27 látnir og miklar skemmdir í Mexíkó Samúel Karl Ólason skrifar 26. október 2023 14:40 Fellibylurinn Otis olli miklum skemmdum í Acapulco og víðar í Mexíkó í gær. AP/Marco Ugarte Yfirvöld Í Mexíkó segja minnst 27 látna og fjögurra saknað eftir að fellibylurinn Otis náði landi þar í gærmorgun. Fregnir um tjón eru enn á reiki en tugir þúsunda eru sagðir bíða í skemmdum og rafmagnslausum húsum eftir aðstoð. Fellibylurinn Otis kom veðurfræðingum verulega á óvart í vikunni. Nokkrum klukkutímum áður en hann náði landi jókst kraftur hans gífurlega mikið og varð óvænt fimmta stigs fellibylur. Hann missti þó fljótt mátt eftir að hann náði landi en fellibylnum fylgdu mjög sterkir vindar og mikil rigning, sem leiddi til flóða og aurskriða. Sjá einnig: Vara við martraðakenndu ástandi vegna fellibylsins Otis López Obrador, forseti, segir eyðilegginguna eftir Otis vera gífurlega mikla og að ekki einn einast rafmagnsstaur standi enn uppi þar sem fellibylurinn skall á. Hann segir þó það sárást að fólk hafi misst lífið. Hægt sé að byggja ónýta hluti aftur en það eigi ekki við líf. Einn hinna látnu er hermaður sem dó þegar veggur í húsi hans féll á hann. AP fréttaveitan hefur eftir forsetanum að það að ná rafmagni aftur á sé í forgangi. Fjölmargir viðgerðarmenn hafa verið sendir til að koma rafmagni á aftur en þeir eiga í erfiðum með viðgerðir þar sem rafmagnslínur liggja víða undir miklu magni af leðju og vatni. Fréttaveitan segir fyrstu fregnir frá Acapulco og nærliggjandi svæðum í héruðunum Guerro og Oaxaca til marks um miklar skemmdir og eru íbúar sagðir ósáttir við viðbrögð yfirvalda. Um tíu þúsund hermenn hafa verið sendir á svæðið en þeir hafa ekki búnað til að hreinsa mörg tonn af leðju og fallin tré af götum bæja og borga. Almenningur hefurfarið ránshendi um verslanir í Acapulco eftir að fellibylurinn Otis gekk þar yfir í gærmorgun.AP/Marco Ugarte Blaðamaður AP ræddi við mann sem var í Acapulco, þar sem hann gisti á hóteli. Sá sagðist hafa orðið hræddur um líf sitt þegar veðrið var sem varst. Gluggarnir á hótelherbergi hans brotnuðu en hann leitaði skjóls inn á baðherbergi og segist þakklátur fyrir að baðhurðin hafi haldið. Seinna í gær sagðist hann hafa fylgst með hundruðum manna fara ránshendi um verslun nærri hótelinu. Þar hafi fólk barist við að flytja allt frá nauðsynjum og matvælum upp í sjónvörp og önnur heimilistæki á innkaupakerrum í gegnum leðjuna. Hermenn eru sagðir hafa leyft fólki að taka matvæli úr verslunum en hafa reynt að stöðva fólk sem var að stela heimilistækjum. Einhverjir munu hafa bundið ísskápa upp á leigubíla og ekið á brott. Kona á leið heim með vörur sem hún stal úr verslun í Acapulco í Mexíkó.AP/Marco Ugarte Mexíkó Náttúruhamfarir Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Fellibylurinn Otis kom veðurfræðingum verulega á óvart í vikunni. Nokkrum klukkutímum áður en hann náði landi jókst kraftur hans gífurlega mikið og varð óvænt fimmta stigs fellibylur. Hann missti þó fljótt mátt eftir að hann náði landi en fellibylnum fylgdu mjög sterkir vindar og mikil rigning, sem leiddi til flóða og aurskriða. Sjá einnig: Vara við martraðakenndu ástandi vegna fellibylsins Otis López Obrador, forseti, segir eyðilegginguna eftir Otis vera gífurlega mikla og að ekki einn einast rafmagnsstaur standi enn uppi þar sem fellibylurinn skall á. Hann segir þó það sárást að fólk hafi misst lífið. Hægt sé að byggja ónýta hluti aftur en það eigi ekki við líf. Einn hinna látnu er hermaður sem dó þegar veggur í húsi hans féll á hann. AP fréttaveitan hefur eftir forsetanum að það að ná rafmagni aftur á sé í forgangi. Fjölmargir viðgerðarmenn hafa verið sendir til að koma rafmagni á aftur en þeir eiga í erfiðum með viðgerðir þar sem rafmagnslínur liggja víða undir miklu magni af leðju og vatni. Fréttaveitan segir fyrstu fregnir frá Acapulco og nærliggjandi svæðum í héruðunum Guerro og Oaxaca til marks um miklar skemmdir og eru íbúar sagðir ósáttir við viðbrögð yfirvalda. Um tíu þúsund hermenn hafa verið sendir á svæðið en þeir hafa ekki búnað til að hreinsa mörg tonn af leðju og fallin tré af götum bæja og borga. Almenningur hefurfarið ránshendi um verslanir í Acapulco eftir að fellibylurinn Otis gekk þar yfir í gærmorgun.AP/Marco Ugarte Blaðamaður AP ræddi við mann sem var í Acapulco, þar sem hann gisti á hóteli. Sá sagðist hafa orðið hræddur um líf sitt þegar veðrið var sem varst. Gluggarnir á hótelherbergi hans brotnuðu en hann leitaði skjóls inn á baðherbergi og segist þakklátur fyrir að baðhurðin hafi haldið. Seinna í gær sagðist hann hafa fylgst með hundruðum manna fara ránshendi um verslun nærri hótelinu. Þar hafi fólk barist við að flytja allt frá nauðsynjum og matvælum upp í sjónvörp og önnur heimilistæki á innkaupakerrum í gegnum leðjuna. Hermenn eru sagðir hafa leyft fólki að taka matvæli úr verslunum en hafa reynt að stöðva fólk sem var að stela heimilistækjum. Einhverjir munu hafa bundið ísskápa upp á leigubíla og ekið á brott. Kona á leið heim með vörur sem hún stal úr verslun í Acapulco í Mexíkó.AP/Marco Ugarte
Mexíkó Náttúruhamfarir Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira