Leita réttar síns vegna aðfarar sýslumanns í gær Lovísa Arnardóttir skrifar 26. október 2023 19:09 Í myndböndum sem tekin voru við heimili Eddu og drengjanna í kvöld má sjá að nokkur mannmergð hópaðist að lögreglumönnum í aðgerðunum. Fólk hrópaði að lögreglu og mótmælti aðgerðinni. Vísir Edda Björk Arnardóttir og sambýlismaður hennar ætla að leita réttar síns vegna aðgerða sýslumanns og lögreglu við heimili þeirra í gær. Þar fór fram aðfaraaðgerð á vegum sýslumanns en flytja átti þrjá drengi hennar í forsjá föður þeirra í Noregi. Aðgerðinni var frestað eftir um þrjár klukkustundir. Edda Björk Arnardóttir, móðir þriggja drengja sem átti að flytja til Noregs í gær, gerir miklar athugasemdir við aðfararaðgerð sýslumanns á heimili hennar í gær og viðveru einkenndisklæddra lögreglumanna á meðan aðgerðinni stóð. Dómsmálaráðherra sagði í dag það alvarlegt að einkennisklæddir lögreglumenn hafi verið á staðnum og að viðbúnaðurinn virðist hafa gengið gegn ákvæðum barnalaga. Málið var rætt á þingi í óundirbúnum fyrirspurnum í dag, Í yfirlýsingu frá lögmanni Eddu Bjarkar kemur fram að hún, og sambýlismaður hennar, ætli bæði að leita réttar síns vegna málsins. Bæði voru þau handtekin á vettvangi í gær. Í yfirlýsingu er því vísað á bug að engir einkennisklæddir lögreglumenn hafi verið á vettvangi fyrr en eftir tvær klukkustundir, eins og kom fram í tilkynningu lögreglu í dag. Þar segir enn fremur að sambýlismaður hennar hafi verið handtekinn um tíu mínútum eftir að aðgerðin hófst og að hann hafi verið leiddur í burtu af einkennisklæddum lögreglumanni. „Mikill viðbúnaður var hjá lögreglu sem drengirnir voru fullkomlega meðvitaðir um og urðu vitni að,“ segir í yfirlýsingunni og að einkennisklæddir lögreglumenn hafi lokað götunni og verið með blikkandi ljós á mótorhjólum sínum. Fram kom í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag að lögreglan hafi verið á vettvangi til að gæta öryggis. Bæði hafi verið á vettvangi einkennisklæddir og óeinkennisklæddir lögreglumenn en að einkennisklæddir lögreglumenn hafi verið kallaðir til þegar aðgerðin hafði staðið í um tvær klukkustundir og fólki hafi fjölgað á vettvangi. Föður dæmd forsjá Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum í dag og í gær átti sér stað fjölmenn aðgerð í gærkvöldi við heimili Eddu Bjarkar. Málið snýst um forsjá þriggja drengja hennar en dómstólar á Íslandi og í Noregi hafa úrskurðað faðir drengjanna forsjá þeirra. Sýslumaður fer með forsjármál á Íslandi og var að framfylgja úrskurði með aðfararaðgerðinni. Á vettvangi voru einnig fulltrúar lögreglu og barnaverndar. Í yfirlýsingu lögmanns Eddu Bjarkar eru gerðar athugasemdir við það að faðir drengjanna hafi fengið að fara inn á heimili hennar til að ræða við drengina, en hún sjálf, sambýlismaður hennar og systur drengjanna. Þá gerir hún eins athugasemdir við það að faðir drengjanna hafi fengið að fara einn í bíltúr með drengjunum. Þá er einnig gerð athugasemd við það að lögmanni hennar hafi verið meinaður aðgangur að húsinu og að drengjunum hafi ekki verið skipaður sérstakur talsmaður. „Starfsmenn barnaverndar eru ólöglærðir og drengirnir höfðu því engan löglærðan aðila til að gæta hagsmuna þeirra við þessa framkvæmd,“ segir í yfirlýsingunni. Vantar tímamörk Þá eru að lokum gerðar athugasemdir við það að engin tímamörk séu í aðfararlögum um það hversu lengi aðili hafi slíka aðgerð yfir höfði sér og gerð krafa um að hámarkstími sé settur í verklagsreglum og lögum um að ekki sé hægt að krefjast slíkrar aðgerðar án nokkurra tímamarka. Yfirlýsing Eddu í heild sinni: Fréttatilkynning vegna aðfarar sýslumanns 25.10.2023 gagnvart 3 drengjum 1.Lögregla og sýslumenn samhæfðu aðgerðir í 2 óskyldum málum. Lögregla handtók móðurina vegna farbannskröfu á sama tíma og sýslumaður ákvað að hefja aðfarargerð til að flytja þrjá drengi hennar á brott til Noregs. Lögregla veitti þar með atbeina sinn til að fjarlægja móður af vettvangi þannig að drengirnir væru einir í húsinu. Lögregla, sýslumaður, faðir og lögmaður föður komu á heimili móður allir á sama tíma í því skyni að fjarlægja hana þannig að hún væri ekki viðstödd þá viðurhlutamiklu aðgerð sem aðfarargerð gagnvart börnum er. Móðir hefur aldrei verið boðuð til aðfarargerðar, þrátt fyrir að hafa í tvígang óskað eftir því við sýslumann að boðað yrði til aðfarargerðar. Móðir telur þetta vera misbeiting á opinberu valdi…. 2.Lögregla handtók sambýlismann móður, setti hann í handjárn og frelsissvipti hann í 3 klst. fyrir það eitt að hann gerði kröfu um að fá að koma inn á heimili sitt til þess að drengirnir væru ekki þar einir. Hann sat með lögreglu í lögreglubíl í næstu götu við heimili sitt, var aldrei færður á lögreglustöð og ekki veitt heimild til að gæta réttar síns eða tala í síma. Einn drengjanna horfði upp á það er stjúpfaðir hans var handjárnaður og fluttur á brott af lögreglu í einkennisbúningi. 3.Systrum drengjanna var meinuð innganga á heimili sitt. Þær stóðu fyrir utan húsið í rúmar 2 ½ klst. 4.Faðir drengjanna fékk að fara inn á heimili móður ásamt sýslumanni og tveimur barnaverndarstarfsmönnum. Lögregla stýrði vettvangi og veitti föður heimild til að fara inn í húsið en ekki fjölskyldunni sem býr í húsinu. Hvorki fulltrúi sýslumanns né lögregla hafa skýrt hvaðan þeim kemur heimild til að víkja öðru heimilisfólki af heimili sínu né til að hleypa blóðföður drengjanna þangað inn. 5.Fólk sem kom að til að fylgjast með og mótmæla meintum brotum á barnalögum var ýtt í burtu af lögreglu, m.a. ýtti lögregla við tveimur lögmönnum og kærasta annarrar systur drengjanna. Framangreindum tveimur lögmönnum var skipað að fara alllangt frá lóðamörkum. Þeir höfðu þó fullt leyfi húseigenda til að vera innan lóðarinnar. Lögregla bar við að hún þyrfti „vinnufrið“. Lögreglu er heimilt að hafa afskipti af borgurunum til að halda uppi almannafriði og allsherjarreglu eða koma í veg fyrir yfirvofandi röskun til að gæta öryggis einstaklinga eða almennings eða til að afstýra afbrotum eða stöðva þau. Hvergi í lögreglulögum kemur fram að lögregla megi hefta för fólks sem er að mótmæla til að fá vinnufrið. 6.Faðir drengjanna fékk að fara einn í bíltúr með einn drengjanna í því skyni að fá drenginn til að vísa sér á hvar þriðji bróðirinn væri niðurkominn. Sendi faðirinn drenginn út úr bílnum til að hringja bjöllu heima hjá vini þriðja sonarins. Starfsmenn barnaverndar voru ekki í bifreiðinni og settu sig ekki gegn þessu. 7.Sýslumaður mótmælti því að móðir ætti rétt á að hafa lögmann viðstaddan framkvæmd aðfarargerðarinnar og vísaði til þess að móðirin væri ekki með forsjá þeirra. Móðir er gerðarþoli og á skýlausan rétt til slíks skv. 24. gr. aðfararlaga nr. 90/1989. Lögmaður móður fékk því ekki að koma inn í húsið og fékk ekki að vera viðstaddur þegar faðir, sýslumaður og barnaverndarstarfsmenn ræddu við drengina. Lögmaður móður, þurfti að standa fyrir utan húsið og krafðist þess að drengjunum væri kynnt réttarstaða sín og að ekki yrði farið gegn þeirra vilja. 8.Sýslumaður hafnaði því að drengjunum yrði skipaður talsmaður með þeim rökum að hann teldi nægjanlegt að Barnavernd gætti hagsmuna drengjanna. Við túlkun alþjóðasamninga t.d. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins sbr. lög nr. 19/2013 er lögð vaxandi áhersla á að styrkja stöðu barna þar sem lykilatriðið er að tryggja rétt barns til þátttöku í málsmeðferð í málum er þau varða. Starfsmenn barnaverndar eru ólöglærðir og drengirnir höfðu því engan löglærðan aðila til að gæta hagsmuna þeirra við þessa framkvæmd. 9.Barnavernd ræddi við drengina og tjáði drengjunum að móðir þeirra væri farin til Noregs, stjúpfaðir þeirra væri farinn og því yrðu þeir að fara með föður sínum til Noregs. Barnavernd sagði drengjunum einnig að þeir gætu komið oft í heimsókn til Íslands þegar þeir væru fluttir til Noregs. Einn drengjanna fullyrðir að bæði barnaverndarstarfsmaður og fulltrúi sýslumanns hafi fullyrt þetta við sig. Móðir telur mjög alvarlegt að opinberir starfsmenn halli með svo alvarlegum hætti réttu máli í þeim tilgangi að hafa áhrif á afstöðu drengjanna. Móðir var ekki á neinum tímapunkti á leið til Noregs. 10.Barnavernd lagði sig ekki á nokkurn hátt fram um að gæta með sjálfstæðum hætti hagsmuna drengjanna heldur var Barnavernd mætt á staðinn til að veita sýslumanni liðstyrk í því að framkvæma brottflutning drengjanna til föður. Greinilegt er að Barnavernd, sýslumaður og lögregla höfðu sameiginlega undirbúið þessa framkvæmd. Starfmenn barnaverndar voru ekki viðstaddir a.m.k. ekki allan tímann á meðan faðirinn ræddi við drengina og voru fyrir utan húsið á meðan samtal föður við drengina inni í húsinu fór fram. Barnavernd gerði ekki athugasemdir við að faðirinn færi með einn drengjanna í bílferð í bíl á vegum föður. Kallað var að starfsmönnum barnaverndar að kynna drengjunum réttarstöðu sína og upplýsa þá um hana en Barnavernd játaði aldrei að hafa kannað vilja drengjanna sérstaklega til þeirrar kröfu að verða afhentir föður. Starfsmaður barnaverndar fór inn í herbergi eins drengjanna og tíndi dót í ferðatösku og bar hana út í bifreið sem var á vegum föður. 11.Fulltrúi sýslumanns fullyrti við lögmann móður að drengirnir vildu fara. Tveimur mínútum síðar er systur drengjanna spurðu drengina hvort það væri rétt að þeir vildu fara, þá neituðu þeir því algjörlega. Lögmanni móður voru veittar rangar upplýsingar um afstöðu drengjanna. 12.Lögreglumenn voru í einkennisbúningum á lögreglubílum með blá blikkandi ljós, á mótorhjólum og lokuðu umferð inn í götuna. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglu sem drengirnir voru fullkomlega meðvitaðir um og urðu vitni að. 13.Aðfarargerð var frestað eftir 3 klukkustundir sem þýðir að henni er ekki lokið. Engin tímamörk eru í aðfararlögum á því hversu lengi aðili hafi yfirvofandi aðfarargerð yfir höfði sér. Drengirnir hafa dvalið á Íslandi í 19 mánuði. Til samanburðar er nýtt ákvæði í 2. mgr. 74. gr. laga 80/2016 um útlendinga um að heimilt sé að veita útlendingi sem sótt hefur um alþjóðlega vernd og ekki hefur fengið niðurstöðu á stjórnsýslustigi innan 16 mánaða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða….. Nauðsynlegt er að hámarkstími sé ákveðinn í verklagsreglum og/eða lögum um að ekki sé hægt að krefjast aðfarar án nokkurra tímatakmarkana. Íslendingar erlendis Noregur Dómsmál Fjölskyldumál Réttindi barna Mál Eddu Bjarkar Tengdar fréttir Flutningi þriggja íslenskra drengja til Noregs frestað Flytja átti þrjá íslenska drengi til föður síns í Noregi í kvöld. Hann fer með forsjá þeirra samkvæmt úrskurði íslenskra og norskra dómstóla. Fjölmennt lögreglulið var á vettvangi í kvöld á vegum sýslumanns og nokkuð umstang. Móðir drengjanna var handtekin en síðar sleppt og aðgerðinni frestað. 25. október 2023 20:11 Aðgerðir í Foldahverfi virðist ekki í samræmi við lög Lögregluaðgerðirnar í Foldahverfi í gær, þar sem flytja átti þrjá drengi úr umsjá móður þeirra, verða skoðaðar segir dómsmálaráðherra. Hún segir alvarlegt að einkennisklæddir lögreglumenn hafi verið á staðnum og að viðbúnaðurinn virðist hafa gengið gegn ákvæðum barnalaga. 26. október 2023 12:09 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Fleiri fréttir Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Sjá meira
Edda Björk Arnardóttir, móðir þriggja drengja sem átti að flytja til Noregs í gær, gerir miklar athugasemdir við aðfararaðgerð sýslumanns á heimili hennar í gær og viðveru einkenndisklæddra lögreglumanna á meðan aðgerðinni stóð. Dómsmálaráðherra sagði í dag það alvarlegt að einkennisklæddir lögreglumenn hafi verið á staðnum og að viðbúnaðurinn virðist hafa gengið gegn ákvæðum barnalaga. Málið var rætt á þingi í óundirbúnum fyrirspurnum í dag, Í yfirlýsingu frá lögmanni Eddu Bjarkar kemur fram að hún, og sambýlismaður hennar, ætli bæði að leita réttar síns vegna málsins. Bæði voru þau handtekin á vettvangi í gær. Í yfirlýsingu er því vísað á bug að engir einkennisklæddir lögreglumenn hafi verið á vettvangi fyrr en eftir tvær klukkustundir, eins og kom fram í tilkynningu lögreglu í dag. Þar segir enn fremur að sambýlismaður hennar hafi verið handtekinn um tíu mínútum eftir að aðgerðin hófst og að hann hafi verið leiddur í burtu af einkennisklæddum lögreglumanni. „Mikill viðbúnaður var hjá lögreglu sem drengirnir voru fullkomlega meðvitaðir um og urðu vitni að,“ segir í yfirlýsingunni og að einkennisklæddir lögreglumenn hafi lokað götunni og verið með blikkandi ljós á mótorhjólum sínum. Fram kom í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag að lögreglan hafi verið á vettvangi til að gæta öryggis. Bæði hafi verið á vettvangi einkennisklæddir og óeinkennisklæddir lögreglumenn en að einkennisklæddir lögreglumenn hafi verið kallaðir til þegar aðgerðin hafði staðið í um tvær klukkustundir og fólki hafi fjölgað á vettvangi. Föður dæmd forsjá Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum í dag og í gær átti sér stað fjölmenn aðgerð í gærkvöldi við heimili Eddu Bjarkar. Málið snýst um forsjá þriggja drengja hennar en dómstólar á Íslandi og í Noregi hafa úrskurðað faðir drengjanna forsjá þeirra. Sýslumaður fer með forsjármál á Íslandi og var að framfylgja úrskurði með aðfararaðgerðinni. Á vettvangi voru einnig fulltrúar lögreglu og barnaverndar. Í yfirlýsingu lögmanns Eddu Bjarkar eru gerðar athugasemdir við það að faðir drengjanna hafi fengið að fara inn á heimili hennar til að ræða við drengina, en hún sjálf, sambýlismaður hennar og systur drengjanna. Þá gerir hún eins athugasemdir við það að faðir drengjanna hafi fengið að fara einn í bíltúr með drengjunum. Þá er einnig gerð athugasemd við það að lögmanni hennar hafi verið meinaður aðgangur að húsinu og að drengjunum hafi ekki verið skipaður sérstakur talsmaður. „Starfsmenn barnaverndar eru ólöglærðir og drengirnir höfðu því engan löglærðan aðila til að gæta hagsmuna þeirra við þessa framkvæmd,“ segir í yfirlýsingunni. Vantar tímamörk Þá eru að lokum gerðar athugasemdir við það að engin tímamörk séu í aðfararlögum um það hversu lengi aðili hafi slíka aðgerð yfir höfði sér og gerð krafa um að hámarkstími sé settur í verklagsreglum og lögum um að ekki sé hægt að krefjast slíkrar aðgerðar án nokkurra tímamarka. Yfirlýsing Eddu í heild sinni: Fréttatilkynning vegna aðfarar sýslumanns 25.10.2023 gagnvart 3 drengjum 1.Lögregla og sýslumenn samhæfðu aðgerðir í 2 óskyldum málum. Lögregla handtók móðurina vegna farbannskröfu á sama tíma og sýslumaður ákvað að hefja aðfarargerð til að flytja þrjá drengi hennar á brott til Noregs. Lögregla veitti þar með atbeina sinn til að fjarlægja móður af vettvangi þannig að drengirnir væru einir í húsinu. Lögregla, sýslumaður, faðir og lögmaður föður komu á heimili móður allir á sama tíma í því skyni að fjarlægja hana þannig að hún væri ekki viðstödd þá viðurhlutamiklu aðgerð sem aðfarargerð gagnvart börnum er. Móðir hefur aldrei verið boðuð til aðfarargerðar, þrátt fyrir að hafa í tvígang óskað eftir því við sýslumann að boðað yrði til aðfarargerðar. Móðir telur þetta vera misbeiting á opinberu valdi…. 2.Lögregla handtók sambýlismann móður, setti hann í handjárn og frelsissvipti hann í 3 klst. fyrir það eitt að hann gerði kröfu um að fá að koma inn á heimili sitt til þess að drengirnir væru ekki þar einir. Hann sat með lögreglu í lögreglubíl í næstu götu við heimili sitt, var aldrei færður á lögreglustöð og ekki veitt heimild til að gæta réttar síns eða tala í síma. Einn drengjanna horfði upp á það er stjúpfaðir hans var handjárnaður og fluttur á brott af lögreglu í einkennisbúningi. 3.Systrum drengjanna var meinuð innganga á heimili sitt. Þær stóðu fyrir utan húsið í rúmar 2 ½ klst. 4.Faðir drengjanna fékk að fara inn á heimili móður ásamt sýslumanni og tveimur barnaverndarstarfsmönnum. Lögregla stýrði vettvangi og veitti föður heimild til að fara inn í húsið en ekki fjölskyldunni sem býr í húsinu. Hvorki fulltrúi sýslumanns né lögregla hafa skýrt hvaðan þeim kemur heimild til að víkja öðru heimilisfólki af heimili sínu né til að hleypa blóðföður drengjanna þangað inn. 5.Fólk sem kom að til að fylgjast með og mótmæla meintum brotum á barnalögum var ýtt í burtu af lögreglu, m.a. ýtti lögregla við tveimur lögmönnum og kærasta annarrar systur drengjanna. Framangreindum tveimur lögmönnum var skipað að fara alllangt frá lóðamörkum. Þeir höfðu þó fullt leyfi húseigenda til að vera innan lóðarinnar. Lögregla bar við að hún þyrfti „vinnufrið“. Lögreglu er heimilt að hafa afskipti af borgurunum til að halda uppi almannafriði og allsherjarreglu eða koma í veg fyrir yfirvofandi röskun til að gæta öryggis einstaklinga eða almennings eða til að afstýra afbrotum eða stöðva þau. Hvergi í lögreglulögum kemur fram að lögregla megi hefta för fólks sem er að mótmæla til að fá vinnufrið. 6.Faðir drengjanna fékk að fara einn í bíltúr með einn drengjanna í því skyni að fá drenginn til að vísa sér á hvar þriðji bróðirinn væri niðurkominn. Sendi faðirinn drenginn út úr bílnum til að hringja bjöllu heima hjá vini þriðja sonarins. Starfsmenn barnaverndar voru ekki í bifreiðinni og settu sig ekki gegn þessu. 7.Sýslumaður mótmælti því að móðir ætti rétt á að hafa lögmann viðstaddan framkvæmd aðfarargerðarinnar og vísaði til þess að móðirin væri ekki með forsjá þeirra. Móðir er gerðarþoli og á skýlausan rétt til slíks skv. 24. gr. aðfararlaga nr. 90/1989. Lögmaður móður fékk því ekki að koma inn í húsið og fékk ekki að vera viðstaddur þegar faðir, sýslumaður og barnaverndarstarfsmenn ræddu við drengina. Lögmaður móður, þurfti að standa fyrir utan húsið og krafðist þess að drengjunum væri kynnt réttarstaða sín og að ekki yrði farið gegn þeirra vilja. 8.Sýslumaður hafnaði því að drengjunum yrði skipaður talsmaður með þeim rökum að hann teldi nægjanlegt að Barnavernd gætti hagsmuna drengjanna. Við túlkun alþjóðasamninga t.d. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins sbr. lög nr. 19/2013 er lögð vaxandi áhersla á að styrkja stöðu barna þar sem lykilatriðið er að tryggja rétt barns til þátttöku í málsmeðferð í málum er þau varða. Starfsmenn barnaverndar eru ólöglærðir og drengirnir höfðu því engan löglærðan aðila til að gæta hagsmuna þeirra við þessa framkvæmd. 9.Barnavernd ræddi við drengina og tjáði drengjunum að móðir þeirra væri farin til Noregs, stjúpfaðir þeirra væri farinn og því yrðu þeir að fara með föður sínum til Noregs. Barnavernd sagði drengjunum einnig að þeir gætu komið oft í heimsókn til Íslands þegar þeir væru fluttir til Noregs. Einn drengjanna fullyrðir að bæði barnaverndarstarfsmaður og fulltrúi sýslumanns hafi fullyrt þetta við sig. Móðir telur mjög alvarlegt að opinberir starfsmenn halli með svo alvarlegum hætti réttu máli í þeim tilgangi að hafa áhrif á afstöðu drengjanna. Móðir var ekki á neinum tímapunkti á leið til Noregs. 10.Barnavernd lagði sig ekki á nokkurn hátt fram um að gæta með sjálfstæðum hætti hagsmuna drengjanna heldur var Barnavernd mætt á staðinn til að veita sýslumanni liðstyrk í því að framkvæma brottflutning drengjanna til föður. Greinilegt er að Barnavernd, sýslumaður og lögregla höfðu sameiginlega undirbúið þessa framkvæmd. Starfmenn barnaverndar voru ekki viðstaddir a.m.k. ekki allan tímann á meðan faðirinn ræddi við drengina og voru fyrir utan húsið á meðan samtal föður við drengina inni í húsinu fór fram. Barnavernd gerði ekki athugasemdir við að faðirinn færi með einn drengjanna í bílferð í bíl á vegum föður. Kallað var að starfsmönnum barnaverndar að kynna drengjunum réttarstöðu sína og upplýsa þá um hana en Barnavernd játaði aldrei að hafa kannað vilja drengjanna sérstaklega til þeirrar kröfu að verða afhentir föður. Starfsmaður barnaverndar fór inn í herbergi eins drengjanna og tíndi dót í ferðatösku og bar hana út í bifreið sem var á vegum föður. 11.Fulltrúi sýslumanns fullyrti við lögmann móður að drengirnir vildu fara. Tveimur mínútum síðar er systur drengjanna spurðu drengina hvort það væri rétt að þeir vildu fara, þá neituðu þeir því algjörlega. Lögmanni móður voru veittar rangar upplýsingar um afstöðu drengjanna. 12.Lögreglumenn voru í einkennisbúningum á lögreglubílum með blá blikkandi ljós, á mótorhjólum og lokuðu umferð inn í götuna. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglu sem drengirnir voru fullkomlega meðvitaðir um og urðu vitni að. 13.Aðfarargerð var frestað eftir 3 klukkustundir sem þýðir að henni er ekki lokið. Engin tímamörk eru í aðfararlögum á því hversu lengi aðili hafi yfirvofandi aðfarargerð yfir höfði sér. Drengirnir hafa dvalið á Íslandi í 19 mánuði. Til samanburðar er nýtt ákvæði í 2. mgr. 74. gr. laga 80/2016 um útlendinga um að heimilt sé að veita útlendingi sem sótt hefur um alþjóðlega vernd og ekki hefur fengið niðurstöðu á stjórnsýslustigi innan 16 mánaða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða….. Nauðsynlegt er að hámarkstími sé ákveðinn í verklagsreglum og/eða lögum um að ekki sé hægt að krefjast aðfarar án nokkurra tímatakmarkana.
Íslendingar erlendis Noregur Dómsmál Fjölskyldumál Réttindi barna Mál Eddu Bjarkar Tengdar fréttir Flutningi þriggja íslenskra drengja til Noregs frestað Flytja átti þrjá íslenska drengi til föður síns í Noregi í kvöld. Hann fer með forsjá þeirra samkvæmt úrskurði íslenskra og norskra dómstóla. Fjölmennt lögreglulið var á vettvangi í kvöld á vegum sýslumanns og nokkuð umstang. Móðir drengjanna var handtekin en síðar sleppt og aðgerðinni frestað. 25. október 2023 20:11 Aðgerðir í Foldahverfi virðist ekki í samræmi við lög Lögregluaðgerðirnar í Foldahverfi í gær, þar sem flytja átti þrjá drengi úr umsjá móður þeirra, verða skoðaðar segir dómsmálaráðherra. Hún segir alvarlegt að einkennisklæddir lögreglumenn hafi verið á staðnum og að viðbúnaðurinn virðist hafa gengið gegn ákvæðum barnalaga. 26. október 2023 12:09 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Fleiri fréttir Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Sjá meira
Flutningi þriggja íslenskra drengja til Noregs frestað Flytja átti þrjá íslenska drengi til föður síns í Noregi í kvöld. Hann fer með forsjá þeirra samkvæmt úrskurði íslenskra og norskra dómstóla. Fjölmennt lögreglulið var á vettvangi í kvöld á vegum sýslumanns og nokkuð umstang. Móðir drengjanna var handtekin en síðar sleppt og aðgerðinni frestað. 25. október 2023 20:11
Aðgerðir í Foldahverfi virðist ekki í samræmi við lög Lögregluaðgerðirnar í Foldahverfi í gær, þar sem flytja átti þrjá drengi úr umsjá móður þeirra, verða skoðaðar segir dómsmálaráðherra. Hún segir alvarlegt að einkennisklæddir lögreglumenn hafi verið á staðnum og að viðbúnaðurinn virðist hafa gengið gegn ákvæðum barnalaga. 26. október 2023 12:09