Í tilefni af vitundarvakningu Guðmundur Ármann Pétursson skrifar 22. október 2023 08:30 Október er alþjóðlegur mánuður vitundarvakningar Downs heilkennis. Árangur vitundarvakningar og réttindabaráttu í tengslum við Downs heilkennið og réttindarbaráttu hagsmunasamtaka fatlaðs fólks er okkur öllum mikilvæg. Árangur þeirrar baráttu skilar okkur betra samfélagi, samfélagi inngildingar. Inngildandi samfélag er ekki bara einstaklingum með Downs heilkenni mikilvæg, hún er öllum hópum samfélagsins mikilvæg vegna þess að; Þar er fósturgreining nýtt til stuðnings og fræðslu í stað þess að leita uppi einn ákveðinn hóp með þeim afleiðingum að börn með Downs heilkenni fæðast nánast ekki lengur. Þar er leikskóli staður þar sem börn fá að vera, upplifa og kynnast án staðalmynda og skoðana okkar sem eldri erum. Þar er grunnskóli skóli allra nemenda þar sem enginn fær það hlutskipti að þurfa að „laga sig að“. Þar er félags- og íþróttastarf aðgengilegt öllum börnum og unglingum. Þar fær enginn þau skilaboð að hans þáttaka sé „ekki fjármögnuð“. Þar er framhaldsskóli, skóli fjölbreyttra tækifæra þar sem allir nemendur geta valið sér nám út frá áhugasviði, hæfni og námsmarkmiðum. Þar er háskólanám raunhæfur, aðgengilegur og spennandi kostur fyrir alla verðandi háskólanema. Þar er aðgengi einstaklinga með skerta starfsgetu að vinnumarkaði eðlilegur þáttur í starfsemi ráðningastofa, ekki „úrræði“ á vegum Vinnumálastofnunar. Þar eru einstaklingar með skerta starfsgetu launþegar sem hafa framfærslutryggingu sem opnar möguleika til tekna, tækifæra og samfélagsþátttöku í stað þess að vera bótaþegar sem eru bundnir í báða fætur. Þar eru samfélags- og kerfisbreytingar til að bæta lífsgæði, aðgengi og öryggi allra. Ekki orsök útilokunar og aðgreiningar. Þar er virðing borin fyrir viðhorfum og skoðunum allra einstaklinga og tillit til þeirra tekið. Þar er ekki valkvætt hvort fara eigi að lögum þegar kemur að lögbundnum rétti ákveðins hóps einstaklinga. Það á að vera sameiginlegt hagsmunamál okkar allra að íslenskt samfélag sé inngildandi samfélag. Höfundur er formaður Félags áhugafólks um Downs heilkennið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Downs-heilkenni Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Október er alþjóðlegur mánuður vitundarvakningar Downs heilkennis. Árangur vitundarvakningar og réttindabaráttu í tengslum við Downs heilkennið og réttindarbaráttu hagsmunasamtaka fatlaðs fólks er okkur öllum mikilvæg. Árangur þeirrar baráttu skilar okkur betra samfélagi, samfélagi inngildingar. Inngildandi samfélag er ekki bara einstaklingum með Downs heilkenni mikilvæg, hún er öllum hópum samfélagsins mikilvæg vegna þess að; Þar er fósturgreining nýtt til stuðnings og fræðslu í stað þess að leita uppi einn ákveðinn hóp með þeim afleiðingum að börn með Downs heilkenni fæðast nánast ekki lengur. Þar er leikskóli staður þar sem börn fá að vera, upplifa og kynnast án staðalmynda og skoðana okkar sem eldri erum. Þar er grunnskóli skóli allra nemenda þar sem enginn fær það hlutskipti að þurfa að „laga sig að“. Þar er félags- og íþróttastarf aðgengilegt öllum börnum og unglingum. Þar fær enginn þau skilaboð að hans þáttaka sé „ekki fjármögnuð“. Þar er framhaldsskóli, skóli fjölbreyttra tækifæra þar sem allir nemendur geta valið sér nám út frá áhugasviði, hæfni og námsmarkmiðum. Þar er háskólanám raunhæfur, aðgengilegur og spennandi kostur fyrir alla verðandi háskólanema. Þar er aðgengi einstaklinga með skerta starfsgetu að vinnumarkaði eðlilegur þáttur í starfsemi ráðningastofa, ekki „úrræði“ á vegum Vinnumálastofnunar. Þar eru einstaklingar með skerta starfsgetu launþegar sem hafa framfærslutryggingu sem opnar möguleika til tekna, tækifæra og samfélagsþátttöku í stað þess að vera bótaþegar sem eru bundnir í báða fætur. Þar eru samfélags- og kerfisbreytingar til að bæta lífsgæði, aðgengi og öryggi allra. Ekki orsök útilokunar og aðgreiningar. Þar er virðing borin fyrir viðhorfum og skoðunum allra einstaklinga og tillit til þeirra tekið. Þar er ekki valkvætt hvort fara eigi að lögum þegar kemur að lögbundnum rétti ákveðins hóps einstaklinga. Það á að vera sameiginlegt hagsmunamál okkar allra að íslenskt samfélag sé inngildandi samfélag. Höfundur er formaður Félags áhugafólks um Downs heilkennið.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar