Leverkusen á toppinn eftir enn einn sigurinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. október 2023 18:35 Leverkusen er á toppnum í Þýskalandi. EPA-EFE/CHRISTOPHER NEUNDORF Bayer Leverkusen er komið á topp þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir 2-1 sigur á Freiburg í dag. Þá gerðu Eintracht Frankfurt og Borussia Dortmund 3-3 jafntefli. Lærisveinar Xabi Alonso í Leverkusen hafa farið frábærlega af stað á tímabilinu og gátu með sigri náð toppsætinu á ný eftir að Þýskalandsmeistarar Bayern München settust í hásætið með 8-0 sigri á Darmstadt í gær, laugardag. Hinn bráðefnilegi Florian Wirtz kom Leverkusen yfir á 36. mínútu eftir undirbúning Jeremie Frimpong. Báðir leikmenn hafa verið frábærir hjá Leverkusen undanfarna mánuði og er talið næsta víst að stærstu lið Evrópu reyni að festa kaup á þeim fyrr en síðar. Aðeins var eitt mark skorað í fyrri hálfleik en það voru heimamenn í Leverkusen sem skoruðu annað mark leiksins eftir rétt rúma klukkustund, eða raunar var það Noah Atubolu, markvörður Freiburg, sem fékk boltann í sig eftir að skot Jonas Hofmann fór í stöngina. Boltinn fór af Atubolu og í netið, staðan orðin 2-0 og úrslitin svo gott sem ráðin. Eða hvað? Þegar tuttugu mínútur lifðu leiks minnkaði Manuel Gulde metin fyrir gestina eftir aukaspyrnu Vincenzo Grifo. Nær komust gestirnir ekki og Leverkusen vann dýrmætan 2-1 sigur. 5 - Bayer 04 Leverkusen won their first five Bundesliga home games of a season for the first time in 20 years - previously only achieved in 1986-87 and 2003-04. Fortress. #B04SCF pic.twitter.com/FiAZ3vT8xn— OptaFranz (@OptaFranz) October 29, 2023 Í Frankfurt var Dortmund í heimsókn og var boðið til veislu. Omar Marmoush skoraði tvívegis fyrir Frankfurt áður en Marcel Sabitzer minnkaði muninn. Youssoufa Moukoko jafnaði metin en Fares Chaibi kom Frankfurt 3-2 yfir á 68. mínútu. Þegar átta mínútur voru til loka venjulegs leiktíma jafnaði Julian Brandt metin og þar við sat, lokatölur 3-3. Leverkusen er á toppi deildarinnar með 25 stig að loknum 9 leikjum. Dortmund er í 4. sæti með 21 stig, Frankfurt í 7. sæti með 14 og Freiburg sæti neðar með 13 stig. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Fleiri fréttir Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Sjá meira
Lærisveinar Xabi Alonso í Leverkusen hafa farið frábærlega af stað á tímabilinu og gátu með sigri náð toppsætinu á ný eftir að Þýskalandsmeistarar Bayern München settust í hásætið með 8-0 sigri á Darmstadt í gær, laugardag. Hinn bráðefnilegi Florian Wirtz kom Leverkusen yfir á 36. mínútu eftir undirbúning Jeremie Frimpong. Báðir leikmenn hafa verið frábærir hjá Leverkusen undanfarna mánuði og er talið næsta víst að stærstu lið Evrópu reyni að festa kaup á þeim fyrr en síðar. Aðeins var eitt mark skorað í fyrri hálfleik en það voru heimamenn í Leverkusen sem skoruðu annað mark leiksins eftir rétt rúma klukkustund, eða raunar var það Noah Atubolu, markvörður Freiburg, sem fékk boltann í sig eftir að skot Jonas Hofmann fór í stöngina. Boltinn fór af Atubolu og í netið, staðan orðin 2-0 og úrslitin svo gott sem ráðin. Eða hvað? Þegar tuttugu mínútur lifðu leiks minnkaði Manuel Gulde metin fyrir gestina eftir aukaspyrnu Vincenzo Grifo. Nær komust gestirnir ekki og Leverkusen vann dýrmætan 2-1 sigur. 5 - Bayer 04 Leverkusen won their first five Bundesliga home games of a season for the first time in 20 years - previously only achieved in 1986-87 and 2003-04. Fortress. #B04SCF pic.twitter.com/FiAZ3vT8xn— OptaFranz (@OptaFranz) October 29, 2023 Í Frankfurt var Dortmund í heimsókn og var boðið til veislu. Omar Marmoush skoraði tvívegis fyrir Frankfurt áður en Marcel Sabitzer minnkaði muninn. Youssoufa Moukoko jafnaði metin en Fares Chaibi kom Frankfurt 3-2 yfir á 68. mínútu. Þegar átta mínútur voru til loka venjulegs leiktíma jafnaði Julian Brandt metin og þar við sat, lokatölur 3-3. Leverkusen er á toppi deildarinnar með 25 stig að loknum 9 leikjum. Dortmund er í 4. sæti með 21 stig, Frankfurt í 7. sæti með 14 og Freiburg sæti neðar með 13 stig.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Fleiri fréttir Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Sjá meira