Ein fegursta bygging heims fagnar stórafmæli Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 21. október 2023 14:31 Frá ljósa- og flugeldasýningunni sem haldin var í gærkvöldi til að fagna 50 ára afmæli Óperuhússins í Sydney. Húsið verður opið almenningi alla helgina og búist er við að um 40.000 manns skoði húsið. Don Arnold/Getty Images Ein frægasta bygging 20. aldarinnar hélt upp á 50 ára afmæli sitt í gær. Það tók 14 ár að byggja húsið og kostnaðurinn við bygginguna var 15 sinnum hærri en upphafleg kostnaðaráætlun hljóðaði upp á. Arkitektinn sem hannaði bygginguna sá hana aldrei, þrátt fyrir að hafa lifað í 35 ár eftir að húsið var fullbyggt. 8. undur veraldar Það var þann 20. október árið 1973 sem Óperuhúsið í Sydney í Ástralíu stóð loks fullbúið. Húsið hefur allt frá upphafi verið talið ein fegursta bygging heims og er stundum kölluð 8. undur veraldar. En bygging hússins gekk ekki átakalaust fyrir sig. Fjarri því. Getty Images Hönnuður hússins sá það aldrei fullbyggt Árið 1957 var haldin samkeppni um byggingu óperuhúss í Sydney. Alls bárust 233 tillögur og hlutskarpastur varð tiltölulega óþekktur danskur arkitekt, Jørn Utzon, aðeins 38 ára gamall. Innblástur Utzons að húsinu voru trúarhof Maya og Azteka í Suður-Ameríku. Tveimur árum síðar, árið 1959, hófst bygging hússins. Utzon flutti til Sydney með fjölskyldu sinni til að fylgjast með byggingu hússins, en árið 1966 yfirgaf hann Ástralíu og verkefnið vegna ósamkomulags við áströlsk stjórnvöld. Hann sneri aldrei aftur til Ástralíu og sá því aldrei húsið sem kemur til með að halda nafni hans á lofti um ókomna tíð, en hann lést árið 2008. Fór langt fram úr öllum áætlunum Byggingartíminn var í upphafi ætlaður 4 ár, en það tók heil 14 ár að byggja húsið. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 7 milljónir Ástralíudala, en það teygðist duglega úr henni og þegar upp var staðið kostaði bygging hússins tæplega 15 sinnum meira, eða 102 milljónir dala. Á gengi dagsins í dag eru það tæpir 10 milljarðar íslenskra króna. Byggingin var sett á heimsminjaskrá Unesco árið 2007. Alls heimsækja um 11 milljónir ferðamanna Óperuhúsið á ári hverju. Í húsinu fara fram um 1.800 viðburðir á ári sem um 1,2 milljónir manna sækja. Og í húsinu starfa rúmlega 8.000 manns. Hér að neðan er hægt að horfa á tilkomumikla ljósa- og flugeldasýningu sem haldin var í gærkvöldi til að fagna afmæli hússins. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=KVkSy6uIPqM">watch on YouTube</a> Ástralía Menning Arkitektúr Tímamót Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Sjá meira
8. undur veraldar Það var þann 20. október árið 1973 sem Óperuhúsið í Sydney í Ástralíu stóð loks fullbúið. Húsið hefur allt frá upphafi verið talið ein fegursta bygging heims og er stundum kölluð 8. undur veraldar. En bygging hússins gekk ekki átakalaust fyrir sig. Fjarri því. Getty Images Hönnuður hússins sá það aldrei fullbyggt Árið 1957 var haldin samkeppni um byggingu óperuhúss í Sydney. Alls bárust 233 tillögur og hlutskarpastur varð tiltölulega óþekktur danskur arkitekt, Jørn Utzon, aðeins 38 ára gamall. Innblástur Utzons að húsinu voru trúarhof Maya og Azteka í Suður-Ameríku. Tveimur árum síðar, árið 1959, hófst bygging hússins. Utzon flutti til Sydney með fjölskyldu sinni til að fylgjast með byggingu hússins, en árið 1966 yfirgaf hann Ástralíu og verkefnið vegna ósamkomulags við áströlsk stjórnvöld. Hann sneri aldrei aftur til Ástralíu og sá því aldrei húsið sem kemur til með að halda nafni hans á lofti um ókomna tíð, en hann lést árið 2008. Fór langt fram úr öllum áætlunum Byggingartíminn var í upphafi ætlaður 4 ár, en það tók heil 14 ár að byggja húsið. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 7 milljónir Ástralíudala, en það teygðist duglega úr henni og þegar upp var staðið kostaði bygging hússins tæplega 15 sinnum meira, eða 102 milljónir dala. Á gengi dagsins í dag eru það tæpir 10 milljarðar íslenskra króna. Byggingin var sett á heimsminjaskrá Unesco árið 2007. Alls heimsækja um 11 milljónir ferðamanna Óperuhúsið á ári hverju. Í húsinu fara fram um 1.800 viðburðir á ári sem um 1,2 milljónir manna sækja. Og í húsinu starfa rúmlega 8.000 manns. Hér að neðan er hægt að horfa á tilkomumikla ljósa- og flugeldasýningu sem haldin var í gærkvöldi til að fagna afmæli hússins. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=KVkSy6uIPqM">watch on YouTube</a>
Ástralía Menning Arkitektúr Tímamót Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Sjá meira