri ósammála niðurstöðunni. Þegar Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, reyndi að hafa að engu niðurstöðu kosninga var það fordæmt um allan heim. Líka af íslensku ráðafólki. Enda grundvallarregla í lýðræðisríki að úrslit kosninga séu virt. Afdráttarlaust — og ekkert fimbulfamb. Þann 20. október 2012 samþykktu yfir 2/3 hlutar kjósenda (67%) að tillögur sem fyrir þá voru lagðar skyldu verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár Íslands. Það er sama hve margir herrar og frúr og háttvirtir og hæstvirtir líta undan og forðast að nefna það. Sama hve lengi óréttlætið verður látið viðgangast: Að Alþingi virði ekki úrslit kosningarinnar um nýja stjórnarskrá er viðvarandi atlaga að lýðræði í landinu. Svartur blettur á samfélagi okkar sem við verðum að ná burt. Til að ljúka málinu farsællega þarf hugrekki, virðingu fyrir lýðræðislegum grundvallargildum og heilindi. Viðurkenna verður efnislega niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar og hætta tilburðum til að byrja nýtt stjórnarskrárferli og smíða stjórnarskrá stjórnmálaflokkanna. Fást þarf við þær tillögur sem kjósendur samþykktu og fylgja almennum lýðræðislegum leikreglum og viðmiðum Feneyjarnefndarinnar frá 2020 og Ragnars Aðalsteinssonar lögmanns. Sjónarmið Ragnars eru þessi: Tillögurnar urðu til í víðtæku lýðræðislegu ferli og voru samþykktar í lýðræðislegum kosningum. Þeim sem vilja gera efnislegar breytingar á tillögunum er því vandi á höndum. Þeir þurfa að færa ótvíræðar sönnur á að þær breytingarnar treysti betur almannahag en óbreyttar tillögur. Sama sjónarmið kom fram í áliti Feneyjanefndarinnar frá 9. október 2020 til forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur. Þar segir að íslensk stjórnvöld verði að gefa þjóðinni gegnsæjar, skýrar og sannfærandi ástæður ef vikið yrði efnislega frá tillögum sem samþykktar voru i þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012 sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár. Að fenginni langri reynslu yrði farsælast að koma á stjórnlagaþingi sem legði lokahönd á tillögurnar sem kjósendur samþykktu sem grundvöll nýrrar stjórnarskrár fyrir 11 árum. — Við eigum nýja stjórnarskrá. Höfundur er í stjórn Stjórnarskrárfélagsins.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar