Kölluðu eftir liðsauka einkennisklæddra þegar mannfjölda dreif að Árni Sæberg skrifar 26. október 2023 15:53 Í myndböndum sem tekin voru við heimili Eddu og drengjanna í kvöld má sjá að nokkur mannmergð hópaðist að lögreglumönnum í aðgerðunum. Fólk hrópaði að lögreglu og mótmælti aðgerðinni. Vísir Talsmaður Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að fjórir óeinkennisklæddir lögregluþjónar hafi verið sendir á vettvang þar sem sækja átti þrjá drengi, sem senda átti til Noregs, í gærkvöldi. Gríðarlega athygli vakti í gærkvöldi þegar fjölmenn lögregluaðgerð fór fram í Foldahverfinu í Grafarvogi í gærkvöldi. Þar voru Edda Björk Arnardóttir og sambýlismaður hennar handtekin vegna mótmæla þeirra við aðfararaðgerð sýslumanns en flytja átti þrjá drengi Eddu í forsjá föður þeirra í Noregi. Flutningnum var á endanum frestað. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra sagðist á þingi í dag hafa haft áhyggjur af velferð barnanna þegar hún fylgdist með aðgerðunum í gær og ítrekaði að fara þyrfti eftir ákvæðum barnalaga við þessar aðstæður. „Eftir því sem ráðherra sá í fjölmiðlum í gær var það ekki raunin. Og ég tek því alvarlega. Ég tek það til skoðunar að farið verði yfir þessa þessir verkferla og farið yfir málið.“ Lögreglan sá sig knúna til að bregðast við Í fréttatilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem sögð er send vegna fréttaflutnings af aðgerðum sem Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu stóð að í Grafarvogi í gærkvöldi, segir að lögreglan vilji árétta að hún hafi verið þar til þess að gæta öryggis, eins og venjan sé í viðlíka málum. Af þeirri ástæðu fjórir óeinkennisklæddir lögreglumenn farið á staðinn til þess að tryggja öryggi fólks á vettvangi, líkt og lög kveða á um. „Þegar hins vegar afgreiðsla málsins dróst á langinn, mannfjölda dreif að og aðstæður breyttust á vettvangi var ákveðið að kalla eftir liðsauka þar sem öryggi fólks á vettvangi þótti ekki lengur tryggt. Lögreglumennirnir, sem fengu það hlutverk, voru einkennisklæddir, en þeir voru á vaktinni við almennt eftirlit annars staðar og brugðust hratt við þegar liðveislu þeirra var óskað í áðurnefndu máli. Hafði þá aðgerðin varað í tæplega tvær klukkustundir.“ Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Fjölskyldumál Réttindi barna Mál Eddu Bjarkar Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Gríðarlega athygli vakti í gærkvöldi þegar fjölmenn lögregluaðgerð fór fram í Foldahverfinu í Grafarvogi í gærkvöldi. Þar voru Edda Björk Arnardóttir og sambýlismaður hennar handtekin vegna mótmæla þeirra við aðfararaðgerð sýslumanns en flytja átti þrjá drengi Eddu í forsjá föður þeirra í Noregi. Flutningnum var á endanum frestað. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra sagðist á þingi í dag hafa haft áhyggjur af velferð barnanna þegar hún fylgdist með aðgerðunum í gær og ítrekaði að fara þyrfti eftir ákvæðum barnalaga við þessar aðstæður. „Eftir því sem ráðherra sá í fjölmiðlum í gær var það ekki raunin. Og ég tek því alvarlega. Ég tek það til skoðunar að farið verði yfir þessa þessir verkferla og farið yfir málið.“ Lögreglan sá sig knúna til að bregðast við Í fréttatilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem sögð er send vegna fréttaflutnings af aðgerðum sem Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu stóð að í Grafarvogi í gærkvöldi, segir að lögreglan vilji árétta að hún hafi verið þar til þess að gæta öryggis, eins og venjan sé í viðlíka málum. Af þeirri ástæðu fjórir óeinkennisklæddir lögreglumenn farið á staðinn til þess að tryggja öryggi fólks á vettvangi, líkt og lög kveða á um. „Þegar hins vegar afgreiðsla málsins dróst á langinn, mannfjölda dreif að og aðstæður breyttust á vettvangi var ákveðið að kalla eftir liðsauka þar sem öryggi fólks á vettvangi þótti ekki lengur tryggt. Lögreglumennirnir, sem fengu það hlutverk, voru einkennisklæddir, en þeir voru á vaktinni við almennt eftirlit annars staðar og brugðust hratt við þegar liðveislu þeirra var óskað í áðurnefndu máli. Hafði þá aðgerðin varað í tæplega tvær klukkustundir.“
Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Fjölskyldumál Réttindi barna Mál Eddu Bjarkar Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira