Körfuboltakvöld: Leið alltaf eins og þið hefðuð andlega yfirburði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. október 2023 23:00 Njarðvíkurliðið sem um er ræðir. Körfuboltakvöld Úrslitakeppni karla í körfubolta var tekin upp árið 1984. Körfuboltakvöld ætlar að komast að því hvað er besta lið allra tíma. Að þessu sinni var viðureignin á milli Njarðvíkurliðsins 2002 og KR-liðsins 2016. Keppni hefst í 8-liða úrslitum en í fyrstu viðureigninni mættust KR-liðið 2009 og Grindavík árið 2012. Þar flugu KR-ingar áfram og gæti farið svo að fyrstu tvö liðin inn í undanúrslitin verði bæði úr Vesturbænum. Það var við hæfi að tveir leikmenn úr viðureign Njarðvíkur og KR voru í settinu í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Í græna horninu var Teitur Örlygsson en hann átti sinn þátt í sigri Njarðvíkur árið 2002. Í svarthvíta horninu var Helgi Már Magnússon sem átti góðu gengi að fagna í Vesturbænum. Á myndinni hér að neðan má sjá samanburð á liðunum tveimur sem um er ræðir. Samanburður á liðunum tveimur.Körfuboltakvöld „Þetta var frábært lið og þetta tímabil var eiginlega eitt ævintýri. Þegar maður skoðar úrslitin í þessum leikjum, unnum bikarúrslitin með 40 stigum minnir mig. Var allt mjög sannfærandi. Brenton (Birmingham) var óstöðvandi og ég var eiginlega sjötti maður í þessum hóp. Þetta voru bara landsliðsmenn“ sagði Teitur um liðsheildina hjá Njarðvík. „Þetta var með mínum fyrstu árum og manni leið alltaf eins og þið hefðuð andlega yfirburði,“ sagði Helgi Már um Njarðvíkurliðið árið 2002. Hér að neðan má sjá byrjunarlið Njarðvíkur en eins og Teitur sagði þá var hann fyrsti maður inn af bekk 35 ára gamall. Klippa: Njarðvík og KR mættust í Körfuboltakvöldi: Manni leið alltaf eins og þið hefðuð andlega yfirburði „Ég missti af átta leikjum út af meiðslum á EM, Pavel (Ermolinskij) missti af sjö og við misstum Ægi Þór (Steinarsson) út um áramótin,“ sagði Helgi Már um KR-liðið sem þurfti að díla við ýmislegt á leið sinni að Íslandsmeistara- og bikartitlinum. „Ég lýt svo á að þetta lið standi fyrir þessi sex ár (í röð sem KR varð Íslandsmeistari). Þetta er ótrúlega góð liðsheild, það vissu allir sín hlutverk. Brynjar Þór (Björnsson) var að spila eins og engill, þetta var síðasta tímabilið mitt áður en ég hætti í fyrsta skipti og svo varstu með besta leikstjórnanda Íslands í Pavel,“ bætti Helgi við áður en hrósaði Darra Frey Hilmarssyni fyrir hlutverk sitt í þessu magnaða liði. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Hér að neðan er hægt að taka þátt í skoðunarkönnun um hvort liðið sé betra. Áfram höldum við að velja besta lið sögunnar. Núna er komið að Njarðvík 2002 á móti KR 2016 #subwaydeildin— Subway Körfuboltakvöld (@korfuboltakvold) October 23, 2023 Körfubolti Subway-deild karla KR UMF Njarðvík Körfuboltakvöld Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Fleiri fréttir Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Sjá meira
Keppni hefst í 8-liða úrslitum en í fyrstu viðureigninni mættust KR-liðið 2009 og Grindavík árið 2012. Þar flugu KR-ingar áfram og gæti farið svo að fyrstu tvö liðin inn í undanúrslitin verði bæði úr Vesturbænum. Það var við hæfi að tveir leikmenn úr viðureign Njarðvíkur og KR voru í settinu í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Í græna horninu var Teitur Örlygsson en hann átti sinn þátt í sigri Njarðvíkur árið 2002. Í svarthvíta horninu var Helgi Már Magnússon sem átti góðu gengi að fagna í Vesturbænum. Á myndinni hér að neðan má sjá samanburð á liðunum tveimur sem um er ræðir. Samanburður á liðunum tveimur.Körfuboltakvöld „Þetta var frábært lið og þetta tímabil var eiginlega eitt ævintýri. Þegar maður skoðar úrslitin í þessum leikjum, unnum bikarúrslitin með 40 stigum minnir mig. Var allt mjög sannfærandi. Brenton (Birmingham) var óstöðvandi og ég var eiginlega sjötti maður í þessum hóp. Þetta voru bara landsliðsmenn“ sagði Teitur um liðsheildina hjá Njarðvík. „Þetta var með mínum fyrstu árum og manni leið alltaf eins og þið hefðuð andlega yfirburði,“ sagði Helgi Már um Njarðvíkurliðið árið 2002. Hér að neðan má sjá byrjunarlið Njarðvíkur en eins og Teitur sagði þá var hann fyrsti maður inn af bekk 35 ára gamall. Klippa: Njarðvík og KR mættust í Körfuboltakvöldi: Manni leið alltaf eins og þið hefðuð andlega yfirburði „Ég missti af átta leikjum út af meiðslum á EM, Pavel (Ermolinskij) missti af sjö og við misstum Ægi Þór (Steinarsson) út um áramótin,“ sagði Helgi Már um KR-liðið sem þurfti að díla við ýmislegt á leið sinni að Íslandsmeistara- og bikartitlinum. „Ég lýt svo á að þetta lið standi fyrir þessi sex ár (í röð sem KR varð Íslandsmeistari). Þetta er ótrúlega góð liðsheild, það vissu allir sín hlutverk. Brynjar Þór (Björnsson) var að spila eins og engill, þetta var síðasta tímabilið mitt áður en ég hætti í fyrsta skipti og svo varstu með besta leikstjórnanda Íslands í Pavel,“ bætti Helgi við áður en hrósaði Darra Frey Hilmarssyni fyrir hlutverk sitt í þessu magnaða liði. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Hér að neðan er hægt að taka þátt í skoðunarkönnun um hvort liðið sé betra. Áfram höldum við að velja besta lið sögunnar. Núna er komið að Njarðvík 2002 á móti KR 2016 #subwaydeildin— Subway Körfuboltakvöld (@korfuboltakvold) October 23, 2023
Körfubolti Subway-deild karla KR UMF Njarðvík Körfuboltakvöld Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Fleiri fréttir Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Sjá meira