Aðgerðir í Foldahverfi virðist ekki í samræmi við lög Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. október 2023 12:09 Frá aðgerðum í Foldahverfinu í gær. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra, segir að málið verði skoðað. vísir/samsett Lögregluaðgerðirnar í Foldahverfi í gær, þar sem flytja átti þrjá drengi úr umsjá móður þeirra, verða skoðaðar segir dómsmálaráðherra. Hún segir alvarlegt að einkennisklæddir lögreglumenn hafi verið á staðnum og að viðbúnaðurinn virðist hafa gengið gegn ákvæðum barnalaga. Fjölmenn lögregluaðgerð fór fram í Foldahverfinu í Grafarvogi í gærkvöldi þegar flytja átti þrjá íslenska drengi úr umsjá móður sinnar og til föður síns í Noregi. Hann fer með forsjá þeirra samkvæmt úrkurði íslenskra og norskra dómstóla og með þessu átti að framfylgja því. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu bar ábyrgð á aðgerðunum og á vettvangi var lögregla til að tryggja öryggi og framfylgja aðgerðinni. Móðir drengjanna og sambýlismaður hennar voru handtekin á vettvangi en síðar sleppt og aðgerðinni var frestað þegar drengirnir neituðu að fara. Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, tók málið upp í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun og vísaði í 45. gr. barnalaga sem segir meðal annars að lögreglumenn skuli vera óeinkennisklæddir við þessar aðstæður. „Framkvæmd aðfarar skal haga þannig að sem minnst álag verði fyrir barn. Þarna voru komnir þrír til fjórir lögreglubílar, mótorhjól, allir lögreglumenn í fullum skrúða með sírenur og ljós og öllu tilheyrandi. Götum var lokað og annað. Eins og þarna væri um sekasta fíkniefnabarón Íslands að ræða,“ sagði Arndís og benti í ræðu sinni einnig á að taka bæri tillit til vilja barnanna. Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm „Lögmaður móðurinnar hefur ítrekað bent á matsgerð dómskvadds sálfræðings þar sem fram kemur eindreginn vilji drengjanna til þess að vera á Íslandi hjá móður sinni.“ Áhyggjur af velferð barnanna við þessar aðstæður Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra sagðist hafa haft áhyggjur af velferð barnanna þegar hún fylgdist með aðgerðunum í gær og ítrekaði að fara þyrfti eftir ákvæðum barnalaga við þessar aðstæður. „Eftir því sem ráðherra sá í fjölmiðlum í gær var það ekki raunin. Og ég tek því alvarlega. Ég tek það til skoðunar að farið verði yfir þessa þessir verkferla og farið yfir málið.“ Hún hafi einnig rætt málið við barnamálaráðherra. „Og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja öryggi og velferð barna á Íslandi,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, á Alþingi í morgun. Íslendingar erlendis Noregur Dómsmál Fjölskyldumál Réttindi barna Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Fjölmenn lögregluaðgerð fór fram í Foldahverfinu í Grafarvogi í gærkvöldi þegar flytja átti þrjá íslenska drengi úr umsjá móður sinnar og til föður síns í Noregi. Hann fer með forsjá þeirra samkvæmt úrkurði íslenskra og norskra dómstóla og með þessu átti að framfylgja því. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu bar ábyrgð á aðgerðunum og á vettvangi var lögregla til að tryggja öryggi og framfylgja aðgerðinni. Móðir drengjanna og sambýlismaður hennar voru handtekin á vettvangi en síðar sleppt og aðgerðinni var frestað þegar drengirnir neituðu að fara. Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, tók málið upp í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun og vísaði í 45. gr. barnalaga sem segir meðal annars að lögreglumenn skuli vera óeinkennisklæddir við þessar aðstæður. „Framkvæmd aðfarar skal haga þannig að sem minnst álag verði fyrir barn. Þarna voru komnir þrír til fjórir lögreglubílar, mótorhjól, allir lögreglumenn í fullum skrúða með sírenur og ljós og öllu tilheyrandi. Götum var lokað og annað. Eins og þarna væri um sekasta fíkniefnabarón Íslands að ræða,“ sagði Arndís og benti í ræðu sinni einnig á að taka bæri tillit til vilja barnanna. Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm „Lögmaður móðurinnar hefur ítrekað bent á matsgerð dómskvadds sálfræðings þar sem fram kemur eindreginn vilji drengjanna til þess að vera á Íslandi hjá móður sinni.“ Áhyggjur af velferð barnanna við þessar aðstæður Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra sagðist hafa haft áhyggjur af velferð barnanna þegar hún fylgdist með aðgerðunum í gær og ítrekaði að fara þyrfti eftir ákvæðum barnalaga við þessar aðstæður. „Eftir því sem ráðherra sá í fjölmiðlum í gær var það ekki raunin. Og ég tek því alvarlega. Ég tek það til skoðunar að farið verði yfir þessa þessir verkferla og farið yfir málið.“ Hún hafi einnig rætt málið við barnamálaráðherra. „Og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja öryggi og velferð barna á Íslandi,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, á Alþingi í morgun.
Íslendingar erlendis Noregur Dómsmál Fjölskyldumál Réttindi barna Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira