Vinstri beygju bjargað fyrir horn Marta Guðjónsdóttir skrifar 23. október 2023 07:31 Í grein á Vísi á laugardag um fyrirhugaðar umferðarþrengingar við gatnamót Hringbrautar, Eiðsgranda og Ánanausta, hélt ég því fram að einni hugmynd þar að lútandi væri ætlað að útiloka vinstri beygju frá nyrsta hluta Hringbrautar, vestur Eiðsgrandann. Sú fullyrðing rataði í frétt Stöðvar 2 á laugardagskvöld. Á sunnudag birtist frétt á Vísi þar sem því er haldið fram að þetta sé misskilningur. Bann við vinstri beygju ætti við um útkeyrslu frá porti hins svo kallaða JL húss, ekki um gatnamót Eiðsgranda, Hringbrautar og Ánanausta. Skilningur minn á hugmyndinni byggði hins vegar á þeirri einföldu staðreynd að Hringbraut 121, stendur við fyrrnefnd gatnamót og í greinargerð með tillögunni stendur orðrétt: „Tillagan gerir ráð fyrir að ekki verði unnt að taka vinstri beygju frá Hringbraut 121 vestur Eiðsgranda.“Lái mér hver sem vill þennan skilning. Ég fagna því þó heilshugar að vinstri beygju sé þannig bjargað fyrir horn. En skilningur minn var þó engu að síður byggður á afar tvíræðri og óljósri framsetningu tillögunnar. Fjölgun íbúa - aukinn umferðarþungi Kjarni málsins um fyrirhugaðar umferðarþrengingar við gatnamót Eiðsgranda, Hringbrautar og Ánanausta, er hins vegar eftirfarandi: Íbúum vestast í Vesturbænum hefur farið ört fjölgandi á undanförnum árum. Nú er í uppbyggingu, eða í þann mund að hefjast uppbygging á fjölda íbúða á Héðinsreitnum, Byko-reitnum, á Landhelgisgæslu-reitnum, KR-reitnum og í Vesturbugtinni við Mýrargötu. Hér er um að ræða íbúafjölgun sem nemur 2500 - 3000 íbúum. Til samanburðar eru íbúar Úlfarsársdals nú um 3000 talsins. Þessi fjölgun mun hafa í för með sér umferðaraukningu sem nemur fleiri þúsundum ökutækja á sólarhring. Þá ber að hafa í huga að fyrrnefnd gatnamót eru endapunktur megin umferðaræðar borgarinnar, frá Vesturlandsvegi og vestur í Ánanaust. Auk þess er Eiðsgrandinn önnur helsta umferðaræð til og frá Seltjarnarnesi. Umferðarþrengin á þessum slóðum hefur því óhjákvæmilega í för með sér umferðaraukningu um Hofsvallagötu og Nesveg, til og frá Seltjarnarnesi. Þessar staðreyndir hafa beinlínis hrópað á raunhæfar umferðarlausnir á þessum gatnamótum sem tryggja hvoru tveggja, umferðarflæði á svæðinu og umferðaröryggi þeirra sem þarna hjóla eða ganga. Öruggast væri að sjálfsögðu að halda þarna umferð hjólandi og gangandi vegfarenda í öðru plani, með hjóla- og göngubrú eða undirgöngum. Umferðaröryggi verður aldrei bætt með umferðaröngþveiti En í stað þess að huga að raunhæfum samgöngubótum hafa borgaryfirvöld nú þegar þrengt mjög að gatnamótunum með afar þéttri nýtingu á BYKO reitnum. Síðan eru uppi hugmyndir um að bæta gráu ofan á svart með því sem ætíð hafa verið ær og kýr þessa borgarstjórnarmeirihluta: að fækka akreinum. Til vitnis um það er bókun meirihlutans við málið frá 8. mars sl., þar sem segir meðal annars: „Æskileg[t] væri að fækka akreinum með fram ströndinni og breyta hringtorginu í klassísk ljósastýrð T-gatnamót.“ Hugmyndir um T-gatnamót þar sem hringtorgið er nú, fækkun akreina og fjölgun ljósastýrðra gönguljósa á þessu svæði mun skapa þar umferðaröngþveiti á álagstímum, án þess að bæta öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Umferðaröryggi þeirra verður aldrei bætt með umferðaröngþveiti. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Marta Guðjónsdóttir Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Umferðaröryggi Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Í grein á Vísi á laugardag um fyrirhugaðar umferðarþrengingar við gatnamót Hringbrautar, Eiðsgranda og Ánanausta, hélt ég því fram að einni hugmynd þar að lútandi væri ætlað að útiloka vinstri beygju frá nyrsta hluta Hringbrautar, vestur Eiðsgrandann. Sú fullyrðing rataði í frétt Stöðvar 2 á laugardagskvöld. Á sunnudag birtist frétt á Vísi þar sem því er haldið fram að þetta sé misskilningur. Bann við vinstri beygju ætti við um útkeyrslu frá porti hins svo kallaða JL húss, ekki um gatnamót Eiðsgranda, Hringbrautar og Ánanausta. Skilningur minn á hugmyndinni byggði hins vegar á þeirri einföldu staðreynd að Hringbraut 121, stendur við fyrrnefnd gatnamót og í greinargerð með tillögunni stendur orðrétt: „Tillagan gerir ráð fyrir að ekki verði unnt að taka vinstri beygju frá Hringbraut 121 vestur Eiðsgranda.“Lái mér hver sem vill þennan skilning. Ég fagna því þó heilshugar að vinstri beygju sé þannig bjargað fyrir horn. En skilningur minn var þó engu að síður byggður á afar tvíræðri og óljósri framsetningu tillögunnar. Fjölgun íbúa - aukinn umferðarþungi Kjarni málsins um fyrirhugaðar umferðarþrengingar við gatnamót Eiðsgranda, Hringbrautar og Ánanausta, er hins vegar eftirfarandi: Íbúum vestast í Vesturbænum hefur farið ört fjölgandi á undanförnum árum. Nú er í uppbyggingu, eða í þann mund að hefjast uppbygging á fjölda íbúða á Héðinsreitnum, Byko-reitnum, á Landhelgisgæslu-reitnum, KR-reitnum og í Vesturbugtinni við Mýrargötu. Hér er um að ræða íbúafjölgun sem nemur 2500 - 3000 íbúum. Til samanburðar eru íbúar Úlfarsársdals nú um 3000 talsins. Þessi fjölgun mun hafa í för með sér umferðaraukningu sem nemur fleiri þúsundum ökutækja á sólarhring. Þá ber að hafa í huga að fyrrnefnd gatnamót eru endapunktur megin umferðaræðar borgarinnar, frá Vesturlandsvegi og vestur í Ánanaust. Auk þess er Eiðsgrandinn önnur helsta umferðaræð til og frá Seltjarnarnesi. Umferðarþrengin á þessum slóðum hefur því óhjákvæmilega í för með sér umferðaraukningu um Hofsvallagötu og Nesveg, til og frá Seltjarnarnesi. Þessar staðreyndir hafa beinlínis hrópað á raunhæfar umferðarlausnir á þessum gatnamótum sem tryggja hvoru tveggja, umferðarflæði á svæðinu og umferðaröryggi þeirra sem þarna hjóla eða ganga. Öruggast væri að sjálfsögðu að halda þarna umferð hjólandi og gangandi vegfarenda í öðru plani, með hjóla- og göngubrú eða undirgöngum. Umferðaröryggi verður aldrei bætt með umferðaröngþveiti En í stað þess að huga að raunhæfum samgöngubótum hafa borgaryfirvöld nú þegar þrengt mjög að gatnamótunum með afar þéttri nýtingu á BYKO reitnum. Síðan eru uppi hugmyndir um að bæta gráu ofan á svart með því sem ætíð hafa verið ær og kýr þessa borgarstjórnarmeirihluta: að fækka akreinum. Til vitnis um það er bókun meirihlutans við málið frá 8. mars sl., þar sem segir meðal annars: „Æskileg[t] væri að fækka akreinum með fram ströndinni og breyta hringtorginu í klassísk ljósastýrð T-gatnamót.“ Hugmyndir um T-gatnamót þar sem hringtorgið er nú, fækkun akreina og fjölgun ljósastýrðra gönguljósa á þessu svæði mun skapa þar umferðaröngþveiti á álagstímum, án þess að bæta öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Umferðaröryggi þeirra verður aldrei bætt með umferðaröngþveiti. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar