Eflum ástríðu hjá börnum Hermundur Sigmundsson og Svava Þ. Hjaltalín skrifa 24. október 2023 10:31 Áskoranir: Talið er að yfir eitt þúsund börn glími við svokallaða skólaforðun hér á landi, sem þýðir að þau treysta sér ekki til að mæta í skólann. Þau voru sláandi orð 21 árs Jóhönnu Birtu Bjartmarsdóttur á ráðstefnu Barna- og unglingageðdeildar í janúar á þessu ári en þar sagði hún að ekki væri rétt að tala um skólaforðun, heldur ætti að tala um skólakerfi sem bregðist börnum. Er rétt að staldra við og skoða hvort það geti átt við í einhverjum tilfellum? Mikil aukning er í lyfjanotkun, bæði meðal drengja (ADHD lyf) og stúlkna, (kvíðastillandi lyf). Þær rannsóknir sem sýna að fleiri einstaklingar fæddir seint á árinu greinast með ADHD eru mjög merkilegar. Það eru líka þær rannsóknir sem segja að drengur, fæddur seint á árinu með einstætt foreldri, glími hugsanlega við stórar áskoranir. Er rétt að staldra við og skoða hvað þetta getur þýtt? Er ekki einn möguleikinn sá að kerfið nær ekki einhverra hluta vegna að gefa þessum börnum réttar áskoranir. Þau fá of stórar áskoranir sem þau ekki ráða við. Er skólinn að bregðast börnunum? Vísindi: hinn framúrskarandi fræðimaður Csikszentmihalyi leggur mikla áherslu á ‘autonomi’ sem má þýða sem að velja sjálfur. Þegar einstaklingar fá að velja sjálfir hvað þeir vilja gera fara þeir inn í verkefnið með meiri ánægju sem gefur þeim aukna vellíðan. Möguleikar á að komast í flæði aukast sem gerir það að verkum að meiri líkur eru á að nám eiga sér stað. Með vali aukum við líkurnar á ástríðu sem veldur aukinni þrautseigju og gróskuhugarfari. Dópamín hormónið sem oft er kallað ánægju hormónið hefur líka áhrif. Ef við lítum á kynjamun í þessum efnum þá sýna rannsóknir að drengir/menn hafa meiri dópamín virkni við ‘selfish’ aðferð (eigingjarna aðferð sem einblínir á þá og það sem þeir vilja gera) en stúlkur/konur við meiri ‘prosocial’ aðferð (félagslega hegðun sem er jákvæð, uppbyggjandi og hjálpleg). Rannsóknir hafa einnig sýnt að söngur, tónlist og dans er jákvæður fyrir vellíðan. Er rétt að staldra við og hugleiða hvað skólinn getur gert til að styðja við og auka vellíðan barna? Möguleikar: Til eru þeir einstaklingar sem hafa lítinn sem engan áhuga á því almenna námi sem grunn- og framhaldsskólinn býður. Þegar þessir einstaklingar fara í háskóla velja þeir eftir sínu áhugasviði og fá tækifæri til að blómstra. Þar eru þeir að vinna með þætti sem tengjast þeirra ástríðu. Svo eru það vissulega þeir einstaklingar sem finna sitt áhugasvið í framhaldsskóla á brautum sem tengjast iðngreinum eða brautum sem tengjast ákveðnum fræðasviðum eins og félagsfræðabraut, málabraut og náttúrufræðibraut. Kveikjum neistann hugmyndafræðin, sem nú hefur hafið sitt þriðja ár í Grunnskóla Vestmannaeyja leggur meðal annars áherslu á að bæta líðan barnanna. Þar eru strax í 1. bekk fjórir ástríðutímar á viku. Börnin velja sjálf úr ákveðnum möguleikum þau viðfangsefni sem þau vilja sinna hvern dag. Lagt er upp með að ástríðutíminn sé í lok dags svo börnin hafi til hans að hlakka. Það sem nemendur geta valið í upphafi skóladags, fyrir ástríðutímann, er meðal annars: tónmennt, myndmennt, smíðar, handmennt og heimilisfræði. Möguleikarnir eru margir og um að gera að nýta mannauðinn í skólanum en í fólkinu leynist fjársjóður. Á föstudögum hafa nemendur hins vegar endað skóladaginn með söng og dans. Þetta hefur gefið mjög góða raun og fara nemendur glaðir og sáttir heim. Ástríðutímarnir gefast vel, börnin njóta og nú hafa þeir einnig verið innleiddir í 5.og 6. bekk þótt þeir tilheyri ekki sjálfu verkefninu. Eigum við ekki að gefa börnunum tækifæri til að velja og efla þar með ástríðu þeirra og þar með vellíðan? Hermundur Sigmundsson, prófessor Háskóla Íslands og Norska tækni – og vísindaháskólanumSvava Þ. Hjaltalín, sérkennari og verkefnastjóri Rannsóknarsetur um menntun og hugarfar, Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hermundur Sigmundsson Svava Þ. Hjaltalín Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Áskoranir: Talið er að yfir eitt þúsund börn glími við svokallaða skólaforðun hér á landi, sem þýðir að þau treysta sér ekki til að mæta í skólann. Þau voru sláandi orð 21 árs Jóhönnu Birtu Bjartmarsdóttur á ráðstefnu Barna- og unglingageðdeildar í janúar á þessu ári en þar sagði hún að ekki væri rétt að tala um skólaforðun, heldur ætti að tala um skólakerfi sem bregðist börnum. Er rétt að staldra við og skoða hvort það geti átt við í einhverjum tilfellum? Mikil aukning er í lyfjanotkun, bæði meðal drengja (ADHD lyf) og stúlkna, (kvíðastillandi lyf). Þær rannsóknir sem sýna að fleiri einstaklingar fæddir seint á árinu greinast með ADHD eru mjög merkilegar. Það eru líka þær rannsóknir sem segja að drengur, fæddur seint á árinu með einstætt foreldri, glími hugsanlega við stórar áskoranir. Er rétt að staldra við og skoða hvað þetta getur þýtt? Er ekki einn möguleikinn sá að kerfið nær ekki einhverra hluta vegna að gefa þessum börnum réttar áskoranir. Þau fá of stórar áskoranir sem þau ekki ráða við. Er skólinn að bregðast börnunum? Vísindi: hinn framúrskarandi fræðimaður Csikszentmihalyi leggur mikla áherslu á ‘autonomi’ sem má þýða sem að velja sjálfur. Þegar einstaklingar fá að velja sjálfir hvað þeir vilja gera fara þeir inn í verkefnið með meiri ánægju sem gefur þeim aukna vellíðan. Möguleikar á að komast í flæði aukast sem gerir það að verkum að meiri líkur eru á að nám eiga sér stað. Með vali aukum við líkurnar á ástríðu sem veldur aukinni þrautseigju og gróskuhugarfari. Dópamín hormónið sem oft er kallað ánægju hormónið hefur líka áhrif. Ef við lítum á kynjamun í þessum efnum þá sýna rannsóknir að drengir/menn hafa meiri dópamín virkni við ‘selfish’ aðferð (eigingjarna aðferð sem einblínir á þá og það sem þeir vilja gera) en stúlkur/konur við meiri ‘prosocial’ aðferð (félagslega hegðun sem er jákvæð, uppbyggjandi og hjálpleg). Rannsóknir hafa einnig sýnt að söngur, tónlist og dans er jákvæður fyrir vellíðan. Er rétt að staldra við og hugleiða hvað skólinn getur gert til að styðja við og auka vellíðan barna? Möguleikar: Til eru þeir einstaklingar sem hafa lítinn sem engan áhuga á því almenna námi sem grunn- og framhaldsskólinn býður. Þegar þessir einstaklingar fara í háskóla velja þeir eftir sínu áhugasviði og fá tækifæri til að blómstra. Þar eru þeir að vinna með þætti sem tengjast þeirra ástríðu. Svo eru það vissulega þeir einstaklingar sem finna sitt áhugasvið í framhaldsskóla á brautum sem tengjast iðngreinum eða brautum sem tengjast ákveðnum fræðasviðum eins og félagsfræðabraut, málabraut og náttúrufræðibraut. Kveikjum neistann hugmyndafræðin, sem nú hefur hafið sitt þriðja ár í Grunnskóla Vestmannaeyja leggur meðal annars áherslu á að bæta líðan barnanna. Þar eru strax í 1. bekk fjórir ástríðutímar á viku. Börnin velja sjálf úr ákveðnum möguleikum þau viðfangsefni sem þau vilja sinna hvern dag. Lagt er upp með að ástríðutíminn sé í lok dags svo börnin hafi til hans að hlakka. Það sem nemendur geta valið í upphafi skóladags, fyrir ástríðutímann, er meðal annars: tónmennt, myndmennt, smíðar, handmennt og heimilisfræði. Möguleikarnir eru margir og um að gera að nýta mannauðinn í skólanum en í fólkinu leynist fjársjóður. Á föstudögum hafa nemendur hins vegar endað skóladaginn með söng og dans. Þetta hefur gefið mjög góða raun og fara nemendur glaðir og sáttir heim. Ástríðutímarnir gefast vel, börnin njóta og nú hafa þeir einnig verið innleiddir í 5.og 6. bekk þótt þeir tilheyri ekki sjálfu verkefninu. Eigum við ekki að gefa börnunum tækifæri til að velja og efla þar með ástríðu þeirra og þar með vellíðan? Hermundur Sigmundsson, prófessor Háskóla Íslands og Norska tækni – og vísindaháskólanumSvava Þ. Hjaltalín, sérkennari og verkefnastjóri Rannsóknarsetur um menntun og hugarfar, Háskóla Íslands
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun